Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 26. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 13 ›› Útskálakirkja 150 ára: kvætt orð, en forsjárhyggja sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að komast af með lítið, getur verið mjög skynsamleg. Stundum eru aðstæður fólks þannig að það nær ekki að hafa yfirsýn yfir sín mál og sína hluti og þá verður oft miklu minna úr þeim krónum sem þó eru til skiptana en gæti kannski verið“. Mörg úrræði fyrir atvinnu- leitendur á Suðurnesjum Það er skelfilegt ef fólk er ekki hvatt til vinnu og að koma sér út í atvinnulífið. Það er hins vegar margt í gangi hér á Suður- nesjum. Ég get nefnt Virkjun á Ásbrú og mjög mörg tilboð fyrir fólk sem býr við alls konar að- stæður. Í Virkjun er unnið feyki gott starf sem hefur vaxið mjög hratt. Þar er starf sem tengist sjálfboðaliðum og sjálfboðaliðar sem taka að sér hin ýmsu verk- efni til að leyfa öðrum að njóta og njóta svo sjálfir. Það er til mikillar fyrirmyndar. Svo eru ýmis úrræði sem verið er að vinna í, félags- þjónustan, Vinnumálastofnun, umboðsmaður skuldara og fleiri. Allir þessir aðilar eru að reyna að hjálpa fólki að moka sig í gegnum þessa skafla. Þá skiptir líka máli fyrir fólk að leita aðstoðar fyrr en seinna“. Að leggja stoltið til hliðar „Stundum þarf að leggja stoltið til hliðar og leita eftir aðstoð, jafnvel bara til að gefa börnum sínum að borða. Það er fullt af fólki sem getur bara ekki hugsað sér að þiggja eitthvað slíkt. Ég hef nú stundum sagt við þetta fólk að það skuli bara gera það ef þörf er á en það geti SÍÐAN skilað því aftur þegar betur árar með því að styðja við Hjálparstarf kirkjunnar eða þá aðila sem hafa stutt við þá á einhverju ákveðnu tímabili í líf- inu. Fólk getur litið á þetta þannig að þetta sé tímabundin aðstoð sem það þarf og það hafi það að markmiði að geta skilað henni til baka síðar, þegar það hefur tök á. Með þessari aðferð er fólk aðeins afslappaðra að þiggja“. Stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur Séra Sigurður Grétar hefur ákveðnar skoðanir með unga fólkið sem er ekki á skólabekk og án vinnu, þá sem eru 16 til 18 ára og jafnvel upp í 25 ára aldur. „Það er í mikilli hættu. Ef ég verð misskilinn, þá fæ ég skammir. Ég hef hins vegar haldið því fram í erindum í hópum og af predik- unarstól að það er stórhættulegt að setja 18 ára krakka á bætur. Það er bara stórhættulegt. Það verður að leita allra annarra leiða áður en þau eru sett á bætur, þó svo þau eigi rétt á því. Ástæðan er sú að það er svo mikilvægt á mót- unarskeiði einstaklinga sem hafa færni, getu til vinnu eða náms, að þeir finni til samfélagsábyrgðar. Tökum sem dæmi einstakling sem býr í foreldrahúsum, á ekki börn og hefur mjög takmarkaða ábyrgð í lífinu, að ef viðkomandi einstak- lingur fer allt í einu að fá svolítið af peningum fyrir ekki neitt, þá hefur maður heyrt of mörg dæmi um það að einstaklingum finnist þetta bara fínt, finnist þetta bara í lagi. Það hvetur mann ekki til að byggja sig upp, því þetta er oft svo mikil skammsýni. Mög margir sem eru bara 18 til 19 ára eru með mjög takmarkaða framtíðarsýn. Þetta er að breytast nú með þeim hætti að nú verður öllum tryggð skólaganga upp að 25 ára aldri og það held ég að sé einn sterkasti leikurinn sem fólk getur gert ef það hefur ekki vinnu, að fara í skóla og leita sér að námi við hæfi því það eru ekki allir sem falla inn í hið hefðbundna norm eða hið almenna bóknám. Það eru mörg