Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 21
Miðvikudagurinn 20. apríl 2011 VÍKURFRÉTTIR 21 í hans stöðu hefur á norðurhveli jarðar og þó víðar væri leitað. Gylfi er samt sáttur, enda getur hann tek- ið á móti tveimur gestum á skrif- stofu sinni og boðið þeim sæti. „Þetta er svona 2011-skrifstofa,“ segir Gylfi og hlær. Erfiðari mál inn á borð skrif- stofunnar Verkefnum fræðsluskrifstofunnar hefur ekki fjölgað frá kreppu en hins vegar eru fleiri flókin mál í úrvinnslu. Gylfi Jón segir að starfs- menn barnaverndaryfirvalda hafi sömu reynslu. „Við erum að fá fleiri mjög erfið mál inn á borð til okk- ar,“ segir Gylfi Jón. Við flutninginn í gamla barnaskól- ann var allt verklag hugsað upp á nýtt og endurskipulagt og þann- ig hafa afköst aukist. Nú sé staðan sú að skrifstofan getur farið inn í sumarið með það að hafa lokið öll- um málum eða komið þeim í þann farveg að ástandið sé viðunandi. „Biðlistar eru að styttast með þess- ari hagræðingu sem við gerðum ef undan er skilið talmeinaþjónusta en þar er nokkur bið eftir þjón- ustu,“ segir Gylfi Jón. Starfsmenn Reykjanesbæjar hafa tekið á sig skert starfshlutfall sem þýðir fyrir fræðsluskrifstofuna að þar er samtals búið að skera nið- ur rúmlega eitt stöðugildi. Á sama tíma breytast lög og reglugerðir um sérfræðiþjónustu. Mannskap hefur verið fækkað á sama tíma og tal- að er um að nýja reglugerðin auki vinnuálag á sérfræðiþjónustu um 25 prósent. „Þetta hafa verið erfiðir tímar en við höfum komið stand- andi niður,“ segir Gylfi Jón. Í nýju reglugerðinni er aukin áhersla á eft- irfylgni og mat á skólastarfi sem fræðsluskrifstofan vinnur nú við að koma í viðunandi horf. Gott samstarf við félags- þjónustuna Fræðsluskrifstofan á í góðu sam- starfi við félagsþjónustuna í Reykja- nesbæ um barnaverndartengd mál. Oft eru þetta sömu viðskiptavinir sem eru hjá félagsþjónustunni og í skólunum og reynt er að vinna þau mál í samvinnu þessara aðila. Nálg- unin er reyndar ólík því lagaramm- inn sem unnið er eftir er ólíkur. „Sérfræðiþjónustunni okkar er fyrst og fremst ætlað að veita ráð- gjöf og stuðning vegna skólagöngu. Þar endar okkar lína. Aðkoman að heimilinu er hins vegar hjá fjöl- skyldu- og félagsþjónustunni. Ef að málið snýr meira að heimilinu eða fjölskyldunni, þá er það orðið þeirra bolti,“ segir Eiríkur og Gylfi Jón bætir við: „Við eigum þó samkvæmt lögunum að veita almenna uppeldisráðgjöf og það höfum við m.a. gert í gegn- um SOS-námskeiðin. Þar höfum við tekið 1500 íbúa á námskeið. Samstarfið við félagsþjónustuna er þannig að hver félagsráðgjafi er með sinn skóla og hver sálfræðing- ur með sinn skóla og við reynum að hafa samstarfið á persónulegu plani“. Árangur í agamálum Mikil vinna er í gangi með skól- unum og kennsluráðgöfum vegna læsis og lesskilnings. Sálfræðingar og fleiri eru með námskeið fyrir starfsfólk skólanna. Árangur fer batnandi og t.d. hefur á undan- förnum árum árangur Holtaskóla í lestri verið athyglisverðurog þar er mikið og gott samstarf við for- eldra. Gylfi Jón segir að nemendum í Reykjanesbæ líði almennt vel og í skólunum sé verið að ná góðum árangri á ýmsum sviðum. Eiríkur segir að horft sé í niðurstöður sam- ræmdra prófa og PISA kannana til að sjá hvar veikleikarnir og styrk- leikarnir séu og hvernig bregðast megi við með skólunum. Nú er einnig mikil vinna í skólnum þar sem tekið er á agamálum og ná aga í ásættanlegt horf. Sú vinna gengur vel og hafa foreldrar haft á orði að þeir sjái umtalsverða breytingu til batnaðar. Um leið og árangur hefur náðs í agamálum eru tækifæri til að auka enn frekar námsárangur. hilmar@vf.is 15053 – ÞVOTTUR Á LÍNI FYRIR HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Ríkiskaup, fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, óska eftir tilboðum í þvott á líni. Um er að ræða þvott á líni og frágang þess, þ.m.t. samanbrot, til afhendingar á línlager í þvottahúsi sjúkrahússins að Skólavegi 8, Keflavík. Ekki er gert ráð fyrir þvotti á einkafatnaði sjúklinga. Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum þeim gögnum sem þar er vísað til. Útboðsgögn eru rafræn og aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is eigi síðar en 20. apríl. Opnunartími tilboða er 31. maí kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ■ Verkefnum ekki fjölgað frá kreppu en málin orðin erfiðari. ■ Fara inn í sumarið með hreint borð. Gylfi Jón er með minnstu skrifstofuna í húsinu en getur þó boðið tveimur gestum sæti. Gylfi Jón Gylfason, Gyða Arnmundsdóttir og Dröfn Rafnsdóttir í gamla barnaskólanum. „Við ræddum þetta við starfsfólkið og það voru allir sammála um að það væri til þess vinnandi að vera öll undir sama þaki og spara fimm milljónir króna á ári fyrir bæjarsjóð án þess að skerða þjónustu. Við ákváðum því að setja undur okkur hausinn og þröngt mega sáttir sitja,“ segir Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. TEXTI OG MYNDIR Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.