Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 80
80 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Hvað er viðskiptagreind? Hugtakið viðskiptagreind tekur til hugbúnaðar, tækni og ferla sem nýtast til að bæta ákvarð anatöku og þar með árangur fyrir tækja og stofnana. Við skipta greindarkerfi eru upp lýs ingakerfi sem eru hönnuð og innleidd með þetta fyrir aug um. Upplýsingatækni hefur alltaf miðað að því að bæta ákvarð anatöku og árangur en það sem gerir viðskiptagreind og viðskiptagreindarkerfi sér stök eru möguleikar þeirra til að bæta afkomu og árangur. Vaxandi markaður Viðskiptagreind (Business In ­ telligence) og viðskiptagreind­ arkerfi hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu árin. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Gartner varði viðskiptalífið um heim allan 12 milljörðum dollara í kaup á við skiptagreindarkerfum árið 2011. Þetta er vöxtur upp á 16% frá árinu áður. Á Íslandi hefur þróunin einnig verið upp á við en en þó ekki vaxið eins mikið. Fjölmörg dæmi sýna að beiting þessara kerfa getur breytt samkeppnisforsendum og stórbætt innsýn stjórnenda í rekstur og rekstrarumhverfi. Því miður eru þó einnig dæmi þess að innleiðing þessara kerfa skili ekki þeim úrbótum sem sóst var eftir. Þessi grein mun m.a. fjalla um hvað stjórnendur verða að gera áður en farið er í innleið­ ingu viðskiptagreindarkerfa. Meginboðskapurinn er að góð innleiðing viðskiptagreindar­ kerfa byggist á rekstrarþekk­ ingu, góðri undirbúningsvinnu, breytingastjórnun og breyttri notkun á upplýsingatækni. Til hvers að innleiða við- skiptagreindarkerfi? Þörf fyrir betri upplýsingar rekur á eftir innleiðingu viðskipta­ greindarkerfa. Örar breytingar og gífurlegt flæði upplýsinga sem fylgir nútímaviðskiptum kallar á hraðar ákvarðanir sem byggðar eru á staðreyndum en ekki tilfinningum. Ef stjórnendur hika eða hafa ekki réttan grund- völl fyrir ákvörðunum er hætt við því að keppinautar nái forskoti. Ofgnótt upplýsinga á marg- víslegu formi Stjórnendur hafa aldrei haft úr eins miklu magni af upplýsing- um að moða. Gagnasöfn stækka og nýjar upplýsingalindir koma stöðugt til. Þar má nefna upplý s­ ingar um hegðun viðskipta vina, frammistöðu birgja, upplýsingar um keppinauta og arðsemi vöru o.s.frv. Gögn liggja oft í fleiri ólík um kerfum, með mismun­ andi uppbyggingu, framsetn­ ingu og áreiðanleika. Hluti vandans er sá að þau kerfi sem notuð eru í dag til skrán ingar á upplýsingum í fyrirtækjum, eins og t.d. fjár mála ­ kerfi og sölukerfi, eru hönn uð til að styðja við viðskipta ferli, skrá gögn rétt og auka skil virkni. Þau eru hins vegar sjaldnast hönnuð til að tengja saman gögn frá mis munandi kerfum, greina þau eða birta niðurstöður og skýrslur. Jafnvel hin svokölluðu heildar­ kerfi (ERP­kerfi) voru upp haf ­ lega smíðuð sem skráningar ­ kerfi en ekki greiningarkerfi. Þetta kallar á þróun sérhæfðra viðskiptagreindarkerfa sem taka til sín upplýsingar úr öðrum kerfum, vinna úr þeim og koma þeim til skila í réttu formi til notkunar við ákvarðanatöku. Þetta er einnig skýringin á því að svo til allir birgjar sem selja heildarkerfi hafa keypt eða þróað tækni til viðskiptagreind ­ ar. Þar má til dæmis nefna kaup SAP á Business Objects, kaup IBM á Cognos og Oracle á Hyperion og þróun Microsoft á tækjum tengdum viðskipta- greind. Dæmi um notkun viðskipta- greindarkerfa Það eru til mörg dæmi um not kun á viðskiptagreind í fyrir tækjum, þar sem stjórn ­ end ur nýta sér rekstrargögn við ákvarðanatöku og gerð áætlana m.a. Mörg íslensk fyrirtæki úr ólíkum atvinnugrein­ um hafa á undanförnum árum byggt upp gríðarlega öflugt viðskipta greindarumhverfi hjá sér. Þarfirnar geta verið mjög misjafnar eftir tegund fyrirtækja, til að mynda framleiðslufyrirtæki hefur áhuga á því að skoða innkaupa­, fram leiðslu­ og sölukostnað og sölu tölur og gera innkaupa­, framleiðslu­ og söluáætlanir, greina breyt- ingar á gögnum frá birgjum, birgðakostnaði, sölutölum o.fl. á milli tímabila. Skoða áhrif gengisbreytinga, vöruþróunar, markaðshlutdeild ar o.fl. Til að hafa yfirsýn yfir þessa þætti þarf mismunandi lausnir og fer það eftir stærð og afkomu fyrirtækja hvaða kerfi hentar best. Það nýjasta í þessum heimi eru innbyggð ir tölfræðipa- kkar sem auka greiningargetu til muna og eiga enn eftir að ryðja sér til rúms á markaðnum, t.d. greina sölutölur úr einstökum kerfum sem eru svo nýttar til að gera söluspár, innkaupaáætlan- ir og þess háttar. Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum verið að byggja upp gríðarlega öflugt viðskiptagreindarumhverfi. Má nefna Ríkislögreglustjóraem- bættið sem nýtir sér viðskipta- greind til að vinna upp lykiltölur meðal annars um afbrotatatöl- fræði til birtingar í ársskýrslum, á vef lögregluembættisins og til almennrar upplýsingagjafar vegna fyrirspurna sem berast embættinu. Vínbúðirnar hafa verið öflugar í að nýta sér viðskiptagreind við skoðun á lykilmælistærðum í rekstri Hvers VeGna viðsKiPtagreinD? Þörf fyrir betri upplýsingar við rekstur fyrirtækja ekur á eftir innleiðingu viðskipta- greindarkerfa. Örar breytingar og gífurlegt flæði upplýsinga sem fylgir nútímavið skiptum kallar á hraðar ákvarðanir sem byggðar eru á staðreyndum en ekki tilfinn ingum. Það hefur sýnt sig að æðstu stjórnendur fyrirtækja og stofnana líta oft á við skipta greind sem kaup á nýrri upp lýsingatækni. Viðskiptagreind byggist á mörgu öðru en tækni. Við skipta- greind snýst miklu frekar um að breyta ákvarð anatöku til hins betra. TexTi: dr. Páll ríKHarðsson oG siGríður ÞÓrðardÓTTir / Myndir: Geir Ólafsson Dr. Páll Ríkharðsson, Háskólanum í Reykjavík. Dósent og forstöðu­ maður meistaranáms í stjórnunar­ reikningsskilum og viðskiptagreind.Sigríður Þórðardóttir, forstöðu­ maður viðskiptagreindar hjá Advania. viðskiptargreind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.