Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 8
8 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR Listaskóla Reykjanesbæjar var slitið nýverið, en rúmlega 30 nemendur sóttu skólann að þessu sinni. Kennarar voru þau Jóna Guðrún Jónsdóttir, leiklistar- kennari og Magnús Valur Páls- son, sem sá um myndlistina. Kennslan fór fram í Svarta pakk- húsinu og Frumleikhúsinu, en Listahátíð skólans fór fram í Frum- leikhúsinu þann 11. ágúst. Þar var sýndur afrakstur þriggja vikna vinnu nemenda, leikrit og mynd- list. Aðalskipulag Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Garðs 1998-2018, vegna jarðstrengs frá Fitjum að Helguvík. Samkvæmt 2. mgr 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarráð Garðs þann 10. ágúst 2011 samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi Garðs 1998-2018. Breytingin er sett fram á uppdrætti, dags. júní 2011, í mkv 1.20.000. Greinargerð þar sem rökstuðningur kemur fram er á uppdrætti. Breytingin nær til syðsta hluta Sveitarfélagsins Garðs. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar. Málsmeðferð var í samræmi við skipulagslög 123/2010. Garði, 30. ágúst 2011 Páll S. Pálsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám arri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og ölskyldu arri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2011-2012 er til 15. október nk. Móttaka umsókna hefst í september nk! Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á haustönn 2011 er til 15. október - Handknattleiksmaðurinn Logi Geirsson er fluttur á Suðurnesin og er að fara að upplifa sína fyrstu Ljósanótt en kappinn býr með fjölskyldu sinni í Innri-Njarðvík. „Það líður ekki sá dagur sem að ekki er minnst á Ljósanótt síðan ég flutti í bæinn en ég hef verið í atvinnumennskunni síðustu 7 árin þannig að maður hefur alveg misst af þessari gleði. Mér skilst á öllu og öllum að Ljósanótt sé búin að stimpla sig inn sem flottasta hátíð landsins. Ég ætla ekkert að sitja heima held- ur taka virkan þátt í þessu. Ég er tekinn við sem vörumerkjastjóri hjá Asics og ætla að vera í SI versl- un milli kl. 14 og 16 að kynna skó, gefa afslátt og vera með skemmti- lega leiki, armbeygjukeppni og fleira með dúndur vinningum. Mér skilst að það eigi að vera heitt á könnunni og stelpurnar ásamt Guðbjörgu Jónsdóttur, hlaupatúttu, ætli að blanda drykki í Siemens blöndurunum og svo verður 20% afsláttur frá fimmtu- deginum til sunnudags á öllum skóm, Cintamani fatnaði og fleiri flottum merkjum.“ Nú býrð þú í Njarðvík, finnur þú fyrir ríg í Reykjanesbæ? Já, svakalegum, ég er alinn upp í Hafnarfirði og því hefur alltaf ver- ið haldið fram að þar sé mesti ríg- ur á Íslandi. Ég er búinn að kom- ast að því að sá rígur er barna- leikur við hliðina á Suðurnesja- baráttunni. Ég er nú ekki sjálfur búinn að mynda mér skoðun á því hvoru megin ég sitji þegar liðin spila í körfunni á næsta tímabili ég er aðeins að melta það. Maður svona hallast að Njarðvík sökum tengdafjölskyldunnar. Svo er mjög fyndið að segja frá því að fólk hef- ur verið að banka uppá hjá okkur og gefa litla stráknum okkar föt og til að vera alveg heiðarlegur þá er það undantekningarlaust skær- græn föt. Svona á þetta líka bara að vera“. Guðrún Elfa Jóhannsdótir er fædd og uppalin í Reykja- nesbæ til tveggja ára aldurs og auk þess bjó hún svo aftur hér um hríð þegar hún var 6 ára gömul. Bæði móður- og föðurforeldrar ásamt stórum frændgarði hennar búa enn í Reykjanesbæ. Guðrún Elfa hefur alltaf haft gaman af því að mála og teikna frá því hún gat haldið á pensli. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að teikna og lita. Það var svo í öðrum bekk sem áhuginn kviknaði af alvöru og þá fékk ég að prufa mig áfram á spýtum í bílskúr móðurafa míns, Bjarne Svendsen.“ Á Ljósanótt heldur hún sína fyrstu myndlist- arsýningu en tilurð hennar er sú að hún hefur síðustu árin verið að mála úti í bílskúr hjá móð- urafa sínum og hefur oft talað um hve mikið hana langi til að halda málverkasýningu. Eins og oft vill verða, þá gafst ekki tími til þess þar til nú þegar Halla Harð- ardóttir (vinkona móðurömmu Guðrúnar Elfu) frétti af þessum áhuga hennar og bauð henni að vera með sér á sýningu. Guðrún Elfa er sjálfmenntuð - hún hefur ekki farið á nein námskeið eða slíkt, bara menntuð úr leik- og grunnskólum landins, þó stefnan sé nú sett á námskeið. Hún var öll sín leikskólaár í leikskólanum Hraun- borg á Bifröst. Svo var hún í 1. bekk í Holtaskóla Keflavík, 2. og 3. bekk í Digranesskóla í Kópavogi og síðan í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Hún er því Kópavogsmær en þó líka mikill Reykjanesbæingur. Guðrún hefur einu sinni tekið þátt í myndlistarkeppni á vegum Gall- erí Foldar á Menningarnótt 2009 og þar vann hún sinn aldursflokk. Fékk myndina sína innrammaða og sýnda í Gallerí Fold í tvær vikur og svo í Húsdýragarðinum í ár. Verk Guðrúnar eru nokkuð fjöl- breytt. Hún er bæði að vinna með olíumálingu og akrýl. Hún sjálf kallar verkin sín „abstrakt“ en þó koma öðruvísi myndir á milli. Henni finnst voða gaman að mynda fígúrur inn í verkin sín „Svona eins og Kjarval gerði,“ segir hún. Hún segist vera mjög spennt fyr- ir Ljósanótt. Hún ætlar að halda sölusýningu og þá mun hluti af hagnaðinum ganga til góðverka (til Unicef, til Rauða krossins; hungurs- neyðin í Sómalíu, og SKB: Styrkt- arsjóð krabbameinssjúkra barna: til minningar um frænda sinn Sigfinn Pálsson). Hún er líka að mála steina sem maríubjöllur og selja til styrkt- ar Rauða krossinum. En langar hana að leggja þetta fyrir sig í framtíðinni? Já, mig langar það en áhugasviðið er mjög fjölbreytt. Ég gæti líka hugsað mér að vera dansari, eða kannski bara dansandi myndlistarkona! Öll ljós Logandi á Ljósanótt Kornung listakona með sölusýningu ›› Logi Geirsson í Verslun SI á Ljósanótt: ›› Guðrún Elfa sýnir á Ljósanótt: Rúmlega 30 nemendur í Listaskóla Reykjanesbæjar Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000 vf.is • m.vf.is • kylfingur.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.