Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagurinn 26. maí 2011VÍKURFRÉTTIR ›› FRÉTTIR ‹‹ Íslensk stjórnvöld munu í þess-ari viku eiga fund með Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) þar sem sérstök áhersla verður lögð á atvinnumál á Suðurnesjum þegar rætt verður um málefni gagnavers á Ásbrú og hvaða þýðingu uppbygging gagnavers mun hafa á svæðinu. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráð- herra, á opnum fundi Samfylkingar- innar í Reykjanesbæ á laugardag. Sagði hún að niðurstaða ESA ætti að liggja fyrir í júní. Forsvarsmenn gagnaversins hafa upp- lýst iðnaðarráðuneytið um að vel gangi að afla viðskiptavina fyrir gagnaverið en öllu máli skipti að fá jákvæða niðurstöðu hjá ESA svo fjármögnun verkefnisins gangi eftir. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í nóvember sl. að hefja formlega rannsókn á stuðningi íslenska ríkisins og Reykja- nesbæjar við fyrirtækið Verne Holdings ehf. í tengslum við byggingu gagnavers í Reykjanesbæ. Fram kemur á vef ESA, að eftir forathugun málsins hafi stofnunin efasemdir um að ríkisaðstoð sú, sem felist í fyrirhuguðum undanþágum frá sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélags, samrýmist EES samningnum. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA hinn 1. september 2010 um að ríkið og Reykja- nesbær hygðust veita Verne aðstoð til að byggja upp gagnaverið og vísuðu til undanþágureglna EES samningsins um byggðaaðstoð. Alþingi samþykkti í júní 2010 lög, sem heimila íslenskum yfirvöldum að ganga til fjárfestinga- samnings við Verne sem myndi veita félaginu undanþágu frá ýmsum sköttum og gjöldum. Já eflir þjónustuver í Reykjanesbæ Já ætlar að efla þjónustuver fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Það mun gerast í framhaldi af því að þjónustuveri fyrirtækisins á Akureyri verður lokað. Hluta þess starfsfólks sem missir vinnuna á Akureyri verður boðin vinna í Reykjanesbæ. Aðgerðirnar koma til framkvæmda í haust. Nú starfa um 120 manns hjá fyrirtækinu, sem annast rekstur 118, vefsvæðisins já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar. Karlmaður synti til hafs og kona í höfnina Tveir starfsmenn Brunavarna Suðurnesja [BS] ásamt lögreglumanni björguðu lífi karlmanns aðfaranótt sunnudagsins 15. maí. Maðurinn hafði farið í sjóinn við Ægisgötu í Keflavík og synti til hafs. Starfsmenn BS og lögreglu klæddust flotgöllum og syntu á eftir honum og náðu að koma honum til bjargar en ekki mátti tæpara standa með þá björgun. Var maðurinn orðinn mjög þrekaður og reyndist mjög erfitt að koma honum á þurrt í grjóthleðslunni við Ægisgötuna. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra, var maðurinn nærri drukknaður en hann mun hafa farið tvisvar sinnum niður áður en björgunaraðilar náðu honum. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann var orðinn mjög kaldur eftir sundferðina. Björgunarmenn voru rétt komnir úr þessu útkalli á stöð þegar annað útkall barst frá Neyðarlínunni en þá hafði kona farið í Keflavíkurhöfn. Þegar til kom náði hún að komast til lands köld og hrakin. Hún var flutt á HSS til skoðunar. Félag Stofnfjáreigenda í Sparisjóðinum í Keflavík fundar í kvöld Fundur verður hjá Félagi stofn-fjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík í dag, fimmtudag, kl. 18 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna. Kynning á rannsókn- arvinnu stjórnar. Staða lánamála stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfjárbréfum og ýmis önnur mál verða rædd sem hvíla á félögum samtakanna, segir í tilkynningu frá Félagi stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík. Tölvum og lyfjum stolið frá Þroskahjálp Brotist var inn í Ragnarssel dagvistun fyrir fötluð börn í síðustu viku. Gluggi hafði verið spenntur upp á skrifstofu stjórnanda