Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 13
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 13VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 1. JÚLÍ 2010 Vi g n i r A r n a r s o n , sem er 43 ára gamall Suðurnesjamaður, lagði á mánudaginn upp í 30 daga gönguferð þvert yfir Noreg. Tilgangur ferðarinnar er að safna styrktarfé yfir UNG BLIND sem er deild innan Blindrafélagsins fyrir blind og sjónskert börn og ung- linga. Dóttir hans, Jenný Guðbjörg, sem búsett er í Reykjanesbæ, greindist með ólæknandi augnsjúkdóm fyrir tveimur árum og síð- an þá hefur hún notið ein- stakrar hjálpar frá Blindra- félaginu. Gönguferðin er sérstök að því leyti að Vignir ætlar ein- ungis að lifa á náttúrunni í þá 30 daga sem gangan tekur. Nokkrir hafa labbað þessa leið áður en ekki með þess- um hætti. Fyrsti dagurinn byrjaði reyndar ekki vel við fæðuöflun því þegar Vign- ir ætlaði að renna fyrir fisk í því sem átti að vera veiðivatn samkvæmt korti, kom hann að mýrarpolli. Hann lagði því vatnslaus og matarlaus í gönguna á öðrum degi og þurfti að ganga nokkra kíló- metra uns hann komst í vatn. Til að nærast tók hann á sig krók niður að strönd þar sem hann veiddi þorsk í matinn. Vignir hóf gönguna á Bogs- nesi við Tysfjord í Noregi og stefnir til Pitea á austur- strönd Svíþjóðar, samtals um 500 km í loftlínu. Á vefnum http://www.vignirarnarson. com/ er hægt að fylgjast með Vigni á gönguferðinni. „Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum fyrir barnastarf Blindrafélagsins og einnig til að sýna fram á hversu þægileg- an og í rauninni einfaldan dag við höfum sem eigum að teljast heilbrigð. Ég er ekkert öðruvísi en flestir aðrir með það að ég hef eiginlega tekið lífinu, heils- unni, heilsu barna minna og öðru þess háttar sem sjálfsögð- um hlut, þar til fyrir tveimur árum er dóttir mín greindist með ólæknandi augnsjúkdóm og síðan þegar sonur minn fjögurra og hálfsárs lést í fyrra. Þegar slíkir hlutir gerast þá er oft sem maður vakni upp við vondan draum og átti sig á því að maður geti ekki tekið öllu sem sjálfsögðum hlut,“ segir Vignir um tilgang ferð- arinnar. Hægt að hringja í eftirfarandi númer til að styrkja barna- starf Blindrafélagsins: 904 1000 (1.000 kr) 904 2000 (2.000 kr) 904 3000 (3.000 kr) Einnig hefur sérstakur reikn- ingur hjá Blindrafélaginu ver- ið settur upp fyrir þá sem vilja sýna Vigni og Blindrafélaginu stuðning. Reikningsnúmer: 115-26- 47015 Kennitala: 470169-2149 Reikningseigandi: Blindra- félagið Komið hjartanlega sæl kæru Keflvíkingar. Við erum nú loksins loksins komnir aftur á okkar elskulega heimavöll, Sparisjóðsvöllinn, og hafa þessar framkvæmdir gengið vel. Við erum nú kom- in með glæsilegan völl, nýtt gras, hitaleiðslur undir völlinn og öflugt vökvunarkerfi. Þá hefur völlurinn verið færður aðeins nær stúkunni sem er auðvitað hið besta mál. Stemmningin í stúkunni í sumar hefur verið með ágæt- um en það má auðvitað alltaf gera betur í þeim málum. Við meðlimir Pumasveitarinnar höfum mætt á alla leiki liðs- ins í sumar og stutt dyggilega við bakið á strákunum. Verður bara gefið enn meira í það sem eftir er sumars. Við höfum þurft að gjalda fyrir það mætingalega séð að spila á þessum ágæta velli í Njarðvík. Stúkan rúmar ekki alla þá áhorfendur sem hafa verið duglegir að mæta á völlinn með Keflvíkingum undanfar- in ár. Núna er þetta allt uppá- við og við sjáum bara fram á frábæra tíma í Pepsídeildinni í sumar og næstu ár! Við