Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagurinn 26. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Uppáhalds Matur: Lambahryggur Bíómynd: The Last Song og Coach Carter Sjónvarpsþáttur: Svo margir en CSI:Miami og 90210 Veitingastaður: Langbest, bara af því brauð- stangirnar þar eru svo góðar Tónlist: Svo margir en Drake stendur upp úr! Vefsíðan: Facebook! Íþrótt: Körfubolti auðvitað Íþróttamaður: Kobe Bryant og Shannon Brown Þetta eða hitt Kók eða Pepsi: Drekk ekki mikið af þessu en ég myndi frekar velja kók Morgunblaðið eða Fréttablaðið: Fréttablaðið því ég hef lesið það oftar haha Hamborgari eða pizza: Pizza, borða ekki hamborgara Vatn eða mjólk: Vatn því mjólk er bara góð ef það er kakó í henni Cocoa Puffs eða Lucky Charms: Bæði gott en held ég velji Cocoa Puffs Maggi Mix eða Nilli: Nilli því ég er komin með meira leið á Magga Abercrombie eða Hollister: Hollister því ég á fleira frá því Justin Bieber eða Usher: Justin Bieber því hann er sætari Makki eða PC? Mac, því ég á svoleiðis elsku Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunn- ar: Facebook eða Twitter: Facebook því ég nota það meira lokaspUrningar: Hvað ertu að hugsa núna? Hvað það verður skemmtilegt í sumar! Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Ekki hugmynd Hver eru helstu áhuga- málin þín? Körfubolti Hvað finnst þér um eldgosið? Mér finnst það leiðinlegt fyr- ir fólkið og dýrin sem þurfa að fá alla öskuna til sín Hvað viltu spyrja næsta grunn- skólanema vikunnar að? Ferðu til útlanda í sumar? grUnn VikUnnar skÓlaneMi Birta dröfn Jónsdóttir 9. HE HEIÐARSKÓLA UMsJÓn: páll orri pálsson ›› Eitt af nýsköpunarfyrirtækjunum á Suðurnesjum er Spiral. Hannar og framleiðir kvenfatnað: Spiral er eitt af nýsköpunar-f yrirtækjunum á Suður- nesjum. Það varð til í kreppunni. Oft er sagt að sköpun verði meiri í efnahagsþrengingum. Það varð að vísu ekki kveikja að Spiral því þær voru báðar með vinnu. Íris hefur verið myndlistarkennari í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í ellefu ár og Ingunn hefur undanfarið verið flugfreyja og starfað hjá IGS flug- þjónustunni. En fatahönnunin hefur blundað í þeim báðum og svo virðist sem örlögin hafi komið þeim saman í þessu dæmi en þær hafa verið vinkonur í mörg ár. Íris hafði stundað myndlist með kennslunni í mörg ár og gert myndir sínar í þrívídd sem sam- samar sig vel með fatahönnuninni. Hún rifjar það upp að þegar hún hafi verið yngri hafi hún oft setið langtímum saman yfir mömmu sinni sem var mikil saumakona. Fyrir nokkru kviknaði meiri áhugi á fatahönnun hjá henni og hún fór í textílnám og einnig á námskeið hjá klæðskerameistara. Og keypti sér alvöru saumavél. Hönnun og sköpun var einnig í blóðinu hjá Ingunni. Hún rifjar það upp að þegar hún hafi verið 13 ára hafi hún haft mikinn áhuga á saum og gert mikið af því. Segist meira segja hafa sniðið og saumað djammföt fyrir sig og vinkonur sínar. Hún fór í innanhússtílist- anám í Tækniskólanum og þá hefur tenging hennar við fyrirtækið Ál- nabæ sem tengdafjölskylda hennar á haft sitt að segja en það er eitt það þekktasta á sviði vefnaðarvöru og gluggatjalda hér á landi. Fyrstu alvöru Spiral skrefin voru stigin í saumastofu Álnabæjar í Keflavík en tengdaforeldrar Ing- unnar, þau Guðrún og Magni í Álnabæ hafa verið þeim innan handar við efniskaup og ráðgjöf á þessu fyrsta ári. „Við byrjuðum þar á kvöldin og síðan þegar við