Víkurfréttir - 01.07.2010, Síða 9
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 9VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. JÚLÍ 2010
ákváðum þetta fyrir nokkrum
árum í stað þess að hanga yfir
örfáum ferðalöngum á veturna.
Við höfum einnig í mörg ár
tekið við börnum hingað í vist-
un frá Félagsmálastofnun.“
Hestar hafa góð áhrif
Þau hafa greinilega fengið
mikið út úr því að aðstoða þau
börn og unglinga, sem hafa
verið send til þeirra og nefnir
Gísli að hestarnir þeirra hafi
einnig haft mikil og góð áhrif
á krakkana. „Hestarnir eru svo
góðir í svona starf, þeir hjálpa
krökkunum að gleyma sér og
fá þau til að upplifa náttúruna
aftur, fá jafnvægi þaðan. Hest-
arnir skynja líka svo vel hvern
og einn, þeir eru stundum eins
og góðir sálfræðingar“, segir
Gísli.
Gísli er með nokkra hesta sjálf-
ur og rollur, þannig að hann
fær ennþá smá útrás fyrir
bóndann í sér með veitinga-
húsarekstrinum. „Í dag sér
konan að mestu um Vegamót
en ég sinni hrossabændum
og fleirum hér í sveitinni. Nú
er verið að heyja, svo er mað-
ur stundum í viðgerðum og
fleira sem fellur til. Hér eru
næg verkefni fyrir mig“, segir
Gísli, „á veturna er ég að gefa
og sinna hrossum. Það var ekki
mikil hestapest í þeim hrossum
sem ég hafði umsjón með í vet-
ur, þau sluppu furðuvel. Dýra-
læknirinn okkar segir þessa
pest ekkert nýnæmi, hér á landi
hafi pestin verið undanfarin 50
til 60 ár. Hún var að vísu slæm
þetta skiptið en honum fannst
þetta fyrst og fremst óttalegt
fjölmiðlafár. Við ákváðum að
leyfa hestunum hérna að vinna
á þessu sjálfir, þeir réðu alveg
við þetta. Þannig voru þeir
einnig að styrkja ónæmiskerfi
sitt í leiðinni.“
Sveitin er nærandi
Þegar þau eru spurð út í sam-
gang í sveitinni þá segja þau
fólk hittast á þorrablótum og á
boðsböllum, þ.e. þegar hrepp-
urinn býður öllum á ball. Ann-
ars segja þau fólk vera sjálfu
sér nóg.
Maður veltir því fyrir sér hvort
fólk uni sér betur og sé rólegra
í strjálbýli, þar sem náttúran
umvefur það? Það gleymir sér
kannski úti í móa á fallegu
sumarkvöldi eða niðri við
lygna tjörn eins og blaðasnáp-
ur gerði.
Þau hjónin segja bæði að það
sé mikil ró, sem fylgi því að
búa svona fyrir utan þéttbýlið,
jafnvel þótt það fyllist allt af
fólki í veitingasölunni, þá er
alltaf ákveðin ró yfir öllu.
Það er líklega þessi innri og
ytri kyrrð sem nærir og fær
þau Hrefnu og Gísla til að búa
hér áfram.
Fimmtudagurinn 11. júní markaði nokkur tíma-
mót. Þá voru 21 ÍAK einka-
þjálfari brautskráður á veg-
um Keilis. Þetta er í fyrsta
sinn sem slík athöfn fer fram
á vegum Keilis utan Ásbrúar.
Fram kom í ræðu Hjálmars
Árnasonar, framkvæmda-
stjóra Keils, að stefna skól-
ans væri að veita nemendum
sínum sem besta þjónustu.
Liður í því væri að færa
kennsluna sem næst nem-
endum. Á Akureyri hefði sl.
haust orðið til myndarleg-
ur hópur nemenda í ÍAK
einkaþjálfun. Því hefði verið
ákveðið að færa kennsluna
til þeirra. Með afar góðri
tækni hefði bóklega nám-
ið farið fram í fjarnámi en
verklegir þættir hins vegar
á Akureyri í húsnæði Bjarg-
ar – líkamsræktarstöðvar
undir leiðsögn fagfólks. Dav-
íð Kristinsson og Tinna Stef-
ánsdóttir önnuðust verklega
þjálfun á Akureyri.
Keilir hefur nú 2 starfsstöðvar
á Akureyri, eina á Austurlandi,
eina í Vestmannaeyjum (vegna
flugsins) og eina í Þýskalandi
þar sem margir af „Silfur-
drengjunum“ í handbolta
stunda nám ÍAK einkaþjálfara.
Gunnhildur Vilbergsdótt-
ir, forstöðukona Heilsuskóla
Keilis, afhenti prófskírteini.
Kom m.a. fram í máli hennar
að norðlenski hópurinn hefði
náð ótrúlegum námsárangri
en strangar kröfur eru gerðar
um námsárangur. Gunnhild-
ur vakti athygli á því að í raun
gæti hver sem er tekið að sér
leiðsögn í líkamsræktarstöð.
Því miður hefði borið á hættu-
legum leiðbeiningum frá fólki
án menntunar. Vart hefði hins
vegar orðið við mikla ánægju
með starfskrafta ÍAK einka-
þjálfara, m.a. frá læknum.
Næsta vetur yrðu teknir inn
60 nýir umsækjendur í ÍAK
einkaþjálfun en þegar væri
komnar um 140 umsóknir.
Fremst meðal jafningja var
Sigríður Katrín Magnúsdóttir
með 9,64 í meðaleinkunn og
fékk fyrir vikið viðurkenn-
ingu frá Keili. Flutti hún jafn-
framt ávarp fyrir hönd braut-
skráðra þar sem hún þakkaði
öllum skemmtilegt samstarf.
Kom fram í máli Sigríðar
Katrínar að hinir nýútskrif-
uðu einkaþjálfarar myndu
nú dreifast til ýmissa starfa í
líkamsræktarstöðvum, með
heilbrigðisstéttum o.s.frv.
Við upphaf og lok athafn-
arinnar í Ketilshúsi fluttu
þær Fabúla og Unnur Birna
Björnsdóttir fallega tónlist .
ÍAK EINKAÞJÁLFARAR
ÚTSKRIFAÐIR Á AKUREYRI
ÚTSALAN
HEFST Í DAG
20% - 40%
AFSLÁTTU
R
Hafnargata 29 - s. 421 8585