Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 20
20 Miðvikudagurinn 20. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þröngt mega sáttir sitja Við gerð fjárhagsáætlunar á síðasta ári fóru menn að velta þessu fyrir sér fyrir alvöru enda hafði starf- semi fræðsluskrifstofunnar verið á þremur stöðum. „Við ræddum þetta við starfsfólkið og það voru allir sammála um að það væri til þess vinnandi að vera öll undir sama þaki og spara fimm milljónir króna á ári fyrir bæjarsjóð án þess að skerða þjónustu. Við ákváðum því að setja undir okk- ur hausinn og þröngt mega sáttir sitja,“ segir Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar í samtali við Víkurfréttir. Gylfi Jón segir þetta vera nýja hugs- un í starfinu. Sálfræðiþjónustan gengur út á það að það þurfi að hafa viðtalsaðstöðu og svo frv. Grunn- skólalögin segja að sérfræðiþjón- ustan eigi að fara fram eins og hægt er innan veggja skólans þannig að viðtalsherbergin eru einfaldlega í skólunum. Við höfum síðan verið með sálfræðilegar prófanir hér og talmeinaþjónustu að mestu leyti og kennsluráðgjafarnir hafa verið með sín próf hér líka. „Niðurstaðan er sú að við erum öll undir sama þaki og það skilar sér í auknum afköstum ›› Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar í gamla barnaskólanum við Skólaveg: Gamli barnaskólinn er kominn með nýtt hlutverk og tengist aftur skólastarfi í bænum. Ástæðuna má rekja til þess að þegar starfsmenn fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar leituðu leiða til hagræðingar var þeirri hug- mynd kastað fram að sameinast undir einu þaki í barnaskólanum. Hugmynd- inni hafði reyndar verið kastað fram áður. Það var vitað að þröngt yrði um starfsmenn í gamla skólahúsinu en starfsmenn Reykjanesbæjar eru hins vegar orðnir vanir þrengslum og því var ákvörðun tekin um að fræðsluskrifstofan færi á Skólaveginn í gamla barnaskólahúsið. Það hafði staðið autt um tíma en þar var síðast Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Blaðamaður Víkurfrétta kíkti í gamla barnaskólann og hitti þar fyrir þá Eirík Hermannsson fræðslu- stjóra og Gylfa Jón Gylfason yfirsálfræðing. - og spara Reykjanesbæ fimm milljónir á ári Aukin Afköst og bættur stArfsAndi o g b æ t t u m starfsanda,“ segir Gylfi Jón Gylfason yf- irsálfræðing- ur Reykjanes- bæjar. „Við það að koma öll aftur u n d i r s a m a þak verður frjórri fagleg umræða og hún verð- ur þvert á sérfræði- sviðið. Sálfræðingar, kennsluráðgjafar, sér- kennsluráðgjafar og talmeinafræð- ingar setjast hér saman í kaffitím- um og það verður meiri gróska í umræðunni sem var á gamla staðnum í Kjarna þegar við vor- um þar öll undir sama þaki. Það kvikna hugmyndir í kaffitímanum sem er auðvelt að þróa áfram,“ segir Eiríkur. Í dag eru tólf starfs- menn Reykjanesbæjar í húsinu en sá þrettándi er í leyfi. 100 ára gamalt skólahús „Svo er þetta örugglega líka húsið. Þetta er 100 ára gamalt skólahús. Það er skemmtilegt að taka á móti fólki hér. Það kemur bros í andlitið á því og það koma fram æskuminn- ingar því svo margir íbúar Suður- nesja hafa stigið sín fyrstu skref í skóla hér,“ segir Gylfi. Hann og Eiríkur eru sammála að þeir finni fyrir góðum anda í hús- inu og finnst skemmtilegt að húsið hafi fengið þetta hlut- verk, að hýsa yfirstjórn fræðslusviðs Reykjanes- bæjar og sérfræðiþjón- ustuna. „Eitt af því sem var al- gjörlega nauðsynlegt til að við gætum lif- að það af að búa svona þröngt, var að það þyrftu að vera nægilega mörg fundarherbergi. Það var ekki þegar við komum hingað þannig að við breyttum einu klósettinu í fundaraðstöðu. Eft- ir það hefur það alveg sérstaka merkingu hér þegar sagt er: Viltu koma með mér á klósettið?