Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 64
64 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
rakel sölvadóttir,
framkvæmdastjóri skema:
Rakel Sölvadóttir, fram-kvæmdastjóri Skema, fjallaði um tæknigreinar og menntun. Hún sagði
vera skort á konum í tæknigeir
anum, skortur væri á sýnilegum
fyrirmyndum innan kvenþjóðarin-
nar og það væri allt of seint að
hefja kennslu í tæknigreinum
þegar komið væri á háskólastig.
„Það er voðalega dapurt
hvern ig menntakerfið vinnur
gagn vart tækninni og því sem
a t vinnulífið kallar eftir,“ sagði
Rakel og varpaði fram þeirri hug
mynd að ýta þyrfti undir mennta
kerfið og koma forritunar kennslu
inn í kerfið. Hún sagði það
tengjast framþróun stjórnvalda
að byggja upp upplý singa og
tæknimenntun í landinu.
Skema stæði fyrir námskeiðum
í leikjaforritun fyrir börn og
ungl inga og vildi stuðla að því
að kennsla í forritun yrði í boði
í grunn og framhaldsskólum
auk þess að rannsaka þau áhrif
sem kennsla í forritun hefði á
ýmsa þætti varðandi þroska og
námsgetu barna.
„Við erum búin að sýna fram á
að börn geta forritað og það er
tækifæri á að koma forritun inn í
grunnskólana. Eigum við ekki að
byrja á því að byggja upp næstu
kynslóð og byggja upp tækni-
menntun í landinu?“ sagði Rakel.
Dóttir hennar, Ólína Helga
Sverrisdóttir, sem er tólf ára
að stoðarkennari hjá Skema,
var kölluð upp á svið og spurði
hún áheyrendur hversu margar
mömmur væru í salnum: Þær
voru margar. Þá spurði hún hversu
margar væru tæknimennt að
ar: Þær voru ekki eins margar.
Síðan kom í ljós að þær voru
ekki margar mömmurnar sem
spila tölvuleiki með börnunum
sínum.
„Þetta er málið,“ sagði Rakel.
„Það eru fáar mömmur sem setj
ast niður með börnunum sínum
og spila tölvuleiki eða hvetja
stelpurnar sínar áfram til þess
að kynna sér tækniheiminn.
Þið þurfið að yfirstíga óttann,
takið fyrstu skrefin með börnun
um ykkar, prófið að forrita og
fikta, takið smááhættu og sýnið
framþróun.“
Skortur á Konum í
tæknigeirAnum
„Börn geta forritað og það er tækifæri á að
koma forritun inn í grunnskólana.“
Þórunn jónsdóttir, framkvæmdastjóri fafu,
og Þóranna K. jónsdóttir hjá markaðsmálum á
mannamáli:
Þórunn Jónsdóttir, fram-kvæmdastjóri FAFU, og Þóranna K. Jónsdóttir hjá Markaðsmálum á
mannamáli fjölluðu um netsam-
félög kvenna með skemmtilegu
myndbandi þar sem fleiri komu
fram. Þess má geta að Þórunn
er forsvarskona Korku sem er
hópur kvenna í nýsköpun og
sprotafyrirtækjum. Rúmlega 700
konur eru meðlimir í hópnum
og hafa margar þeirra komið á
dýrmætum tengslum. Þórunn og
Þóranna nefndu líka „Íslenskir
frumkvöðlar“ á Facebook og
LinkedIn sem hægt er að nota
til að komast í samband við
erl enda aðila. Þá fjölluðu þær
um Twitter og mikilvægi þess að
vinna markvisst að tengslaneti.
Hulda Hreiðarsdóttir, meðstofn
andi FAFU, kom líka fram í
mynd bandinu og sagði að þær
Þórunn hefðu notað LinkedIn
mikið og kynnst þannig sérfræð
ingum í Bretlandi sem þær hefðu
síðan unnið með. „Við höfum
aðallega gert það í gegnum
hóp ana á LinkedIn sem fjalla þá
um ákveðin málefni tengd okkar
málaflokki eða okkar vinnu.
Þarna hefur okkur tekist að
kynn ast fólki sem hefur hjálpað
okkur að byggja upp tengslanet
í Bretlandi.“
Rúna Magnúsdóttir hjá Con-
nected Women sagði sögu um
virkni tengslanetsins á Twitter.
„Tengiliður sem ég kynntist á
Twitter bað mig að taka þátt
í blogathon ásamt 29 öðrum.
Útkoman var rafræn bók sem
þessir 30 aðilar deildu á netinu á
sínu eigin tengslaneti. Framhald
ið var vídeóblogathon og komst
ég að því að vídeóið mitt náði
tengslum við 250.000 manns
á innan við einum sólarhring.
Allt þetta hefur gefið mér meiri
tæki færi á því að koma mér
og því sem ég geri á framfæri.
Það skiptir í sjálfu sér engu máli
hvar ég er stödd í heiminum
þegar ég er að vinna. Hlutirnir
gerast í gegnum netið. Það sem
skiptir máli er á hvaða tímabelti
við skiptavinurinn er. Ég nálgast
hann í gegnum Twitter, Facebook,
LinkedIn og alþjóðlegt tengsla net
sem ég hef byggt upp í gegnum
ConnectedWomen.com.“
neTsamFélög kvennA
Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FAFU, og Þóranna K. Jónsdóttir hjá
Markaðsmálum á mannamáli.
„Gott er að nota tengilinn „Íslenskir frumkvöðlar“ á Facebook og
LinkedIn til að komast í samband við erlenda aðila.“
Rakel Sölvadóttir.
Við hjálpum þér að
tengja nýju græjurnar
TÆKNISVEITIN - 444 9911 - HJALP@TAEKNISVEITIN.IS - WWW.TAEKNISVEITIN.IS
REYKJAVÍK
Ármúla 11
REYKJANESBÆR
Tjarnargötu 7
AKRANES
Dalbraut 1
BORGARNES
Borgarbraut 61
Tæknisveitin er hluti af Omnis
Þinn ráðgjafi í
tæknivæddum heimi
1
2 3
Fujitsu Stylistic M532 spjaldtölva með 10” ölsnertiskjá með 1920x1080 punkta upplausn, innbyggðum 3G móttakara,
32GB minni og NVIDIA Tegra QuadCore örgjörva. 89.900 kr.
HP TouchSmart 520 sambyggð borðtölva og 23“ skjár. Intel Core i5 örgjörvi, 4GB vinnsluminni og 1TB gagnageymsla.
Innbyggt sjónvarpskort, Windows 8 uppfærsla fylgir með ásamt þráðlausu lyklaborði og mús. 189.900 kr.
Lenovo IdeaPad S400 fartölva með 14” HD LED skjá. Snilldar hönnun sem vekur athygli. Intel Core i3 örgjörvi, 4GB
vinnsluminni, 500GB diskur, ATI HD7450 1GB skjákort. Kemur upsett með Windows 8. 119.900 kr.
1
2
3
444 9900 - omnis.is