Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 1
Betri innlánsvextir - kynntu þér málið á spkef.is www.heklakef.is Sölu- og þjónustuumboð í Reykjanesbæ K.Steinarsson NÆSTUM NÝIR BÍLAR 23. tölublað • 30. árgangur • Fimmtudagurinn 4. júní 2009 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 VFmynd/Ellert Grétarsson. Sjóarinn síkáti í Grindavík - sjá blaðið í dag Kreppan hefur ýmsar birt- ingamyndir. Ein er sú að með minnkandi neyslu fellur til mun minna sorp en áður. Og það hefur áhrif á rekstur sorp- brennslustöðvarinnar Kölku í Helguvík. Heildarmagn úrgangs sem berst til stöðv- arinnar minnkaði um 25% á milli ára fyrstu fjóra mánuði ársins. Á gámaplaninu hefur umfangið minnkað um 41%. Stjórn SSS hefur falið fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar að móta sparnaðartillögur til að mæta þessum samdrætti auk þess að endurskoða opn- unartíma gámaplana. Málefni Kölku eru í uppnámi þar sem brestir eru komnir í samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum vegna reksturs hennar. Hefur aðalfundi félags- ins verið frestað af þessum sökum. Bæjaryfirvöld í Reykja- nesbæ eru að íhuga að draga sig út úr félaginu vegna óá- nægju með afstöðu Grindvík- inga um eignarhaldið í félag- inu en til stóð að breyta því í hlutafélag. Sömuleiðis hafa bæj- aryfirvöld í Vogum ákveðið að skoða samstarf við aðra aðila um sorphirðumál sveitarfélags- ins. Rekstur Kölku hefur verið afar erfiður fjárhagslega und- anfarin ár og minnkandi tekjur í ofanálag við samstarfsbresti sveitarfélaganna er ekki til að bæta ástandið. Ein leiðin til að auka tekjur félagsins er að ganga til sam- starfs við Sorpu um móttöku á brennslusorpi og hafa við- ræður þess efnis staðið yfir að undanförnu. KREPPIR AÐ Í RUSLINU Fuglalífið er með miklum blóma á þessum árstíma í Krýsuvíkurbergi, sem mörgum finnst með fallegri fuglabjörgum landsins sökum mikillar litadýrðar. Mynd: Ellert Grétarsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.