“ segir Gylfi Jón. Gylfi Jón er með minnstu skrif- stofuna í húsinu en þar var gamli dúkkukrókurinn áður í barnaskól- anum, þar sem stúlkurnar komu saman og léku sér með dúkkur. Skrifstofa yfirsálfræðingsins er örugglega sú minnsta sem maður Fjölgun tæki- færa til fram- haldsnáms í Reykjanesbæ Á íbúafundi með bæj-arstjóra Reykjanesbæjar að Ásbrú á fimmtudags- kvöld voru ýmsar fróðlegar upp- lýsingar veittar um mennt- un og aukin tækifæri til framhaldsnáms. Í máli Árna bæjarstjóra kom fram að mikil aðsókn hefur verið að Fjölbrautaskóla Suður- nesja á undanförnum árum og komast að færri en vilja. Yfir 1000 nemendur er þar við nám. Með tilkomu Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs að Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur tækifærum til framhaldsnáms fjölgað verulega. Þar bjóðast námstilboð tengd flugi og flug- tækni, orku og tæknifræði og heilsu auk háskólabrúar sem ætlað er að brúa bilið frá náms- stöðu nemanda yfir í háskóla- nám. Háskóli Íslands er bakhjarl Keilis í undirbúningi námsfram- boðs og útskrifar nemendur á háskólastigi. Keilir hefur út- skrifað um 720 nemendur og þar af um 400 af háskólabrú. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum hefur undanfarin ár boðið fjarnám á háskólastigi í samstarfi við háskólann á Akureyri við mjög góðan orð- stír. Kennaramenntun, hjúkr- unarfræði og viðskiptafræði hafa verið á meðal námsgreina og fjöldi Suðurnesjamanna skilað góðum árangri og út- skrifast þannig frá HA. Í máli Árna bæjarstjóra kom einnig fram að Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur undan- farin ár verið að útskrifa nem- endur á framhaldsstigi og mikill metnaður bæjarfélagsins er til að styrkja þá starfsemi frekar strax og betur árar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er einn stærsti einstaki tónlistarskóli landsins. Síðast nefni Árni að mjög áhugavert væri að Listdansskóli Reykjanesbæjar fengi réttindi til kennslu á framhaldsstigi. Allur aðbúnaður og fagmennt- un kennara væri til mikillar fyrirmyndar og því mikilvægt að ná fram slíkri viðurkenn- ingu á næstu mánuðum. Árni taldi að þar með væri bjart framundan í möguleikum til framhalds- og háskólanáms á mörgum sviðum í Reykjanesbæ. Góður árang- ur Háaleit- isskóla í lestri Nemendur í 2. bekk Háa-leitisskóla á Ásbrú fengu hæstu einkunn á Læsis-prófi sem nýverið fór fram í skól- um á Suðurnesjum. Um er að ræða samræmt könnunarpróf sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu nemenda í lestri. Þess má einnig geta að síð- astliðið haust skilaði Háa- leitisskóli mjög góðum nið- urstöðum á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Allir kennarar skólans eru háskólamenntaðir en eins og greint var frá fyrir skemmstu hefur réttindakennurum við grunnskóla Reykjanes- bæjar fjölgað úr 70% í 95% á síðustu sex árum. ›› FRÉTTIR ‹‹ Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri Reykjanesbæjar í gamalli kennslustofu í gamla barnaskólanum, þar sem hann deilir í dag skrifstofu með öðrum starfsmönnum á fræðslusviði bæjarins. „Við það að koma öll aftur undir sama þak verður frjórri fagleg umræða og hún verður þvert á sérfræðisviðið“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.