Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 2
2 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR ›› FRÉTTIR ‹‹ TILKYNNING SKESSAN ER Í LUMMUSTUÐI Námskeið í töfrabrögðum fyrir 8 - 15 ára í Íþróttaakademíunni. Sunnudagur 4. september kl. 13:00 -15:00. Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Einar Mikael töframaður leiðbeinir. sjá ljosanott.is TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Frá og með fimmtudeginum 1. september til mánudagsins 5. september 2011 verður Þjóðbraut opin frá Smiðjuvöllum að Reykjanesbraut til bráða- birgða. Umferð um Þjóðbraut hefur forgang á umferð um Smiðjuvelli og umferð um Reykjanesbraut hefur forgang á umferð um Þjóðbraut. Nánari upplýsingar um þessar breytingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is LAUS PLÁSS SKÓLAÁRIÐ 2011-2012 Getum bætt við okkur örfáum nemendum í eftirtaldar greinar: Málmblásturshljóðfæri (trompet, horn, básúna, túba) Tréblásturshljóðfæri (blokkflauta, klarinett) Söngur, Raf-bassi, Rokk- og Jasspíanó. Kontrabassi. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu skólans, Austurgötu 13, Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans eða í síma 421-1153 milli kl. 13 og 17. Skólastjóri VILTU LÆRA AÐ GALDRA EINS OG HARRY POTTER? Skessan í hellinum óskar eftir teikningum og bréfum í póst- kassann sinn. Hún býður einnig í lummur á laugardaginn frá kl. 15:00 - 17:00. Fjóla tröllastelpa kemur í heimsókn. TÓNLEIKAR UNGA FÓLKSINS Frumleikhúsinu, fimmtudaginn 1. september. Húsið opnar kl. 19:30. Ellefu flottar hljómsveitir. Sjá nánar á ljosanott.is 88 Húsið og Ljósanæturnefnd ›› Ljósanótt haldin í Reykjanesbæ: Landsbankinn verður aðalstyrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ næstu tvö árin en Reykjanesbær og Landsbankinn undirrituðu samning þess efnis nú í vikunni. Þar með tekur Landsbankinn við hlut- verki Sparisjóðsins í Keflavík sem var helsti styrktaraðili hátíðarinnar síðasta áratuginn. Flugeldasýning Ljósanætur verður í boði HS Orku hf. Samningur þess efnis var undirritaður í vik- unni af fulltrúum HS Orku hf og Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Flugeldasýningin hefur verið hápunktur Ljósanætur undanfarin ár, enda tilkomumikil og glæsileg. Björg- unarsveit Suðurnesja hefur undanfarin ár haft veg og vanda að sýningunni og lofa þeir stórglæsilegri sýn- ingu í ár. Það er fyrirtækinu sönn ánægja að bjóða gestum hátíð- arinnar upp á flugeldasýninguna þetta árið og vonandi að gestir hátíðarinnar njóti vel. 20% Ljósanæturafsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag. HS Orka lýsir upp Ljósanótt Landsbankinn aðalstyrktar- aðili Ljósanætur í Reykjanesbæ 22% fleiri ferða- menn um Leifs- stöð en í fyrra Ferðamönnum sem fara um Leifsstöð fjölgar um 22% frá árinu 2010. Það gæti skilað um 600 þúsund erlend- um ferðamönnum til lands- ins á árinu 2011. Erlendum ferðamönnum fjölgar um 20% frá því í fyrra. Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 millj- ónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Þetta kemur fram í Frétta- blaðinu í dag. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfanga- staður. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. Tíu bílar risp- aðir við Sóltún og Hátún í Keflavík Lögreglan á Suðurnesjum leitar að skemmdarvargi/ vörgum, sem skemmdu 10 bifreiðar við Sóltún og Hátún í Keflavík milli kl. 14:00 og 16:00 25. ágúst. Bifreiðarnar voru allar rispaðar á vinstri hlið í um 85 – 90 cm hæð með einhverjum oddhvössum hlut. Ef einhverjir hafa orðið varir við skemmdarvarginn/ana eru þeir beðnir um að hafa sam- band við lögregluna á Suður- nesjum í síma 420-1800 en hér er um mikið tjón að ræða fyrir bíleigendurna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.