Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Vilhjálmur Vilhjálmsson, 59 ára nýráðinn forstjóri HB Granda, var í átján vertíðir á hvalbátum á sín um yngri árum. Hann sest í stól forstjórans sem innanhússmaður, undanfarin átta ár hefur hann stjórnað uppsjávardeild félagsins og staðið fyrir mikilli hagræðingu. Núna tekur hann við stórfyrirtæki í íslensku atvinnulífi á tímum hárra veiðigjalda og hugsanlegra breytinga á lögum um fiskveiði. Vilhjálmur er Reykvíkingur í húð og hár þótt sumir haldi að hann sé Vopnfirðingur eftir að hann varð skrifstofustjóri Tanga á Vopnafirði árið 2001 og síðar fram kvæmda ­ stjóri þess félags árið 2003. Tangi sam ein ­ aðist HB Granda undir lok ársins 2004 og fluttist Vilhjálmur í kjölfarið suður og tók við uppsjávardeild HB Granda. Hann hefur mikla reynslu úr sjávarútvegi og er menntaður útgerðartæknir frá Tækni skóla Íslands. Þá hefur hann próf frá Verslunarskóla Íslands og Stýrimanna ­ skólanum. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir um Vilhjálm að þótt ýmsum þyki hann virka hægur á stundum, þá sé hann mjög ákveðinn og fylg inn sér. Tveir af nánustu samstarfsmönnum Vil ­ hjálms hjá Tanga á Vopnafirði, þeir Svein ­ björn Sigmundsson og Reynir Árnason, hæla auðvitað sínum gamla félaga og segja að hér fari mikill fjölskyldumaður. Þeir bæta við að einn hans stærsti kostur sé mikil veiði della og skipti þá ekki máli hvort um stang­ eða skotveiði sé að ræða. Vilhjálmi er hvarvetna hrósað þegar leitað er umsagna um hann: „Ég er alltaf jafnhissa á því að Vopnfirðingar skuli ekki vera búnir að reisa styttu af honum,“ segir Kristján Ragn arsson, fyrrverandi formaður LÍÚ, sem vann með Vilhjálmi. Vilhjálmur tekur við HB Granda þegar nokkur óvissa er í atvinnugreininni. „HB Grandi stendur vel og reksturinn hefur verið að skila góðri framlegð undanfarið. Ég mun hins vegar einbeita mér að því að huga að leiðum til að gera betur. Félagið getur ekki bætt við aflaheimildum þannig að viðfangsefnið er að reyna að gera meira úr þeim heimildum sem við höfum,“ segir Vilhjálmur. „Ég tel okkur hafa tækifæri til þess. Það er þó ljóst að það eru engar byltingar fram und­ an. Félagið er frábærlega mannað til sjós og lands og mikil reynsla og þekking sem býr í starfsfólki þess. Eitt helsta viðfangsefnið verður að nýta þá þekkingu og reynslu til góðra verka.“ Vilhjálmur tekur við forstjórastarfinu af Egg erti Benedikt Guðmundssyni sem varð forstjóri N1 sl. sumar. Að sögn Vilhjálms var það kærkomið tækifæri að fá að spreyta sig í þessari krefjandi stöðu og það hafi veitt honum byr í seglin að finna fyrir mjög já kvæðum viðbrögðum alls staðar að og þá sér í lagi frá starfsfólki félagsins og nánustu samstarfsmönnum. Eiginkona Vilhjálms er Steinunn Ósk Guð ­ mundsdóttir, þroskaþjálfi og sérkenn ari, sem starfar nú sem ráðgjafi hjá Miðstöð blindra, sjónskertra og daufblindra einstakl inga. „Við giftum okkur fyrir 25 árum. Ég var svo heppinn að fá tvö börn í forgjöf, Guð ­ mund Arnar og Fanneyju Þórðarbörn. Guð mundur er vörustjóri, Fanney er graf ískur hönn uður. Við Steinunn eigum svo tvö börn saman, Vilhjálm Inga, heilsu­ nuddara og íþrótta fræðing, og Önnu sem stundar nám í MH. Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 14. des ­ ember 1953, sonur hjónanna Vilhjálms K. Sigurðssonar og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Foreldrar hans bjuggu þá í húsi foreldra Sigríðar, Vilhjálms Árnasonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og Sigríðar Sigurðardóttur, á Flókagötu 53. Vilhjálmur gekk ungur til liðs við Knattspyrnufélagið Val og lék knatt ­ spyrnu og handknattleik með því félagi á unglingsárunum. Segja má að Vilhjálmur hafi fæðst inn í sjávarútveginn, því auk móðurafans var föðurafi hans Sigurður Kristjánsson, útgerðar maður og sparisjóðsstjóri á Siglu ­ firði, og síðar reyndar heiðursborgari Siglu ­ fjarðar. Föðuramma Vilhjálms hét Anna Vil hjálmsdóttir. Faðir Vilhjálms tengdist einn ig sjávarútvegi því hann vann allan sinn starfsferil hjá Sölusamlagi íslenskra fisk framleiðenda þar sem hann sá um gerð út flutningsskjala. Á hvalveiðum og í farmennsku „Mitt fyrsta launaða starf var við skreiðar­ verkun þegar ég var 11 ára en síðan vann ég í saltfiski með skóla þar til ég fór á síðu togarann Röðul frá Hafnarfirði, 15 ára gamall, árið 1968. Eftir það voru hvalveiðar þungamiðjan í minni sjómennsku en ég var á hvalbátunum 18 vertíðir,“ segir Vilhjálmur en meðfram sjómennskunni gaf hann sér tíma til að ljúka verslunarskólaprófi frá VÍ vorið 1972. Þaðan lá leiðin svo í Stýri ­ mannaskólann, þaðan sem Vilhjálmur út skrifaðist úr farmannadeild árið 1976, og loks í útgerðartækni í Tækniskólanum en því námi lauk Vilhjálmur vorið 1980. Öll árin var hann að sjálfsögðu á sjó á sumrin. „Auk þess að vera á hvalbátunum, fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður, fór ég lausaróðra á net þegar ég var í Stýri ­ manna skólanum og stundaði farmennsku. Auk þess leysti ég Lárus Grímsson af sem stýrimaður á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni tvo túra. Ég var hjá Hafskip, háseti á Rangá, en eftir Stýrimannaskólann fór ég tvo vetur sem stýrimaður á dönsk flutningaskip hjá Torm A/S. Fyrri veturinn var ég á stykkjavöruskipi sem tók um 7.000 tonn og var í siglingum á milli helstu hafna austurstrandar Bandaríkjanna og helstu hafna við Miðjarðarhafið. Við vorum m.a. að flytja alls konar gjafir Bandaríkjamanna til Egypta, eins og notuð föt o.fl. og t.d. tóbak frá Tyrklandi til baka. Seinni veturinn var ég á svokölluðum búlkara sem tók um 15.000 tonn. Ég byrjaði á að fara um borð í hann í Ástralíu en þaðan fórum við fulllestaðir málmgrýti til Kína. Þaðan lá leiðin til S­ Kóreu þar sem við lestuðum krossvið sem við fluttum til Bandaríkjanna.“ Að sögn Vilhjálms er eina hliðarsporið, sem hann hefur tekið frá vinnu tengdri sjávarútvegi um ævina, þegar hann réð sig sem svokallaðan hagræðing hjá Iðnaðar ­ deild Sambandsins á Akureyri að loknu námi í Tækniskólanum. „Ég vann þar í tvo vetur á milli vertíða. Ég vann aðallega í sútuninni, m.a. við að fækka göllum sem komu fram við verkunina, t.d. við klipp ­ ingu. Jón Sigurðarson var þá yfir sútuninni en leiðir okkar áttu eftir að liggja saman aftur.“ framkvæmdastjóri aflamiðlunar Sjómennskuferli Vilhjálms lauk 1986 en hann fékk þá vinnu hjá Landssambandi ís ­ lenskra útvegsmanna. „Mitt verkefni þar var að stýra löndunum íslenskra fiskiskipa sem sigldu með ísaðan fisk og þá aðallega til Englands og Þýskalands. Töluverð ásókn var í sigl ­ ing arnar á þessum árum og um tíma „Mitt fyrsta launaða starf var við skreiðarverkun þegar ég var 11 ára en síðan vann ég í saltfiski með skóla þar til ég fór á síðutogarann Röðul frá Hafnarfirði, 15 ára gamall, árið 1968.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.