Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Page 16

Víkurfréttir - 20.04.2011, Page 16
16 Miðvikudagurinn 20. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Hver er staða bæjarfélagsins í dag? Það var að koma nýr ársreikningur í hús og niðurstaðan er mjög ásættanleg, 639 millj. kr. hagnaður hjá bæjarsjóði eftir fjármagnsliði og afskriftir og 322 milljón króna hagn- aður á samstæðunni. Upphæð sem við getum notað til að styrkja lausafjárstöðu og greiða niður skuldir. Það er öllum ljóst að sveitarfélagið hefur farið í miklar fjárfestingar, sér- staklega í Helguvík. Framkvæmdir sem eru enn ekki að skila okkur fjármunum til baka. Við bíðum enn eftir því. Það þýðir að þetta er enn erfiður rekstur. Þess vegna er mikilvægt að geta sýnt hagnað í þessu árferði þar sem erf- itt er að fjármagna hluti. Það má heldur ekki gleyma því að Reykjanesbær á miklar eignir og ég hef verið að kynna það á íbúafundunum. Samsetning eigna sveitarfélaga er misjöfn. Mörg sveitarfélög á Íslandi gera ekkert annað en að veita þessa lögbundnu þjónustu sem felst í grunnskólum, félagsþjónustu, þjónustu við íþróttir og menningu, gatnagerð og fleira mætti nefna. Reykjanesbær á mikið af eignum umfram þessa lögbundnu þjónustu. Þar má t.d. nefna Helguvík. Þar erum við núna að fá hálfan milljarð í tekjur af einni lóð. Við erum að fá á ári um 80 milljónir í hafnargjöld frá 2013 þegar kísilverið fer af stað og 50 milljónir í fasteignagjöld þannig að þetta eru stórar tölur sem eru að koma þarna inn. Við eigum Hitaveitu Suðurnesja, HS Veitur, 67% eignarhlut í þeim. Við eigum skuldabréf sem nú eru komin í yfir 8,3 milljarða króna sem við erum auðvitað að huga að sölu á. Þannig að þetta eru tækifæri sem við bendum á en við erum ekki að tala um að selja þetta allt saman. Aðrir settu peninga af sölu á HS á bankabók, við settum þá í HS Veitur og skuldabréf. Hverju svararðu þessari gagnrýni hjá minnihlutanum í dag um að þið hafið framkvæmt allt of mikið, tekið nán- ast allt að láni og farið langt fram úr ykkur í framtíð- ardraumum og rándýrri uppbyggingu. Þegar bæjarfélag á ekki fjármuni til nauðsynlegrar og arðbærrar uppbyggingar, þá byggir fjárfestingin á lánum. Við höfum ítrekað lagt fram framtíðarsýn og fengið stuðn- ing meirihluta bæjarbúa fyrir henni. Mér þykir alltaf leitt að einhverjir okkar manna hér í bæjarfélaginu, þá yfirleitt minnihlutinn í bæjarstjórn, eru ekki að vinna með okkur í atvinnuuppbyggingu og eru ekki að trúa á þau verkefni sem við erum að vinna að. Þó álver sé mikið til umræðu og við höfum sannarlega barist mikið fyrir því, þá er hægt að nefna kísiliðjudæmið, uppbyggingu á Ásbrú, gagnaverið, sjúkrahúsið, jarðauðlindagarð á Reykjanesi og Keili. Þetta eru allt stór verkefni sem við höfum verið að vinna að og auðvitað leggja til fjármuni í með einum eða öðrum hætti. Ef menn tala um bruðl væri mjög gott að fá að vita hvaða bruðl það er. Ef það er bruðl að leggja í atvinnufjárfestingu, ef það er bruðl að byggja Akurskóla, bæta umhverfi og að- stöðu til menningar og listastarfsemi þá er ég einfaldlega ekki sammála. Hins vegar er ég alveg sammála um það þegar við horfum nú yfir góðærið, skyndilegt brotthvarf varnarliðsins og hruntímabilið þá hefðum við gert margt öðruvísi nú. Það er bara eðlilegt að viðurkenna það og auðvitað hefðum við ekki farið í uppbyggingu ákveðinna hverfa hefðu menn gert sér grein fyrir framhaldinu. Við hefðum til dæmis mjög líklega endurskoðað ákvarðanir okkar um hverfauppbyggingu hefðum við vitað að varn- arliðið væri að fara og við værum að taka við 1800 íbúðum árin 2006-2007. Þannig að þetta hefur allt sínar skýringar. Það er eðlilegt að gagnrýna og maður verður að hlusta á það. Sumt á rétt á sér en varðandi fullyrðingar um bruðl í framkvæmdum hef ég einfaldlega spurt hvað það sé? Hvaða dæmi eru það sem eru svona hræðilega stór og mikil og út í hött að þau séu að hafa alvarleg áhrif á þessa stöðu okkar. Við höfum fjárfest í atvinnulífinu. Við höfum fjár- fest í innri gerð samfélagsins, skóla- og umhverfismálum. Skuldir hafnarinnar hafa verið mikið í umræðunni, hvað segirðu um stöðuna þar. Þetta er eitt af því sem að minni- hlutinn hefur verið að hamra á ykkur með fyrir skulda- stöðuna. Þetta er stóri pakkinn í skuldunum, fjárfest- ingin í höfninni, 5,3 milljarðar og höfnin er engan veginn að standa undir því að greiða afborganir af þessari tölu. Þannig að skuldin vex ef ekki