Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2009, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 14.05.2009, Blaðsíða 7
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 14. MAÍ 2009 7STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krakkarnir í frístundaskól- anum Akurskjóli í Akurskóla hafa verið að vinna með kurt- eisi í starfinu undanfarin mánuð. Umbunakerfi var sett af stað og fengu krakk- arnir stimpil í lok dags ef þau voru búin að vera kurt- eis. Þegar búið var að fylla spjaldið af stimplum fengu þau ís í verðlaun, en það var hann Magnús í Njarðvíkur- sjoppu sem bauð krökkunum upp á það. Á leið inni heim í strætó ræddu krakkarnir um verð- launin sem þau fengu og voru öll á þeirri skoðun að það borgaði sig að vera kurteis, því þá fengi maður ókeypis ís! Frá- bært framtak hjá eigendum Njarðvíkursjoppu og vilja krakkarnir í Akurskjóli þakka sérstaklega fyrir sig. Borgar sig að vera kurteis Opnun sýningar í Listasafni Reykjanesbæjar: Listasafn Reykjanesbæjar tekur nú þátt í Lista- hátíð í Reykjavík í annað sinn með opnun sýningar Olgu Bergmann laugardaginn 16. maí kl. 17.00. Olga hefur farið fremur óhefð- bundnar leiðir í listsköpun sinni en nýtur virðingar fyrir áleitin og vönduð verk. Sýn- ingin ber heitið Í húsi sársaukans eða House of Pain þar sem stefnt er saman myndbands- verkum, skúlptúrum og fundnum hlutum. Reynt er að skyggnast á bak við þær hugrenn- ingar og tilfinningar sem skapast við missi, áföll eða umbyltingu aðstæðna og leitast við að leiða í ljós hvað sú togstreita sem af slíku hlýst hefur í för með sér svo sem stöðnun eða nýtt upphaf. Sýningin er í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum og stendur til 17. ágúst. Þar er opið virka daga frá kl. 11.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Í húsi sársaukans

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.