vorum búnar að sauma slatta af flíkum fengu vinkonur okkar auðvitað að sjá þær og þar fengum við strax mjög góð viðbrögð,“ segja þær Íris og Ingunn og það liggur ekki á svarinu þegar þær eru spurðar hvernig standi á því af hverju konur hafi svona mikinn áhuga á fötum. „Karlar hafa áhuga á íþróttum, konur á fötum. Er það ekki,“ sögðu þær nánast í kór og horfðu beint í augu VF ritstjórans. Aðspurðar um hvaðan hugmynd- irnar komi og innblásturinn í hönnuninni segja þær margt koma til. „Alls staðar úr umhverfinu. Þetta bara kemur einhvern veginn. Markmiðið okkar var að hanna föt á hina venjulegu konu og horfa til þess að konur eru misjafnlega byggðar. Við höfum fengið konur á ýmsum aldri og í öllum stærðum, ef við getum orðað það svo, til að sýna á tískusýningum og það hefur gengið mjög vel,“ segir Íris og Ing- unn bætir við: „Við höfum horft nokkuð til Viktoríutímabilsins í okkar hönnun og viljum sjá kjól- ana rykkta í miðjunni en leggjum áherslu á klassískan og þægilegan fatnað sem hægt sé að vera í við hin margvíslegu tækifæri. Sjáðu, eins og til dæmis þessi kjóll sem er í raun þrjár flíkur, “ segir Ingunn og stendur upp og útskýrir hvernig Ævintýri líkast -segja þær Íris Jónsdóttir og Ingunn Yngvadóttir sem hella sér í fyrirtækjarekstur af alvöru eftir eitt ár í aukavinnu „Þetta hefur verið ævintýri líkast. Ein lítil kvöldstund við saumavélina er orðin að alvöru fyrirtæki og nú snúum við okkur að þessu af fullum krafti eftir að hafa sinnt þessu í aukavinnu fram að þessu,“ segja þær Íris Jónsdóttir og Ingunn Yngvadóttir í fatahönnunarfyrirtækinu Spiral sem fagnaði eins árs afmæli nýlega. kjóllinn hennar geti verið á þrjá vegu, enda sé nafnið á honum „hó- kus-pókus“. Með einu handbragði sé hægt að galdra fram þrjár mis- munandi flíkur. Á þessu ári hafa þær Spiral kon- ur ekki haft undan að framleiða fatnað en þær hafa haft gott fólk og fyrirtæki með sér í framleiðslunni og þá hafi Spiral merkið fengið auka „stjörnu“ þegar Fríhöfnin tók það í sölu. „Við höfum alls staðar fengið svo góðar móttökur og fyrir það viljum við þakka. Það er með miklum ólíkindum en svo skemmtilegt.“ Nýlega fékk Spiral einnar milljón krónu styrk sem notaður skyldi til markaðssetningar og hluti af því verkefni var að koma upp heima- síðu. Því verkefni er nýlokið og var síðan kynnt á ársafmæli sem haldið var í húsakynnum Spiral við Hafnargötu 6 í Keflavík. Í sama húsnæði voru fyrir rúmum tuttugu árum bæjarskrifstofur Keflavíkur og SBK. Í hvelfingu í einu her- berginu þar sem sjá má stóra og mikla „peningaskáps“-hurð geyma Spiraldrottningarnar gullþræði fyrirtækisins þar sem gullkrónur og skjöl Keflavíkurbæjar voru áður. Þær viðurkenna að þær hafi stóra drauma í framtíðinni. Nú þegar sé Spiral fatnaður seldur í Fríhöfn- inni, hjá þeim sjálfum í Keflavík og í Reykjavík en einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Reykjavíkur- svæðið sé þó ennþá nánast ósnert. Þá séu í skoðun nýir spennandi möguleikar í framleiðslunni. „Við hlökkum til að vakna á morgnana. Það er svo gaman að vera að skapa nýja hluti á hverjum degi,“ sögðu þær Íris og Ingunn að lokum. Ingunn og Íris spjölluðu við gesti í afmælinu. Margir góðir gestir voru í afmæl- ishófinu. Leynigestur var Sigríður Klingenberg. Fleiri myndir eru í ljós- myndasafni á vf.is. Fyrirsæta í Spiral fatnaði. Ljósm. Gunnar Gestur Geirmundsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.