Víkurfréttir - 14.05.2009, Blaðsíða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
Hall dór Ragn ars son hjá
Húsanesi segir að ef ástandið
á byggingamarkaði fari ekki
að lagast á næstunni „bjóði
hann ekki í þetta“ eins og
hann orðar það. Húsanes
hefur í mörg ár verið með
stærri aðilum í byggingar-
iðnaði hér á Suðurnesjum.
Á uppbyggingartíma síðustu
ára var fyrirtækið með um 70
manns í vinnu að staðaldri.
Síðan í haust er fyrirtækið
búið að segja upp um 50
manns. Um 25 manns starfa
hjá fyrirtækinu í dag.
„Þessi mannskapur hefur verið
kjarninn í fyrirtækinu og við
ætlum að reyna halda þessu
svona meðan stætt er. Við
erum með frágangsverk og ým-
islegt annað í gangi út árið en
ef ástandið fer ekki að lagast
líst manni ekki á þetta,“ sagði
Halldór í samtali við VF.
Aðspurður um almennt ástand
í greininni hér á svæðinu segir
Halldór það mjög slæmt.
„Það eru ekki neinir peningar
Halldór Ragnarsson, eigandi Húsaness:
Býð ekki í þetta
Kreppan og atvinnulífið
í umferð. Bankarnir lána ekki
til neinna framkvæmda, það
er allt stopp. Ef yfirvöld fara
ekki að gera eitthvað fljótlega
í því að koma bankakerfinu í
gang þá býð ég ekki í þetta.
Núna eru upp sagn ir hjá
flestum orðnar að veruleika og
fyrirtækin verkefnalaus þannig
að nú er þessi kreppa að birt-
ast í sinni svörtustu mynd, at-
vinnuleysi vex stöðugt og við
því þarf að bregðast strax,“
sagði Halldór.
Vel á annað þúsund manns
eru nú atvinnulausir á Suð-
ur nesj um og er stór hluti
þeirra úr byggingariðnaði. Að-
spurður segir Halldór marga
hugsa sér til hreyf ings og
skoða lönd eins og Kanada,
Danmörk og Noreg. Menn
hafi allar klær úti til að finna
sér lífsviðurværi.
„Það eru margir stopp, hafa
ekki þrótt til að halda þessu
áfram og eru búnir að loka
sínum fyrirtækjum. Aðrir eru
að reyna að þrauka en gera
það auðvitað ekki endalaust.
Það er því brýnt að þessi nýja
ríkisstjórn fari að koma hreyf-
ingu á málin, koma fjármagni
í umferð og lækka vexti.
Margir hafa misst móðinn
einmitt vegna þess að það
hefur ekkert verið að gerast til
að auka mönnum bjartsýni.
Menn gefast upp ef þeir sjá ekk-
ert framundan,“ sagði Halldór.
Hann seg ist eins og aðr ir
binda vonir við að Suðurnesin
rísi fyrr upp úr kreppunni því
mörg verkefni séu í pípunum
t.d. álver og gagnaver. Hins
vegar þurfi að koma hlutunum
aftur af stað.
„Ástandið er mjög alvar-
legt, sér í lagi hjá þeim sem
voru að byggja og selja. Það
er algjört frost á bygginga-
markaðnum. Bankarnir eru
ekkert að lána og menn fá
ekki krónu til að klára það
sem þeir voru í,“ segir Lúð-
vík Gunnarsson, varafor-
maður Meistarafélags bygg-
ingamanna á Suðurnesjum
aðspurður um stöðu mála á
byggingamarkaði.
Hann segist í rauninni vera
hissa á þrautseigju margra
byggingarmanna við þessar
kringumstæður. „Flestir virð-
ast hafa náð að selja það sem
þeir voru með, alla vega minni
fyrirtækin. Þau hafa mörg
náð að byggja upp fjárhags-
legan grunn sem hefur gert
þeim keift að lifa án tekna í
þrjá til fjóra mánuði. Nú er
það uppurið og menn standa
ráðalausir,“ sagði Lúðvík. Að
hans sögn eru minni verktakar
sem sinnt hafa viðhaldsvinnu
þeir einu sem eitthvað hafa
að gera. Virðisaukaskattur af
viðhaldvinnu hafi verið afnum-
inn sem ýta ætti undir fram-
kvæmdir t.d. hjá húsfélögum
að því tilskyldu að peningar
Lúðvík Gunnarsson, varaformaður MBS:
Sitjum á bullandi tækifærum
séu til í sjóði því lán séu ekki
boði.
Fram hefur komið að margir
iðnaðarmenn hugsa sér til
hreyfings út fyrir landsteinana
og kveðst Lúðvík hafa heyrt
af því. Hins vegar sé farið að
þrengja að í öðrum löndum
eins og hér.
„Það sem okkur vantar eru að-
gerðir. Hér á Suðurnesjum er
mesta atvinnuleysið á landinu
og ríkisstjórnin þarf að beita
sér í því að koma í gang þeim
tækifærum sem eru fyrir hendi.
Von in sem menn halda í
eru þessi stóru verkefni sem
Reykjanesbær hefur stuðlað
að undanfarin ár en þau eru
öll í frosti vegna hindrana,
jafnvel hjá stjórnvöldum. Það
á t.d. enn eftir að skrifa undir
fjármögnunarsamninginn
við kísilmálmverksmiðjuna
sem búið er að samþykkja á
Alþingi. Össur sagði að þetta
þyrfti að skoðast í einhverju
heildstæðu mati. Þetta hefur
bara tekið allt of langan tíma.
Það þarf að flýta þessu ferli
og allir þurfa að vinna að því
að flýta fyrir framkvæmdum.
Þetta brölt sem verið hefur í
pólitíkinni hefur bara dýpkað
kreppuna,“ sagði Lúðvík.
„Við megum ekki vera of svart-
sýn. Við verðum að horfa í átt
að birtunni og ég tel að hún sé
handan við hornið hér hjá okkur
á Suðurnesjum. Við sitjum á bull-
andi tækifærum en við þurfum
að koma þeim í gang,“
Í Innri-Njarðvík hafa framkvæmdir við margar byggingar
stöðvast vegna fjárskorts og sölutregðu.
-en þurfum að koma þeim í gang
-ef ástandið fer ekki að lagast