Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 26.05.2011, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagurinn 26. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Niðurstöður rannsóknar á innleiðingu PBS (Positive Behavioral Support) hegð- unarkerfisins í þremur skólum á Suðurnesjum voru á dögunum kynntar í Njarðvíkurskóla sem tók þátt í rannsókninni ásamt Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur PBS kerfisins á skólastarfið. Niðurstöður sýna til dæmis að eftir innleiðingu stefnunnar í skólana hafa jákvæð viðbrögð kennara á yngsta stigi gagnvart nemendum aukist úr um það bil 16% upp í um það bil 75%. Á sama tíma hefur óæskileg hegðun nemenda á skólatíma farið úr tæpum 60% niður í rúm 15%. Upplýsingar um breytingar á hegðun nemenda og kennara var aflað með svokölluðu beinu áhorfi sem fólst í því að háskólanemar fylgdust með samskiptum nem- enda og kennara í skólunum og skráðu þau áður en innleiðing hófst og fylgdust svo með hvernig innleiðingin gekk. Hvað er PBS? PBS hegðunarkerfið er hannað til þess að kenna og styrkja æskilega hegðun samhliða því að fyrir- byggja og draga úr erfiðri hegðun. Það er útskýrt nákvæmlega til hvers er ætlast af börnunum, æskileg hegðun kennd og við hana er stutt með umbunum eins og pappírsverðlaunapeningum. Nemendum er líka sagt frá hvaða afleiðingar óæskileg hegðun hefur í för með sér. Lögð er áhersla á að slík leiðrétting sé jákvæð og að hún hvetji barnið til að temja sér hina jákvæðu félagslegu hegðun og leiði því fyrir sjónir að því fylgir vellíðan bæði fyrir það og aðra. Aðferðum PBS er beitt í öllum aðstæðum í skólanum: Á skóla- lóðinni, í ferðalögum, umgengni á göngum, íþróttum og kennslu- stundum. Blaðamaður Víkurfrétta var á staðnum þegar niðurstöðurnar voru kynntar fyrir öllu starfsfólki skólanna á fjölmennum fundi í Njarðvíkurskóla og ræddi í kjölfar- ið við skólastjóra skólanna, Láru Guðmundsdóttur úr Njarðvík- urskóla, Jóhann Geirdal úr Holta- skóla og Guðrúnu Snorradóttur skólastjóra Myllubakkaskóla, Gylfa Jón Gylfason yfirsálfræðing hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæj- ar, Sigurð Þorsteinsson sálfræðing hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar, Kolbrúnu Ingibjörgu Jóns- dóttur meistaranema í sálfræði við Háskóla Íslands og Gabríelu Sig- urðardóttur dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, en þessir aðilar stóðu að rannsókninni og kynntu PBS fyrir skólastjórunum á sínum tíma. Alvarlegum agabrotum hefur fækkað mikið í skólunum „Við finnum miklar breytingar á hegðun nemenda og kennara. Töl- urnar eru alveg í samræmi við það sem við höfðum á tilfinningunni. Breytingin er mikil og ég er t.d. alveg hætt að tala við ólátabelgi eða taka einhvern á teppið eins og sagt er. Auðvitað er ekki búið að útrýma hegðunarvandamálum en með þessum niðurstöðum er mun auðveldara að greina þau,“ segir Lára Guðmundsdóttir. Jó- hann Geirdal tekur undir orð Láru þegar komi að því að takast á við óvæntar uppákomur. „Sífellt færri nemendur heimsækja skrifstofu mína vegna agabrota, þar af leið- andi gefst meiri tími til annarra verkefna,“ segir Jóhann. „Þar sem PBS hefur verið tekið upp í skólum erlendis hafa rannsóknir sýnt að þeir skólar hafa bætt náms- árangur sinn, sem kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Það að þurfa ekki að vera að kljást við hegð- unarvandamál allan daginn bætir að sjálfsögðu starfsumhverfi kenn- ara,“ segir Gabríela Sigurðardóttir. Skólastjórarnir segja í kjölfarið að auðvitað skili kerfið ekki sjálfkrafa betri námsárangri en kerfið skapi forsendur til að sinna aðalatriðinu í skólastarfinu, kennslu og uppeldi. Kolbrún segir það að nemendur viti til hvers sé ætlast til af þeim og það ætti að skila sér í betri náms- árangri, og geri það samkvæmt erlendum rannsóknum. Það sem kom Kolbrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur hvað mest á óvart var hve vel þessar niðurstöður komu út hjá elstu krökkunum og allir taka undir það. Lára telur það vera vegna þess að kennarar í unglinga- deildum hafi hingað til einbeitt sér að því að kenna sitt fag og ekki verið í því að umbuna eða hrósa nemendum sérstaklega. Jóhann skólastjóri Holtaskóla bætir því við að nemendur í eldri deildum hitti oft 6-8 kennara á dag sem eru jafn misjafnir og þeir séu margir. Nú er hins vegar kominn sami tónn hjá þeim öllum sem hafi mikil áhrif. Dregur úr kulnun meðal kennara Sigurður Þorsteinsson sálfræðing- ur hjá Fræðsluskrifstofu Reykja- nesbæjar segir að með innleiðingu stefnunnar verði skólabragurinn heildstæður. Allir fara eftir ákveðn- um viðmiðum og hegðunarvænt- ingum sem eiga að gilda innan skólans og kennarar og starfsmenn viti hvernig eigi að bregðast við æskilegri og óæskilegri hegðun nemenda sem veitir starfsmönn- um öryggi í starfi. „Við leggjum mikla áherslu á það að þetta er ekki eingöngu hugsað fyrir nem- endur, heldur líka fyrir starfsfólk skólanna.