höfum ávallt reynt að halda uppi góðri stemmningu og peppað strákana áfram eins og best getur. Höfum við Kefl- víkingar oftar en ekki verið tólfti maðurinn fyrir strákana okkar. Í sumar hefur þetta ver- ið svona upp og ofan hjá hin- um almenna stuðningsmanni og óskum við hér með eftir því að allir Keflvíkingar líti í eig- inn barm og hugsi hvað þeir geti gert betur og meira til þess að styðja strákana okkar. Menn ættu að vera farnir að þekkja flestöll lögin sem Pumasveitin hefur í lagasafni sínu og er það bara alveg sjálf- sagt að þið kæru stuðnings- menn takið hressilega undir og hjálpið okkur að peppa þetta enn meira og enn hærra á hverjum einasta leik! Við erum ekki nema um það bil 10-15 manns í Pumasveit- inni allajafna og tilgangur hennar var upphaflega að koma stemmningunni og söngvunum af stað og svo fylgja allir stuðningsmenn Keflavíkur með í kjölfarið. Það hefur ekki alveg verið lenskan í sumar, því miður, en þó hafa margir stuðningsmenn látið vel í sér heyra og verið vel með á nótunum í stúkunni. Við ætlum okkur stóra hluti í deildinni í sumar og því er það ósk okkar og leikmanna að all- ir sem mæta á leiki Keflavíkur með stórt Keflavíkurhjarta láti vel í sér heyra og hjálpi bæði okkur og sérstaklega strák- unum yfir erfiða hjalla í sumar og búi til einstaka stemmn- ingu sem við viljum jú að verði aðall okkar Keflvíkinga. Þegar stúkan og stemmningin er í fullu fjöri, þá vitið þið að liðið og stigin munu fylgja! Klappið með, syngið með, skemmtið ykkur og styðjið lið- ið, því við erum jú öll í þessu saman og með sama markmið; Að hjálpa strákunum okkar að ná því allra besta út úr þeim sem hægt er og ef allt geng- ur upp þá veit enginn hversu hátt og langt við getum farið. Okkur í Pumasveitinni er all- verulega farið að langa í þann stóra og treystum við okkar frábæra liði, þjálfurum, stjórn og öllum í kringum Keflavík- urliðið til þess að leiða okkur á vit glæsilegra ævintýra! Við mætum Íslandsmeist- urum FH á sunnudagskvöld- ið í mögnuðum vígsluleik á hinum nýja og stórglæsilega Sparisjóðsvelli, og nú leggjum við bara línurnar fyrir restina af sumrinu og styðjum strák- ana sem aldrei fyrr, ALLIR SEM EINN, við erum öll með tölu í þessu saman til þess að ná árangri og koma liði Kefla- víkur í sögubækurnar! ÁFRAM KEFLAVÍK, AÐ EILÍFU !!!! Jóhann D. Bianco - Jói Drummer Vignir Arnarson gengur þvert yfir Noreg til styrktar Blindrafélaginu: Þurfti að takast á við mót- læti fyrsta göngudaginn -lét það ekki slá sig út af laginu og tók á sig krók til að nálgast mat AÐSENT Upp með stemmninguna, út með rækjusamlokurnar Starfsmaður óskast Vínbúðin Reykjanesbæ Starfsmaður óskast í mavinnu í Vínbúðinni Reykjanesbæ. Um er að ræða alla föstudaga og annan hvern laugardag í sumar. Nánari upplýsingar veiir María Jónsdóór, verslunarstjóri í síma: -----. Göngumessa í Húshólma Næstkomandi sunnudag, 4. júlí kl. 10:30, stendur Grindavíkurkirkja fyrir göngumessu í Húshólma. Safnast verður saman við kirkjuna kl. 10:30 og sameinast í bíla og ekið á þann stað sem gengið verður frá. Gangan sjálf mun taka um 3 klst. Þegar komið verður til baka verð- ur gengið til kirkju til að næra líkama og sál. Daníel Jónsson mun fara fyrir göngunni og eru allir velkomn- ir. Byggð var í Húshólma allt frá landnámi fram til 1151 þegar Ögmundarhraun rann. Eftir standa tóftir af bæjarhúsum og líklega kirkju eins og örnefnið Kirkjulág bendir til.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.