Ragnarssels og þaðan teknir tveir tölvuturnar af gerðinni HP Compaq og einum tölvuskjá af gerðinni Dell. Vídeó-upptökuvél var einnig stolið af Canon gerð. Einnig var tekinn sjón- varpsflakkari sem hýsti mikið af ljósmyndum og öðru efni sem starfsfólk vill endilega endur- heimta. Starfsmaður Ragnarssels sagði í samtali við VF að tölvurnar sem slíkar skiptu kannski ekki höfuðmáli, heldur innihald þeirra, en mikið af mikilvægum upplýsingum er á tölvunum. Lyf voru einnig tekin af staðnum, m.a. rítalín og smáræði af peningum. Viljum við endilega benda fólki, sem gæti haft upplýsingar um málið, að hafa samband við lög- regluna. Hótel Keflavík við Vatnsnesveg í Keflavík var rýmt á tólfta tímanum á laugdardag vegna elds sem kom upp í þvottahúsi hótelsins. Slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja slökkti eldinn. Það var á tólfta tímanum á laugardag sem brunaviðvörunarkerfi hótelsins fór í gang en á sama tíma gaus upp mikill reykur á bæði veitingastað hótelsins og í afgreiðslu. Jón William Magnússon, eigandi hótels- ins, sagði í samtali að eldurinn hafi komið upp í rafmagni í þvottahúsinu. Eldurinn hafi logað í fölsku lofti ofan við þvottavélar og hefur örugglega kraumað þar í nokkra stund áður en viðvörunarkerfi fór í gang. Nokkur reykur var í afgreiðslu og á veit- ingastað hótelsins, sem stendur fyrir ofan þvottahúsið. Allir gluggar og hurðir voru opnaðir til að reykræsta hótelið. Ekki þurfti að flytja gesti á önnur hótel vegna brunans. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist vera alveg sæmilega bjartsýn á álver í Helguvík og að af verkefninu verði. Þetta kom fram á opnum fundi Sam- fylkingarinnar í Reykjanesbæ um nýliðna helgi. Jóhanna er þeirrar skoðunar að þegar niðurstaða verði fengin í orkukaup fyrir tvo fyrstu áfanga álversins, þá geti framkvæmdir farið af stað. Staðan sé núna sú að HS Orka og Norðurál séu við samninga- borðið og þokist nær niður- stöðu. „Þessar framkvæmdir munu skapa hér fljótlega hátt í 2000 störf sem mun verulega slá á atvinnuleysi og skapa hag- vöxt,“ sagði Jóhanna og bætti við að gert væri ráð fyrir þessum framkvæmdum í ný- gerðum kjarasamningum. Samningaviðræður HS Orku og Norðuráls eru aðal grund- völlur þess að verkefnið nái fram að ganga. „Ef að þær takast þá tel ég að við séum komin vel á veg. Þetta eru bæði einkafyrirtæki og í eigu erlendra móðurfélaga. Þau bera hins vegar mikla sam- félagslega ábyrgð á svæðinu að mínu mati. Það er því mikil- vægt að Norðurál og HS Orka semji um þessi ágreiningsmál sín á milli og hafi í huga að þau hafa hér ákveðnar skyldur,“ sagði Jóhanna á fundinum. Hún nefndi einnig aðkomu lífeyrissjóða að Orkuveitu Reykjavíkur og mögulega orkusölu OR til álversins í Helguvík. Einnig talaði Jó- hanna um mögulega 150 mega- vatta orkusölu Landsvirkjunar til álversins. Jóhanna sagði að stjórnvöld ættu ekki að skipta sér af orkusölu Landsvirkjunar og treysta ætti fyrirtækinu til að semja um orkumál með hag eigenda sinna að leiðarljósi. Björgvin G. Sigurðsson, al- þingismaður, sagðist á fund- inum á laugardagsmorgun vera bjartsýnni en oft áður á verkefnið eftir símtal sem hann átti við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls á laugar- dag, þar sem hann hafi fengið nýjustu stöðuna á verkefninu í Helguvík. Björtustu vonir manna væru að framkvæmdir færu á fullt í Helguvík síðar á árinu. Eigendur HS Orku og Norðuráls hafa átt fundi í New York að undanförnu til að reyna að komast að niðurstöðu í orkumálum og koma þannig í veg fyrir að gerðardóm í Sví- þjóð þurfi til að fá niðurstöðu í samninga. Hafa miklar samfélagslegar skyldur á Suðurnesjum ›› Forsætisráðherra um Norðurál og HS Orku: Ræða við ESA um atvinnumál á Suðurnesjum Hótel Keflavík rýmt vegna elds

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.