koma til rekstrartæki- færin sem við höfum stefnt á, eins og kísilverið. Þá förum við að hafa upp í þennan kostnað. Það fer ekkert á milli mála að það er uppbyggingin sem kemur á undan atvinn- unni. Það þarf að fjárfesta í atvinnulífinu og höfnin er svo sannarlega gríðarlega stórt tækifæri. Það sem er að valda okkur vanda eru þessar tafir því að peningarnir sitja ekki án ávöxtunar hjá lánveitendum. Flest af þessum verkefnum sem við höfum verið að vinna með höfnina hafa verið fjár- mögnuð með skammtímalánum og það var einfaldlega ekki búið að færa þau yfir í langtímalán þegar kreppan skall á. Allir eru á því að þetta sé mjög gott verkefni og lífeyr- issjóðirnir og aðrir tilbúnir að lána með mjög jákvæðum hætti. Svo skellur kreppan á og það er erfitt að fá langtíma- fjármögnun og það er erfitt að fá lífeyrissjóði að borðinu nema með því að gera fulla grein fyrir stöðunni. Þá fund- um við auðvitað fyrir þessari vantrú, hún hefur sem sagt breitt úr sér og menn voru ekkert sannfærðir um að það væri eitt eða neitt að gerast í Helguvík og þar með kemur þetta hik. Vonandi erum við nú að sýna fram á hvernig þessi verkefni skila árangri og þá munu lífeyrissjóðirnir og þeir sem hafa verið að lána okkur vonandi framlengja og semja við okkur áfram. Það er það sem er í gangi núna. Nú hefur verið talsvert talað um erfiða stöðu bæjarfélags- ins og verið nokkuð vond umræða um bæjarfélagið eftir kreppu. Þið hafið þurft að grípa til aðhaldsaðgerða, meðal annars að minnka starfshlutfall. Við heyrðum í starfs- manni fyrir nokkru síðan á bæjarskrifstofunni sem sagði að mórallinn væri ekki góður. Hvað segir þú um það, þetta hlýtur að hafa verið erfiður tími? Já, já, þetta hefur auðvitað verið erfiður tími fyrir alla sem eru að taka á sig svona skerðingar. Við lögðum áherslu á það að lækka kostnað, sérstaklega í stjórnsýslunni. Það hefur auðvitað verið erfitt fyrir margan starfsmanninn þar og víðar en ég hef reyndar sagt á móti að það er betra að hafa starf í dag heldur en ekki. Við höfum þess vegna lagt áherslu á að allir taki þátt í þessu með því að skerða laun og skerða starfshlutfall og ég held að það hafi tekist mjög vel. Ég heyri það hjá öðrum sveitarfélögum að þau eru mikið að spyrja okkur hvernig þetta hafi verið því að í raun og veru hefur þetta gengið ágætlega. Starfsandi er góður hér en þetta var erfitt um áramótin og í kringum þann tíma þegar þetta var allt að gerast eins og menn þekkja í öðrum fyrirtækjum. Það er ekkert skemmtiefni að standa í svona hagræðingum og því eðlilegt að það hafi eitthvað kom- Þetta er stóri pakkinn í skuldunum, fjárfest- ingin í höfninni, 5,3 milljarðar og höfnin er engan veginn að standa undir því að greiða afborganir. Niðurstaðan er mjög ásættanleg, 600 millj. kr. hagnaður eftir fjármagsliði og af- skriftir. Upphæð sem við getum notað til að greiða niður skuldir. Fjárfestingar í atvinnumálum eru ekki bruðl ›› Árni Sigfússon fer yfir stöðu mála hjá Reykjanesbæ og lítur yfir farinn veg á tæpum áratug í bæjarstjórastóli Hann kom til Reykjanesbæjar fyrir tæpum áratug og fékk sparirúnt um bæinn með nokkrum sjálfstæð- ismönnum sem vildu fá hann sem næsta bæjarstjóra- efni. Þó sparirúnturinn hafi ekki sagt nema litla sögu af bæjarfélaginu og Árni og fjölskylda hafi ekki verið alveg jafn sannfærð í næsta bílrúnti um bæinn þar sem mal- argötur og fleira óskemmtilegt hafi birst fjölskyldunni þá lét hann til skarar skríða og tók tilboði sjálfstæð- ismanna í Reykjanesbæ um að koma í bítlabæinn. Hann fékk fljúgandi start og stýrði sjálfstæðismönnum til stærstu sigra í næstu tveimur bæjarstjórnarkosn- ingum og vann svo þann þriðja í kosningunum í fyrra, þeim fyrstu eftir kreppu. Fyrstu sex, sjö árin fyrir kreppu voru glanstímabil hjá bæjarstjóranum og hans félögum í meirihluta bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar en svo kom kreppan með tilheyrandi skelli og leiðindum. Erfiðir tímar tóku við og nú berst bæjarstjórinn á hæl og hnakka í atvinnuupp- byggingu, skólamálum, atvinnuleysi og erfiðri baráttu við ríkisstjórn sem vill lítið við hann sælda. Hann hefur hitt bæjarbúa að undanförnu á íbúafund- um sem hann hefur haldið frá því hann gerðist bæj- arstjóri. Víkurfréttir fengu klukkutíma með kappanum síðasta laugardag og röktu úr honum garnirnar eins og sagt er. TEXTI: Páll Ketilsson myNdIr: ljósmyndarar VF.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.