Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 31
31VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 ›› Andri Fannar Freysson í sportspjalli Víkurfrétta: Meira í leiðinni N1 KROSSMÓAR REYKJANESBÆ SÍMI 421 7510 | WWW.N1.IS LJÓSANÆTURTILBOÐ Ljósanæturtilboð gilda frá fimmtudeginum 01. september til laugardagsins 03. september 25% afsláttur cobra talstöð 2stk. í pakka vrn. 898 MT200 2VP 30% afsláttur vinnufatnaður, jakkar og úlpur 30% afsláttur föðurland, treyja og buxur vrn. 9621 401781 25% afsláttur öll N1 verkfæri 30% afsláttur vinnuljós vrn. 1123 ZF6827 OPIÐ 11-16 LAUGARDAGINN 03. SEPTEMBER Keflvíkingar komnir með Kana Keflvíkingar styrkja lið sitt fyrir komandi baráttu í Iceland Ex- press-deildinni í körfubolta karla og hafa samið við öflugan Bandaríkja- mann. Sá heitir Jarryd Cole og lék með Iowa háskólanum í Bandaríkj- unum. Kappinn er 204 cm á hæð og 113 kg þannig að hann ætti að geta fyllt í það stóra skarð sem að Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson skildi eftir sig. Í háskóla var Cole með 5 fráköst að meðaltali og 7 stig. Líklegt þykir að annar Bandaríkjamaður sé á leið til Keflvíkinga en sá heitir víst Charl- es Parker en það hefur ekki fengist staðfest. Watson leikur með Grindavík Bandaríski bakvörðurinn Gi-ordan Watson mun leika með Grindavík í Iceland Express-deild karla á næstu leiktíð. Watson lék 6 leiki með Njarðvíkingum á síð- asta tímabili og vakti verðskuldaða athygli en hann var með 22,7 stig og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Grindvíkingar eru því orðnir ansi vel mannaðir fyrir komandi átök í körfuboltanum. Vertíð körfubolta- manna hefst Körfuboltavertíðin fer formlega af stað í vikunni en þá verður leikið í Reykjanes Cup hjá körlunum og Ljósanæturmót kvenna fer fram. Áhugamenn um körfubolta geta því tekið gleði sína á ný. Leikið verð- ur til úrslita í Ljósanæturmótinu í kvöld en bæði verður leikið í kvöld og á morgun hjá körlunum. „Það er auðvitað ekki skemmti- legt að fara frá Keflavík í þessari stöðu en ég varð að taka ákvörð- un á mjög skömmum tíma áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Ákvörðunin var tekin í góðu samráði við forráðamenn Keflavíkur og ég vil þakka þeim fyrir að sýna málinu góðan skilning,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Pepsi deildarliðs Keflavíkur í knatt- spyrnu sem mun leika með Start í norsku úrvalsdeildinni fram að áramótum. Forráðamenn norska liðsins höfðu samband við fyrirliðann í fyrra- dag og óskuðu eftir starfskröft- um hans. „Þetta er auðvitað ný áskorun og stærri deild og maður grípur svona tækifæri á meðan maður hefur aldur og getu til en auðvitað var þetta ekki auðveld ákvörðun. Maður vonar auðvitað að Keflavík fari að hala inn fleiri stig,“ sagði Haraldur í samtali við VF frá Noregi. Hann mun flytja einn til Noregs en fjölskyldan sem býr í Keflavík mun mæta í heim- sóknir til hans. Start er í bullandi fallbaráttu, í næst neðsta sæti og Harald- ur segist vona að hann komi til með að hjálpa liðinu og að það nái að forðast fall. Start er komið í undanúrslit í bikarkeppninni á móti Álasundi en þar lék Haraldur við góðan orðstír í fjögur ár, 2005 til 2009. – segir Haraldur fyrirliði Keflavíkur Ekki auðveld ákvörðun Keflvíkingar eru komnir ansi nálægt botni Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 tap á heimavelli sínum gegn ferskum Fylkismönnum. Leikurinn var fjórði tapleikur Keflvíkinga í röð og ljóst að liðið er að sigla í gegnum öldudal um þessar mundir og liðið lék líklega einn sinn versta leik í sumar gegn Fylki. SPORTMOLAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.