Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 23
Fimmtudagurinn 26. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 23 Sandra Lind Þrastardóttir byrj- aði árið 2007 að æfa körfubolta en hún verður 15 ára síðar á þessu ári. Sandra sem er 1,80 cm á hæð leikur ýmist sem mið- herji eða framherji svona eftir því hvaða flokki hún leikur þá stundina. Sandra er hluti af 9. flokk kvenna hjá Keflavík sem hafa ekki tapað leik síðan Sandra byrjaði að æfa fyrir fjórum árum, en hún segist ekki vita til þess að liðið hafi yfir höfuð tapað. Hún æfir einnig með þremur öðrum flokkum en sínum aldursflokki en þeir urðu allir Íslandsmeist- arar á árinu, þeir eru 10. flokkur, stúlknaflokkur og Unglinga- flokkur. Sama sagan er með 10. flokk eins og þann 9. þær hafi farið ósigraðar í gegnum þetta tímabil og hampað Íslands- og bikarmeistaratitlinum. Sandra segir að þrátt fyrir allt þá eiga þær sér erfiða andstæðinga en í unglingaflokki hafa Snæfellingar gert þeim lífið leitt í gegnum tíðina. „Það var því ótrúlega sætt að vinna þær í Höllinni með skoti á síðustu sekúndu,“ segir Sandra en stelpurnar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum hætti í vetur gegn Snæfellingum. Einar Einarsson var þjálfari þegar Sandra byrjaði á sínum tíma en hún segir að hann hafi í raun gert hana að þeim leikmanni sem hún er í dag, hjá honum lærði hún grunninn sem hún býr svo vel að í dag. Sandra æfir að jafnaði átta sinnum í viku og oftast er hugurinn við körfubolta. „Annað hvort er maður að spila leiki, hugsa um næsta leik eða að æfa, það kemst lítið annað að en körfubolti.“ Því er ekki úr vegi að spyrja hvernig skólinn gangi hjá Söndru? „Bara mjög vel,“ segir Sandra hógvær en hún er að l j ú k a v i ð grunnskóla núna í vor en hún var færð upp um bekk og klárar því ári á undan. Sandra sótti um í Verslunarskóla Íslands næsta haust en ef hún kemst ekki þar inn þá fer hún í FS. Hún ætti þó að vera með einkunnir til að komast inn í Versló því hún var með 9,4 í meðaleinkunn frá Myllubakka- skóla. Sandra segist í raun ekki eiga sér neina sérstaka fyrirmynd í körfuboltanum hér á Íslandi þó svo að hún dáist að árangri Hel- enu Sverrisdóttur sem hefur náð frábærum árangri í bandaríska háskólaboltanum og samdi nýlega við lið frá Slóvakíu. Varðandi framtíðaráform Söndru þá segir hún að draumurinn sé að taka eitt ár í framhaldsskóla hér og fara svo til Bandaríkjanna og leika þar í framhaldsskóla og í framhaldinu í Háskóla á skóla- styrk þar ytra. Sannarleg háleit og metnaðarfull markmið hjá þessari efnilegu stúlku. Hvað telur þú vera lykilinn að góðum árangri hjá ykkur í Kefla- vík? „Munurinn liggur held ég fyrst og fremst í grunnatriðum körfuboltans, ég hef jafnvel tekið eftir því þegar við leikum með landsliðinu þá er eins og stelpur úr öðrum félögum hafi ekki þá grunnþjálfun sem við búum að.“ Áhuginn er líka til staðar hjá fé- laginu og fjöldi iðkenda mik- ill. SPORTMOLAR Sjónvarpsþáttur: „Friends, auðvitað. Ég get endalaust horft á þá þætti.“ Íþróttamaður: Magic Johnson. Ég las bókina hans og fílaði hann bara eftir það, mér finst hann bara geggj- aður.“ Bókin: „Ég myndi segja að það væri ævisaga Magic Johnson.“ Tónlistin: „Wiz Khalifa er í uppá- haldi en annars hlusta ég mestmegnis á hip- hop og R n´B. Bíómyndin: Shawshank Redemption, hún er æðislega góð. Matur: „Það er humar og svo ef mig langar í skyndibita þá fæ ég mér Subway.“ Drykkur: „Ég verð að segja kók þó svo að ég ætli ekki að drekka kók fyrr en eftir að Norðurlanda- mótið er búið.“ Besti liðsfélaginn: „Sara Rún vinkona mín leikur með mér í öllum flokkum og er her- bergisfélaginn minn í landsliðinu, þannig að ég tel að við séum ansi nánar. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur: „Við skrimptum alveg en það hefur verið hallarekstur á flestum deildum okkar og nú er mun erfiðara að ná í styrki,“ sagði hann aðspurður um rekstur félagsins. „Við fáum fleiri iðkendur og það er bara jákvætt, fyrirtækin reyna hvað þau geta að styrkja okkur og þau munu koma sterkari til baka í betra árferði.