Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 24
Njótum góðra stunda... Grindavík... fjölskyldubær! www.grindavik.is Sjóarinn síkáti Strandmenningarhátíð Sjómanna- og fjölskylduhátíð í Grindavík dagana 5. – 7. júní 2009 grindavik.is saltfisksetur.is Tjaldsvæðið er mjög vel staðsett, skammt frá sund- lauginni og hjarta bæjarins og stutt í alla þjónustu. Í Grindavík og nágrenni er margt afar forvitnilegt og skemmtilegt að sjá. Jarðfræðin er einstök, hér í kring eru margar skemmtilegar gönguleiðir, hér eru náttúruminjar og jarðfræðiminjar á heims- vísu. Í bænum er Saltfi sksetur Íslands sem hefur vakið mikla athygli. Hér starfa ferðaþjónustuaðilar vel saman og hafa stofnað með sér regnhlífasamtökin Grindavik Experience. Þar eru mörg áhugaverð ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða m.a. upp á eldfjalla- ferðir, fjórhjólaferðir, skoðunarferðir, útreiðatúra, hjólreiðatúra og gönguferðir með leiðsögn, svo eitthvað sé nefnt. Hér eru góðir matsölustaðir og góð útisundlaug með úrvals aðstöðu fyrir börn. Vertu velkomin(n) til Grindavíkur. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Strandmenningarhátíðin Sjóarinn síkáti Sjómanna- og fjölskylduhátíð í Grindavík 5. - 7. júní 2009 Bæjarhátíð Grindavíkur verður haldin með glæsibrag um sjómanna- dagshelgina. Sundlaugarpartý, bryggjuball, ýmsar sýningar og uppákomur, tónleikar, skemmtisigling, kappróður, stórdansleikir og leiktæki. Margir af helstu skemmtikröftum og hljómsveitum landsins skemmta eins og Ingó og Veðurguðirnir, Stjórnin, Skítamórall, Raggi Bjarna, Andrea Gylfa og fl eiri. Við viljum fá þig í heimsókn til Grindavíkur! Nýtt og glæsileg tjaldsvæði í Grindavík opnar í lok maí 13.500 fermetra tjaldsvæði, með öllum nútíma þægindum fyrir kröfuharða Íslendinga sem finnst gaman að ferðast um landið sitt yfir sumartímann. Grindavík er 2850 manna bær sem byggir afkomu sína á traustum sjávarútvegsfyrirtækjum. Grindavík er vinalegur og fjölskylduvænn bær með traustum stoðum og hefur að leiðarljósi að styðja við bakið á fjölskyldunni. Í Grindavík eru ókeypis æfi ngagjöld í íþróttum, ókeypis tónlistarskóli, ódýrar skólamátíðir, fjögurra tíma ókeypis vistun fyrir elstu börnin á leikskólunum, öfl ugt tómstunda- og íþróttastarf og leikskólar og grunnskólar í fremstu röð mannaðir vel menntuðu og öfl ugu starfsfólki. “ „ S ta p a p re n t

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.