Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
nokia Lumia 920
Snjallsími (verð 129.995 kr. hjá helstu símafyrirtækjum). Lumia 920 er flagg-
skip nýjustu kynslóðar Nokiasíma og skartar Windows Phone 8stýrikerfi.
Eitt helsta einkenni Lumia 920 er einstaklega góð 8,7 megapixla Pure-
viewmyndavél, sem virkar mjög vel við myndatöku þegar birta er lítil. Skjárinn
er jafnframt afar bjartur og skýr, síminn styður þráðlausu NFCtæknina, sem
margir telja að verði greiðslumáti framtíðarinnar, og þar að auki verður hægt
að hlaða hann þráðlaust með þar til gerðum hleðslutækjum.
sony Playstation vita
Leikjatölva (verð frá 49.995 kr., t.d. hjá www.elko.is). PlayStation Vita frá
Sony kom út snemma á árinu, en hún er öflugasta handleikjatölva sem
framleidd hefur verið. Hún er með fjögurra kjarna skjáörgjörva (GPU) sem
er svipaður þeim sem notaður er í iPhone 4S og iPad 2, en er nokkru öflugri.
Með honum getur Vita spilað bíómyndir og tölvuleiki í hárri upplausn án
þess að hiksta og það ætti að kæta kröfuhörðustu leikjaunnendurna. Þrátt
fyrir það hefur PlayStation Vita ekki selst eins vel á heimsvísu og búist hafði
verið við, en ástæðan er sennilega sú að snjallsímar og spjaldtölvur eru
orðin nægilega góð í leikjaspilun til að mörgum finnst óþarfi að eiga sér
staka handleikjatölvu.
Panasonic Lumix DMC-LX5
Myndavél (verð 69.990 kr. hjá www.sm.is). LX5myndavélin frá Panasonic
er góður kostur fyrir þá sem vilja fikta sem mest í stillingum myndavélarinn
ar frekar en hafa hana stöðugt á sjálfstýringu. Hún er með góða F2.0linsu,
leiftur snögga fókusstillingu og alla hefðbundna stillimöguleika ódýrari mynda
véla. Hún bætir hins vegar um betur þegar kemur að vídeótöku, því þá er
bæði hægt að stjórna ljósopi og lokuhraða. Þar sem LX5 er ekki alveg ný af
nálinni fæst hún á mjög góðu verði miðað við hversu vel heppnuð hún er.
nvidia geForce gtX 680
Skjákort (verð frá 89.990 kr., t.d. hjá www.tolvulistinn.is). GTX 680 var fyrsta
skjákortið sem nýtti hina nýju Keplertækni frá Nvidia. Við prófanir reyndist
það einstaklega vel, réð vel við flókna myndvinnslu og tölvuleiki auk þess að
krefjast minni orku og vera hljóðlátari en sambærileg skjákort.
Lg nexus 4
Snjallsími (verð 109.900 kr. hjá helstu símafyrirtækjum). Nexus 4 er
samvinnu verkefni Google og LG og er nýjasta útgáfa Androidstýri kerfisins,
Jelly Bean 4.2, frumsýnd í símanum. Hann skartar einnig nýrri kynslóð
fjögurra kjarna örgjörva, nýrri skjátækni og hægt er að hlaða hann þráðlaust
með því að nota sérstakt hleðslutæki. Miðað við að vera með nýjasta vél-
búnað og stýrikerfi á markaðnum er síminn tiltölulega ódýr í samanburði við
flaggskip keppinautanna.
Dell XPs 13
Fistölva (verð frá 249.990 kr. hjá www.advania.is og omnis.is). Þessi ein stak
lega létta og netta fistölva frá Dell er ekki bara meðfærileg (hún er einungis 18
mm þykk), heldur er hún líka merkilega öflug miðað við stærð samkvæmt ítar
legum prófunum PC World. Að auki er lyklaborðið vel heppnað og ekki til trafala
fyrir þá sem skrifa hratt – en sú er oft raunin í þessum stærðarflokki fartölva.
HP Zr2440w
Tölvuskjár (137.764 kr. hjá www.okbeint.is og omnis.is). 24 tommu tölvu-
skjárinn HP ZR2440w er bæði vel hannaður og með öll helstu tengi sem
þörf er á fyrir tölvuskjá (þar á meðal DVI, HDMI og DisplayPort). Mestu máli
skipta þó gæði skjásins og þar bar hann af keppinautunum á svo til öllum
sviðum að mati sérfræðinga PC World.
Lenovo ideapad Yoga 13
Fartölva/spjaldtölva (verð 229.900 kr. hjá www.netverslun.is). Yoga 13 frá
Lenovo er gott dæmi um samrunann sem er að verða í spjaldtölv um og
fartölvum með tilkomu Windows 8. Þetta er í eðli sínu fartölva, en hún er
með snertiskjá sem er hægt að snúa í 360 gráður og þá hefur tölvan breyst í
spaldtölvu. Samkvæmt prófunum PC World stenst hún hefðbundnum fistölv
um snúning hvað vinnslugetu varðar, er með gott lyklaborð og
önnur stjórntæki og er einstaklega þægileg í notkun.
Nokia Lumia 920 er með
einstaklega góða myndavél.
playStat
ion Vita er
öflugasta
handleikja
tölva sem
gefin hefur
verið út.
LX5mynda
vélin frá
pana sonic er
góður kostur
fyrir þá sem
vilja fikta sem
mest í still ing
um mynda
vélarinnar.
LG Nexus 4 skartar
því nýjasta í bæði
vél og hugbúnaði
snjallsíma.
HP ZR2440w er með betri
tölvuskjám sem fást í dag.
Hægt er að snúa skjánum á
Lenovo Ideapad Yoga 13 í
360 gráður.
Fartölvurnar gerast
ekki miklu nettari
en Dell XPS 13.
græjur