tilboð og það eru svo margir að- ilar sem eru tilbúnir að hjálpa og leiðbeina og veita ráðgjöf. Hjálpa manni að finna rétta hillu í lífinu. Það skiptir máli að halda unga fólkinu í rútínu og halda því í virkni þannig að það finni að það er að vaxa og það er smá saman að byggja eitthvað ofan á og fer að sjá tilgang og markmið. Maður hefur minni áhyggjur af einstaklingum sem verið hafa á vinnumarkaði og eru í tíma- bundnu atvinnuleysi. Þeir vita hvað er að vinna og vilja vinna og myndu stökkva á fyrsta tækifæri sem gefst. Svo hins vegar, sem er mikið áhyggjuefni, er sá hópur sem er búinn með sinn bótarétt og búinn að vera atvinnulaus í þrjú ár eða lengur. Þá er svo mikil hætta á að fólk missi vonina. Þar held ég að Virkjun hafi gert mikið gagn. Inn á milli eru einstaklingar sem ganga þar í endurnýjun lífdaga. Samfélagið hefur þroskast -Hvað með þá sem eru komnir á þann aldur að þeim finnst vinnu- markaðurinn hafna sér? „Ég held að viðhorfið gagnvart eldra vinnandi fólki hafi breyst til batnaðar á undanförnum árum. Það var æskudýrkun SEM komin VAR út í algjörar öfgar og það sáu menn nú ágætlega í banka- stjórastólunum og háum stöðum í bönkunum, þar sem guttar voru í mjög háum stöðum ný skriðnir úr námi með himinhá laun. Samfé- lagið hefur þroskast að því leytinu til að menn hafa áttað sig á því að fullorðið fólk er tryggt og traust vinnuafl. Það er eitt af því sem er nauðsynlegt við uppbyggingu okkar samfélags að allir, alveg á sama hvaða aldrei þeir eru, læri að bera virðingu fyrir öllum störfum og að öll störf þarf að vinna. Og að ekkert starf er of ómerkilegt til þess að það sé ekki unnið. Það hafa bara allir gott af því að grípa í eitthvað sem er allt öðruvísi en það sem þeir eru vanir að gera hversdags. Það er enginn sem á að vera yfir eitthvað hafinn,“ segir Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur að Útskálum í við- tali við Víkurfréttir. Viðtal og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Sóknarbörnum Útskálasóknar var boðið til veglegrar afmælisveislu í Garðinum um sl. helgi til að fagna 150 ára afmæli Útskálakirkju. Hátíðarmessa var í kirkjunni á sunnudag þar sem herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, tók þátt í athöfninni. Að lokinni messu var boðið til kaffisamsætis í Miðgarði, samkomusal Gerðaskóla. Þar var fjölbreytt dagskrá þar sem ungt tónlistarfólk flutti atriði og nemendur í Gerðaskóla settu upp helgileikinn Síðustu dagar Jesú. Í tilefni af afmæli Út- skálakirkju veitti Sveitarfélagið Garður einni milljón króna í stofnframlag í nýjan æskulýðssjóð Útskálakirkju og er sjóðnum ætlað að styðja við æskulýðsstarf kirkjunnar, sem hefur verið með myndarlegum hætti undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir eru teknar í afmælishófinu í Miðgarði þar sem kvenfélagskonur úr Gefn sáu um kaffiveitingar. Milljón í æskulýðsstarf Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, tekur við einna millj- ónar króna framlagi Sveitarfélagsins Garðs í æskulýðssjóð frá Ein- ari Jóni Pálssyni, forseta bæjarstjórnar. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup, pabbi hans Góa, mætti í afmæli Útskálakirkju. Kvenfélagskonur úr Gefn sáu um kaffiveitingar í afmæli Útskálakirkju. Margt góðra gesta var í 150 ára afmæli Útskálakirkju. Helgileikurinn Síðustu dagar Jesú var sýndur og þá söng hún Kolfinna frá Tónlistarskólanum í Garði tvö kraftmikil lög.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.