“ Einar er ánægður með þá nýju félagsaðstöðu sem hefur verið byggð við íþróttahúsið við Sunnubraut. „Aðstaðan er til fyrirmyndar og það hefur verið gert vel við okkur þó alltaf sé hægt að gera betur.“ Gunnar Jóhannsson, formaður Kkd Keflavíkur: „Ég vil þakka fyrst og fremst góðu grunnstarfi hjá fé- laginu á löngu tímabili þann árangur sem náðst hefur hjá kvennadeild körfuboltans. Þótt að mikið af góðu fólki hafi komið að starfi félagsins þá hefur aldrei verið hnikað frá ákveðinni grunnlínu í starfi félagsins. Við höfum búið til okkar hugmyndir um það hvernig skuli ala upp góða körfuboltamenn og þar hefur stöðugleikinn verið að skila árangri. Framtíðin er því björt hjá Keflavík og ég myndi halda það, það yrði meiri- háttar klúður ef að við myndum ekki fylgja þessu eftir, og það er jafnframt mikil pressa á að halda starfinu áfram því það eru 7 yngri flokkar sem eru Íslandsmeistarar sem eiga síðar eftir að koma upp í meistaraflokk.“ Anna María Sveinsdóttir, fyrrv. leikmaður og þjálfari: „Það er ekki spurning að þetta er einstakur árangur,“ segir Anna María Sveinsdóttir ein albesta körfuknattleikskona sem Ísland hefur alið af sér. Anna segir að allt haldist þetta í hendur, áhugasamir iðkendur, góðir þjálfarar og fólk sem starfar í kringum félagið, þetta sé lykillinn að góðum árangri. Hún hvetur ungar stúlkur til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt þó ekki sé nema fyrir félagsskapinn því hún segir það ómetanlegt hve mikið af fólki maður kynnist í gegnum körfuboltann. Anna María á ekki von á öðru en að Keflvíkingar verði með topplið um komandi ár en auðvitað muni önnur lið reyna að krækja í leik- menn félagsins, l ið ið þur f i þó engu að kvíða því nóg sé af efniviði hjá félaginu. TAPLAUS frá upphafi ferilsins v Annað tap hjá Grindavík Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli þegar Þór/KA komu í heimsókn. Grindvíkingar komust yfir á 19. mínútu með marki frá Shaneka Gordon. En norðanstúlkur svöruðu um hæl með marki úr víti. Í síðari hálfleik skoruðu Þór/KA sitt annað mark og þar við sat, lokatölur urðu 1-2. Sigur í fyrsta heimaleik Keflvíkinga Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik sumarsins í 1. deild kvenna þegar Álftnesingar komu í heimsókn á laugardaginn. Keflvíkingar höfðu 1-0 sigur og markið skoraði Agnes Helga- dóttir í síðari hálfleik. Steinar Ingi- mundarson sagði Keflavík átt að bæta við mörkum en það sem skipti mestu máli sé að fyrstu stigin eru komin í hús, þrátt fyrir að liðið eigi töluvert inni. Aron Örn jafnaði metin Sandgerðingar fóru með sigur af hólmi er þeir tóku á móti Dalvík/Reyni á heimavelli í miklum markaleik. Gest- irnir komust yfir þegar 20 mínútur voru liðnar en Aron Örn Reynisson fyrir- liði jafnaði metin með laglegu marki úr langskoti. Heimamenn komust svo í 3-1 fyrir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Agli Jóhannssyni úr víti og Pétri Jai- dee. Reynismenn bættu svo við þremur mörkum í síðari hálfleik en þar voru á ferðinni þeir Birkir Freyr Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Ben Ryan Long og lokatölur 6-3. Sigurður Gunnar Sævarsson fékk svo að líta rauða spjaldið 10 mínútum fyrir leikslok. Dorrit Moussaieff fór á kostum í hófi sem haldið var Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfubolta kvenna til heið- urs í félagsheimili Keflavíkur í síðustu viku. Dorrit var sérstakur gestur og hún fékk afhentan Keflavíkurbúning sem hún klæddi sig í á staðnum, öllum viðstöddum til mikillar gleði. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags ávarpaði samkomuna og sagði árangur Keflavíkurkvenna einstakan og undir það tóku Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Árni bætti um betur og sagði: „Þetta er líklega heimsmet“. Keflavíkurstúlkur unnu alla Íslandsmeistaratitla sem voru í boði í vetur í 8 flokkum, frá 6. flokki upp í meistaraflokk. Liðin unnu líka alla bikarmeistaratitla nema einn. Hér er Dorrit með fyrirliðum allra flokka Íslands- meistara Keflavíkur í kvennakörfu í vetur. Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna 1988 ásamt fleirum úr körfuboltahreyfingunni. Einar með Jóhanni Magnússyni og Kára Gunnlaugssyni úr stjórn KEF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.