Fagnaðarboði - 01.02.1970, Qupperneq 5

Fagnaðarboði - 01.02.1970, Qupperneq 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Nicky, Jesús elskar þig Niðurlag. — Þú heldur kannski, að þú getir umbreytt mér rétt si sona!, sagði ég um leið og ég smellti saman fingrum. — Lætur þú þér detta í hug, að ég fari að leggja hlust- irnar við því, sem þú ert að segja, og taki mér Biblíu í hönd, — gangi um eins og predikari, og fólk fari að segja, sko, þarna fer Nicky Cruz, hreinþveginn og heil- agur. Eg ætlaði mér að vera slunginn, já, leika á hann með því að slá á þessa strengi. Engu að síður var mér full- komlega Ijóst, að honum var alvara, og full einlægni bjó að baki. — Þú svafst ekki mikið í nótt, Nicky. Var það? spurði hann. Enn á ný kom hann mér í opna skjöldu. Hvernig gat hann vitað, að ég hafði ekkert getað sofið um nóttina? — Eg svaf heldur ekki mikið í nótt, vakti mestan hluta næturinnar og var að biðja fyrir þér, Nicky. Strákarnir höfðu sagt mér, að enginn næði nánum kynnum við þig. Og þeir eru allir hræddir við þig. En ég er hér kominn, til þess að segja þér, að til er sá, sem lætur sér ekki standa á sama um þig, — já, ber umhyggju fyrir þér. Það er Jesús, sem elskar þig. TJm leið og Wilkerson mælti þessi orð til mín, leit hann beint í augu mér. — Sá dagur mun koma, já, er ekki langt undan, þá er þú munt hætta að flýja frá Honum og í þess stað flýja til Hans. Andi Drottins mun vinna sitt verk til þín. Svo bar það við dag einn í júlímánuði, árið 1958, að Israel, einn úr flokknum, kom til mín og sagði mér frá samkomu, sem Wilkerson ætlaði að halda þá á næstunni háttsettra manna og valdamikilla með Orð Fagnaðar- erindis Hans. En það hafði alltaf frá fyrstu verið mitt köllunarverk frá Drottni, þó mér væri það ekki ljóst þegar í stað. Séra Harald Bredesen er þjónandi prestur við „The Reform Church“, Mt. Vernon, New York. Grein sú, sem hér hefur verið birt endursögð er úrdráttur vitnisburðar, sem hann bar fram á samkomu F.G.B.M. (Full Gospel Business Men‘s Fellowship) í Modesto, Kaliforníu. í St. Nicholas leikvanginum. En þannig var málið vaxið að Wilkerson hafði sjálfur átt tal við ísrael og komið því erindi sínu þá á framfæri, að hann byði Mau-Mau- flokknum, þ.e. okkur strákunum til þessarar samkomu. Okkur stóð til boða afnot af sérstökum strætisvagni, sem biði okkar á tilteknum stað. Skyldi svo flytja okkur í honum til samkomustaðarins. Enn fremur fylgdi boð- inu, að sæti yrðu tekin frá handa olckur á fremstu áheyrendapöllunum. Ivvaðst ísrael hafa sagt Wilkerson, að hann mætti ganga lit frá því sem vísu, að allur flokkurinn kæmi á samkomuna. Við ísrael sátum báðir á útidyratröppunum, þegar hann bar mér þessi orð frá Wilkerson. Eg stóð strax upp, skók höfuð mitt og gaf til kynna, að slíkt kæmi ekki til greina. Síðan bjóst ég til þess að halda aftur inn í húsið, því hræðslan hafði nú náð slíkum tökum á mér, að mér varð eríitt um andardrátt. En áður en ég hvarf aftur inn, kallaði Israel til mín: — Nickv! Þú ert þó ekki sá heigull, að þora ekki að fara? Þarna hafði Israel hitt í mark. Eg sneri mér nú að honum og svaraði: — Nicky hræðist ekkert, — hvorki þessa predikara- horgrind né þig — ekki einu sinni Guð. Bros lék um snoturt andlit Israels, meðan hann hlust- aði á þennan lestur í mér. — Hvað er þetta maður, sagði hann. — Einna. helzt mætti ætla af þessum viðbrögðum þínurn, að þú værir nú í rauninni hræddur við eitthvað. Hvernig stendur eig- inlega á því, að þú skulir ekki vilja koma á þessa sam- komu? Eg minntist nú allt í einu atviks. I huga mínum var brugðið upp mynd af því, þá er Buckboard og Stagecoach vinir mínir krupu til bænar á gangstéttinni fyrir framan skólahúsið. Og ég hugsaði sem svo: — Ur því þetta gat komið fyrir þá, er ekki að Arita nema . . . Ráðlegast væri því fyrir mig að flýja af hólmi. Já, það væri í rauninni hið eina, sem ég gæti gert — að flýja og halda áfram að fara undan á flótta. En ef ég legði núna á flótta undan áeggjan Israels, gæfi ég með því til kynna, að ég væri hræddur. Sú skömm yrði aldrei af mér skafin, enda mér með öllu óbærilegt, ef upp kæmist um hræðslu mína. — Strætisvagninn á að vera á staðnum kl. 19, og

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.02.1970)
https://timarit.is/issue/379424

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.02.1970)

Iliuutsit: