Víkurfréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTudagurInn 1. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Aukning farþega
mest í Leifsstöð
af Norðurlanda-
flugvöllum
Á fyrri helmingi ársins fjölg-aði farþegum um nærri
fjórðung á Leifsstöð. Það er
meiri viðbót en stóru flugvellir
frændþjóðanna geta stært sig
af.
Þetta kemur fram á vefsíðunni
túristi.is, sem Vísir vitnar til.
Þar segir að hlutfallslega fjölg-
aði farþegunum mest á Leifsstöð
miðað við hin Norðurlöndin.
Það fóru nærri hundrað og
sjötíu þúsund fleiri farþegar um
Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex
mánuðum ársins en á sama tíma
í fyrra. Vöxturinn er 24% sem er
töluvert meira en stóru flugvell-
irnir á Norðurlöndunum upp-
lifðu á fyrri helmingi ársins.
Þó fjölgaði farþegum á þeim öll-
um umtalsvert frá sama tíma í
fyrra samkvæmt tölum frá Isavia
og Standby.dk. Þannig varð 18%
aukning farþega um Vantaa
flugvöllinn í Helsinki, 17% um
Arlanda í Stokkhólmi, 14% um
Gardemoen í Osló og 9% um
Kastrup í Kaupmannahöfn.
Auglýsingadeild í síma 421 0001
Fréttadeild í síma 421 0002
Afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
Víkurfréttir
STEIKAR
HLAÐBORÐ
FÖSTUDAGS- OG
LAUGARDAGSKVÖLD
MATSEÐILL
OFNSTEIKT JOKLALAMB,
GRÍSAGRILLSNEIÐAR,
GRATINKARTÖFLUR, BLANDAÐ
GRÆNMETI, RAUÐKÁL, GRÆNAR
BAUNIR, WALDORFSALAT, SOÐ- OG
SVEPASÓSA. ÁSAMT SÚPU,B BRAUÐI
OG GOS GLASI
ALLT ÞETTA Á EINUNGIS 2590R
BÖRN UNDIR 12 ÁRA 990KR OG FÁ
FRÍAN ÍS Á EFTIR
| WWW.LANGBEST.IS | 421-4777 |
ÁSBRÚ LJÓSANÓTT
Sýning Valgerðar Guðlaugs-dóttur „Dúkka“ opnar í Lista-
safni Reykjanesbæjar fimmtudag-
inn 1. september klukkan 18:00.
Sýningin er liður í Ljósanæturhá-
tíðinni. Valgerður hefur búið í
Reykjanesbæ um skeið og er þetta
hennar níunda einkasýning. Hún
hefur á undanförnum árum ein-
beitt sér að reynsluheimi kven-
mannsins í nútíma þjóðfélagi.
Verk Valgerðar varpa fram áleitn-
um spurningum um mannseðl-
ið, hlutskipti kynjanna og einnig
samskipti þeirra.
Eins og Þóra Þórisdóttir segir í sýn-
ingarskrá þá var feminismi í listum
dottinn úr tísku um 1990 þegar Val-
gerður Guðlaugsdóttir var að hefja
listnám. Svokallaður póstfeminismi
var tekinn við þar sem kenningar
andfeminista náðu ákveðnu vægi
um leið og feminismi sem slíkur
var smættaður inn í heildarhug-
myndafræði póstmódernismans.
Eftir það átti áberandi feminísk list
undir högg að sækja, þótti úrelt eða
þreytt um leið og „eðlislægur kven-
leikinn“ var endurframleiddur og
markaðssettur sem aldrei fyrr.
Valgerður lítur á sig sem pop-
feminista. Í list sinni notar hún
tilbúna hluti úr afþreyingariðnað-
inum og blandar þeim saman við
hluti úr sínum eigin hugmynda-
heimi. Á þessari sýningu veltir hún
fyrir sér kvenímyndinni, hvernig
konan reynir að uppfylla þá ímynd
sem gefin er af henni í samfélaginu
og hvernig hún fellir sig inn í
munstrið sem henni er gefið en
einnig hvernig hún getur verið sinn
eigin skapari. Þóra segir ennfremur
í sýningarskrá að litlar stelpur byrja
að þjálfa sig í kvenleiknum frá unga
aldri. Kvenleikurinn sem er eins-
konar grímuleikur miðast að því að
taka upp ákveðið viðurkennt kyn-
hlutverk með tilheyrandi látbragði,
klæðaburði og þóknast þannig ráð-
andi hugmyndafræðilegum öflum
feðraveldisins sem gegnsýra menn-
inguna.
Sýningin er í sýningarsal Listasafns
Reykjanesbæjar í Duushúsum og
stendur til 16. október. Þar er opið
virka daga frá kl. 12.00 – 17.00 og
um helgar frá kl. 13.00 – 17.00 og
aðgangur er ókeypis.
Gleðidagar er námskeið sem Rauði kross Íslands hefur
boðið börnum á aldrinum 7-12
ára upp á að kostnaðarlausu
undanfarin þrjú sumur.
Í sumar bauð Suðurnesjadeild
Rauða kross Íslands upp á nám-
skeiðið í fyrsta sinn við góðar
undirtektir jafnt frá börnum sem
og eldri borgurum en markmiðið
með námskeiðinu er að sameina
eldri og yngri kynslóðir, virkja
kraft beggja hópa og miðla þekk-
ingu þeirra á milli. Á námskeið-
inu voru eldri borgarar í hlutverki
leiðbeinenda og kenndu þeir börn-
unum m.a. að prjóna, hnútabind-
ingar, gamla útileiki, skák, fána-
reglurnar og þjóðsögurnar. Farið
var í vettvangsferðir og ber þar
helst að nefna fjöruferð út á Garð-
skaga og heimsókn á Nesvelli þar
sem krakkarnir sungu fyrir eldri
borgara þjóðþekktar vísur og þótti
takast einstaklega vel. Alls tóku 40
börn og eldri borgarar þátt á nám-
skeiðinu og var almenn ánægja
með hvernig til tókst og vonandi
eru Gleðidagar komnir til að vera á
Suðurnesjum.
›› Listasafn Reykjanesbæjar:
›› Rauði krossinn:
Sýningin Dúkka opnuð
Vel heppnaðir Gleði-
dagar í Reykjanesbæ
Fá að reisa 4 MW
varaaflstöð á Ásbrú
Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu Verne Hold-
ings ehf. leyfi til að reisa og
reka 4 MW varaaflstöð á Ásbrú
í Reykjanesbæ. Verne Holdings
undirbýr byggingu gagnavers.
Fram kemur á vef Orkustofn-
unar, að upprunalega sótti Verne
Holdings um umbeðið leyfi í
nóvember 2009 og var þá sótt
um leyfi fyrir 55 MW varaafl-
stöð. Afgreiðslu þess leyfis var
hins vegar frestað.
›› FRÉTTIR ‹‹
LÉTTÖL
Frá gleðidegi í Reykjanesbæ.