“ Sigurður bendir einnig á að óæskileg hegðun nemenda sé helsti þátturinn í starfskulnun kennara. „Kennarar vilja fyrst og fremst einbeita sér að því að sinna sínu starfi og við erum einfaldlega að skapa umhverfi sem gerir öllum auðveldara fyrir í að ná sem best- um árangri,“ segir Sigurður. Guð- rún segir að maður geti ályktað að bætt hegðun skili sér líka í betri líðan nemenda og starfsfólks. Rannsóknin er tímamóta- verk sem styrkir innra starf skólanna Gabríela segir þetta vera fyrstu viðamiklu rannsóknina hérlend- is með beinum áhorfsmælingum. Gylfi Jón bætir því við að rann- sóknin sé ótrúlega umfangsmik- il og sennilega stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu; 21 BS verkefni fjalli um hana og tvö Mastersverkefni og innleiðingunni ekki lokið enn. Gylfi Jón segir að fjöldi fólks víðsvegar í heiminum bíði eftir niðurstöðunum úr þessu verkefni. Jóhann Geirdal segir innleiðingu PBS-kerfisins vera stærstu fjárfestingu í skólamálum svæðisins á undanförnum árum og ótal vinnustundir liggi að baki framtakinu. Gylfi Jón segir að mik- ilvægt sé að meta svona stór verk- efni með vísindalegum hætti. Þá sé hægt með óyggjandi hætti að skera úr um hvort verkefnin séu að virka eða ekki. Vegna þess að um beint áhorf í skólunum er að ræða sem sýnir hvernig skólastarfið er í raun og veru fáist upplýsingar um það sem er að ganga vel og einnig hvar þarf að bæta um betur. Það bæti innra starf skólanna. Jóhann segir að það sé alls ekki inni í myndinni að snúa til baka. „Þessar mæling- ar voru í anda okkar væntinga og gott að fá staðfestingu á því.“ segir Jóhann. Kennarar kröftugir í kreppunni Gylfi segir það merkilegt að á sama tíma og efnahagshrunið hafi átt sér stað og samfélagið gegnsýrt af neikvæðni séu samskiptin milli kennara og nemenda í Reykja- nesbæ, sem kom hvað verstur út úr hruninu, jákvæðari en fyrir hrun. „Niðurstöðurnar eru þess vegna frábærar og sýna hvað skólastarfið í Reykjanesbæ er öflugt“ segir Gylfi Jón. Skólarnir standa betur saman Guðrún Snorradóttir skólastjóri segir það vera mikinn kost fyrir samfélagið að þessir þrír skólar standi saman og nemendur skól- anna þekkjast og tengjast, sömu skilaboðin fari því út í samfélagið frá þessum skólum sem henni finnst mikilvægt. Foreldrar jákvæðir gagnvart PBS Þegar viðmælendur eru spurðir að því hver viðbrögð foreldra nem- enda séu þá segir Lára að nú komi ekki einungis neikvæð skilaboð frá skólunum heldur líka jákvæð og foreldrar fagna því. Gylfi Jón bætir því svo við að margir foreldrar þekki hugmynda- fræði PBS vegna þess að PBS byggi á sama kenningalega grunni og SOS námskeiðin. Annað snúi að heimilinu og hitt að skólastarfinu. „Foreldrar þekkja þetta orðið vel og uppeldisaðferðir skóla og heim- ilis samræmast því ágætlega“ segir Gylfi Jón. Hálfnað verk þá hafið er Rannsóknin sýndi einnig að ekki er búið að innleiða alla hluta skóla- stefnunnar og voru viðmælendur sammála um að taka til óspilltra málanna og halda ótrauð áfram. Það verður því spennandi að fylgj- ast með og sjá hvernig til tekst þegar lokaniðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir en fimm ár tekur að innleiða PBS skólastefnuna. Framtíðin er björt Rannsóknin sýnir að það er greini- legt að mikil gróska er í starfi í þessara þriggja skóla og hugar- far nemenda, kennara og annars starfsfólks er okkur hinum verðug fyrirmynd í kreppunni. eythor@vf.is Samskipti kennara og nemenda í Reykjanesbæ eru jákvæðari í dag en fyrir hrun Njarðvíkurskóli, Myllubakkaskóli og Holtaskóli hafa frá 2007 verið að vinna að því að innleiða PBS agastjórnunarkerfið í skólana

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.