Víkurfréttir - 01.07.2010, Síða 4
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR4
árið 1990 hér á landi en hann
barst hingað með búslóð.
Næst fannst hann árið 1999
í Garðabæ. Næst er vitað um
tilvik árið 2004 í Garðheimum
í Reykjavík en frá og með 2006
hefur hann fundist reglulega á
tiltölulega þröngu svæði í vest-
urbæ Reykjavíkur. Þar með er
ekki öll sagan sögð því varma-
smiður hefur einnig komið
sér fyrir á afmörkuðu svæði í
Keflavík (Hringbraut/Smára-
tún). Það fékkst staðfest í apríl
2008, að því er fram kemur á
vef Náttúrufræðistofnunar.
Myndirnar tók Aðalsteinn
Hólm Guðjónsson og kunnum
við honum bestu þakkir fyrir.
TAX FREE!
Pallaefni
ALLT FYRIR
ÚTILEGUNA
TAX FREE AF ÖLLU
FÚAVÖRÐU TIMBRI
FYRIR SÓLPALLINN
GILDIR EINNIG AF LERKI, SKJÓLVEGGJUM
OG VATNSKLÆÐNINGU!
Regn & vindjakki
Nokkrir litir dömu, herra
og barna. Vindbuxur í stíl
aðeins 3.999 kr.
5868030 - 88
14.990
16.494
Tjaldborð og
bekkjasett
2bekkir og borð
stærð 113 x 68 x 72 sm
3899360
Tjald 3 manna
Santa Barbara
5869205 7.990
9.890
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs
Tax Free gildir til 5. júlí
Ungmenni í Vinnuskóla Reykjanesbæjar sendu
okkur myndir af þessum
bjöllum sem þau lýstu sem
risastórum járnsmiðum
en þau höfðu orðið vör við
pöddurnar í nokkru mæli
við Aðalgötu í Keflavík. Hér
er greinilega um Varmasmið
að ræða sem er nýlegur
landnemi á Íslandi og virð-
ist dafna ágætlega á afmörk-
uðum svæðum í Reykjavík og
Reykjanesbæ.
Landnám varmasmiðs er ekki
til að hafa áhyggjur af. Frekar
ættu garðræktendur að fagna
honum því hann gæti orð-
ið virkur í baráttunni við að
halda sniglum í skefjum. Við
fyrstu kynni af bjöllunni líst
fólki oft ekki á blikuna því
varmasmiður er mun stærri
padda en fólk á að venjast, um
22 mm á lengd. Varmasmiðir
sem slæðst hafa inn í hús hafa
jafnvel verið grunaðir um að
vera kakkalakkar og valdið
með því óhug, segir á vef Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands.
Varmasmiður fannst fyrst
Nýr landnemi dafnar
vel í Keflavík
Fulltrúar G- og S- lista í f r æ ðslu- og upp eld-
isnefnd Grindavíkur harma
vinnubrögð meirihluta D- og
B-lista vegna sameiningar
grunnskólanna þar í bæ. Þeir
draga í efa hvort fyrirhugaðar
breytingar með „tilheyrandi
ólgu og óánægju séu metnar
til fjár,“ eins og það er orðað
í bókun minnihlutans sem
lögð var fram á fundi nefnd-
arinnar á mánudaginn. Þeir
segja að hugsanlegur sparn-
aður hafi ekki legið fyrir fyrr
en tveimur klukkustundum
fyrir lokaákvörðun í málinu.
Meirihluti B- og D-lista
bar upp tillögu þess efns að
Hóps skóli yrði lagður niður
og starfsemi hans færð undir
Grunnskóla Grindavíkur og
þar með eins skólastjóra. Áður
hafði verið tekist á um málið
í bæjarstjórn og á fyrri fundi
fræðslu- og uppeldisnefndar.
Í tillögu meirihlutans er gert
ráð fyrir því að yngstu bekkjar-
deildunum hins sameinaða
skóla verði áfram kennt í hús-
næði Hópsskóla. Tillagan ger-
ir ekki ráð fyrir breytingum á
högum núverandi starfsfólks
Hópsskóla öðrum en þeim að
staða skólastjóra verði lögð
niður.
„Skólastjóra og stjórnend-
um Grunnskóla Grindavíkur
og Hópsskóla, í samráði við
skólamálafulltrúa, verði falið
að undirbúa breytinguna með
þeim hætti að sem minnst
röskun verði fyrir nemendur
og starfsmenn og starfsem-
in geti hafist með eðlilegum
hætti í haust. Skólamálafull-
trúa í samráði við skólastjóra
Grunnskóla Grindavíkur og
fjármálastjóra, verði falið að
ganga frá starfsmannamálum
í samræmi við lög, kjarasamn-
inga og ráðningarsamninga.
Fræðslu- og uppeldisnefnd
Grindavíkur treystir því mjög
svo hæfa starfsfólki beggja
skóla ti l að láta samein-
inguna ganga sem best með
hag nemenda og starfsfólks
að leiðarljósi og tryggja sam-
fellu í starfi skólanna,“ segir
ennfremur í tillögunni sem
var samþykkt með þremur
atkvæðum meirihlutans gegn
tveimur minnihlutans.
Minnihlutinn lagði fram svo-
hljóðandi bókun:
„G- og S-listi harma þau
vinnubrögð sem viðhöfð hafa
verið í jafn mikilvægu máli
og sameining grunnskólanna
er. Það er einlæg von okkar
að í framtíðinni verði slíkum
breytingum gefin sanngjarn
tími þar sem allir hagsmuna-
aðilar eru hafðir með í ráðum
frá upphafi. Þá má líka hafa í
huga hvort fyrirhugaðar breyt-
ingar með tilheyrandi ólgu og
óánægju séu metnar til fjár.
Það er að okkar mati ótækt að
hugsanlegur sparnaður vegna
breytinganna hafi ekki legið
fyrir fyrr en tveimur klst. fyrir
lokaákvörðun málsins. Hann
hefði að sjálfsögðu átt að liggja
fyrir um leið og B og D-listi
settu málið í stefnuskrá sína
fyrir kosningar.
G- og S-listi vilja að lokum
þakka Maggý Hrönn[skóla-
stjóra Hópsskóla-innsk.blm]
fyrir vel unnin störf frá því í
haust og óskum við henni vel-
farnaðar“.
Harma vinnubrögð
meirihlutans
Bátur sem legið hefur bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn
um tíma, er sokkinn við bryggjuna. Eftir því sem VF kemst
næst stóð upphaflega til að gera bátinn út til hvalaskoðunar
en af þeim áformum hefur ekki orðið og hefur báturinn
legið óhreyfður við bryggju í reiðileysi síðustu árin.
Líklega hafa botnlokar bátsins rygðað og gefið sig með
þessum afleiðingum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvert framhald málsins verður en
forsvarsmenn Reykjaneshafnar segja það hlutverk eigandans
að gera viðeigandi ráðstafanir með skipið.
SöKK í NjaRðVíKuRhöFN