Víkurfréttir - 22.04.2009, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 22. APRÍL 2009 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Dag ur um hverf is ins er
á laug ar dag inn þann 25.
apríl. Þann sama dag ganga
kjörgengnir Íslendingar til
kosninga til Alþingis. Um-
hverfissamtökin Blái herinn
hafa fengið undanfarin ár
fjárstyrk frá Alþingi. Það er
og hefur verið þverpólitískur
stuðningur við umhverfis-
stefnu Bláa hersins frá upp-
hafi eða í 10 ár. Við úthlutun
fjárlaganefndar fyrir árið
2009 til handa Bláa hernum
bauðst undirritaður til þess
að útbúa hreinsunarverk-
efni fyrir þá aðila sem eru
atvinnulausir og treystu sér
til þess að leggja því verkefni
lið. Nefndarfólk umhverfis-
nefndar Alþingis fannst þessi
hugmynd alveg frábær. EN
því miður verður ekkert úr
þessum hugmyndum, nema
þá að þessi hugmynd gæti
komið sér vel fyrir okkur Suð-
urnesjamenn.
Blái her inn vill nefni lega
hvetja sveitarstjórnarmenn
á Suðurnesjum til að skoða
þessa hvatningu okkar um
að útbúa verkefni til handa
at vinnu laus um og skoða
það gaumgæfilega að jafnvel
hreinsunarverkefni í sveitarfé-
laginu gætu verið eitthvað sem
hjálpað gæti sveitarfélaginu og
þeim líka. Holl og góð hreyf-
ing, góð næring fyrir sálina og
góð ímynd fyrir sveitarfélagið.
Það er enginn að tala um ein-
hverja þrælkunarvinnu, bara
að koma sér af stað, taka svæði
í fóstur og hreinsa, endurvinna
og stuðla að hreinna umhverfi.
Umhverfissamtökin Blái her-
inn eru tilbúin til viðræðna
við ykkur ágæta sveitarstjórn-
arfólk ef þið teljið að þessi hug-
mynd sé ykkur að skapi. Blái
herinn heldur áfram með sín
verkefni á meðan þið skoðið
þessa áskorun. Síðastliðin 10
ár hefur verið hreinsað upp á
Reykjanesskaganum yfir 450
tonn af rusli og því miður enn
nóg eftir.
Gerum saman Reykjanesskag-
ann umhverfisvænsta lands-
svæði Ís lands og þrí fum
strandlengjuna, opin svæði
og bæjarfélögin okkar, endur-
vinnum allt og skörum framúr
á landsvísu.
Undirritaður er sannfærður
um að þetta gæti verið mikið
heillaspor fyrir okkur öll.
Gleðilegt sumar og gangi
ykkur öllum vel í sumar.
Tómas J. Knútsson
formaður Bláa hersins.
Áskorun til
sveitarstjórn-
arfólks á
Reykjanesi
Dagur umhverfisins
Háskóli Íslands, Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar,
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HS Veitur og HS Orka hf.
undirrituðu í sl. viku samstarfssaming um uppbyggingu
rannsóknaseturs í orkuvísindum. Samstarfið felur í sér að
byggja upp á Ásbrú aðstöðu til þess að stunda rannsóknir á
sviði orkuvísinda, sérstaklega á sviði jarðvarma og annarrar
endurnýjanlegrar orku og innlendrar orkuframleiðslu.
Rannsóknarsetrið verður nýtt sem kennsluaðstaða í
orkuvísindum við Keili, Háskóla Íslands og aðra innlenda
skóla og kennslustofnanir. Jafnframt við rannsóknir á vegum
stofnaðila sem og annarra aðila.
Rannsóknarsetrið í orkuvísindum mun stórbæta alla aðstöðu
til verklegrar kennslu og rannsókna í orkuvísindum á Íslandi.
Markmið samningsins er fjórþætt. Í fyrsta lagi að stórefla
aðstöðu á Íslandi til verklegrar kennslu og þjálfunar í verk–
og tæknigreinum. Í öðru lagi að koma upp öflugri aðstöðu
fyrir verklegar rannsóknir í orkuvísindum. Í þriðja lagi að
efla samstarf akademíunnar og atvinnulífsins. Í fjórða lagi að
ná fram sparnaði vegna samlegðar sem fæst með því að færa
ákveðnar rannsóknir samningsaðila undir eitt þak.
Starfssvið rannsóknarsetursins verða rannsóknir á beislun og
nýtingu orku sem hægt er að virkja á Íslandi. Megináhersla
verður lögð á þróun á búnaði og aðferðum til nýtingar
jarðvarma (háhita- og lághitavarma). Rannsóknasetrinu verður
skipt upp í fjórar sérhæfðar rannsóknarstofur sem munu vinna
náið saman. Starfssvið stofanna er: varma- og straumfræði,
efnisfræði, mekatróník og efnafræði. Rannsóknasetrið verður
staðsett í húsnæði Keilis, Grænásbraut 910.
Rannsóknasetur í orku-
vísindum stofnað á Ásbrú