Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.2012, Page 2

Víkurfréttir - 26.01.2012, Page 2
2 FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR 30 BREYTING Á UMFERÐARHRAÐA Frá og með 1. febrúar 2012 verður hámarks umferðarhraði við Aðalgötu frá Heiðarbrún að Hafnargötu lækkaður í 30 km úr 50 km. Umhverfis- og skipulagssvið. TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR NÁMSKEIÐ Í HLJÓMASLÆTTI Á KASSAGÍTAR Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í litlum hópum, 1 klst. í senn á miðviku- dagskvöldum í 8 vikur. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 8. febrúar nk. Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Þórustíg 7, Reykjanesbæ. Kennari er Þorvaldur Már Guðmundsson Námsgögn innifalin í námskeiðsgjaldi. INNRITUN Innritun fer fram dagana 26. janúar til 3. febrúar nk. frá kl.13-17 á skrifstofu skólans Austurgötu 13 eða í síma 421-1153 NÁMSKEIÐ Í HLJÓM- BORÐS- OG PÍANÓLEIK Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í einkatímum, 1 klst. á viku í 6 vikur. Kennsla fer fram seinnipart dags eða á kvöldin, eftir samkomulagi. Námskeiðið hefst í annarri viku febrúar. Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Þórustíg 7, Reykjanesbæ. Kennari er Steinar Guðmundsson INNRITUN Innritun fer fram dagana 26. janúar til 3. febrúar nk. frá kl.13-17 á skrifstofu skólans Austurgötu 13 eða í síma 421-1153 Skólastjóri ÁLAGNINGARSEÐLAR FASTEIGNAGJALDA Reykjanesbær minnir á að álagningarseðlar fasteignagjalda er nú aðeins sendir rafrænt til íbúa Reykjanesbæjar nema fyrir einstaklinga 67 ára og eldri sem munu fá álagningarseðla senda í pósti. Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is og á mittreykjanes.is Bæjarráð Sandgerðis fagnar 15 milljóna króna framlagi ríkissjóðs til „Þekkingarseturs Suðurnesja“ í Sandgerði. Fram- lagið er mikilvægur stuðningur til eflingar því fjölbreytta rann- sóknar-, vísinda- og safnastarfi sem fram fer við Garðveg 1, segir í bókun bæjarráðs Sandgerðis. Þar segir einnig að gera þarf samn- ing við Mennta- og menningar- málaráðuneytið vegna framlagsins og formlegrar stofnunar Þekk- ingarsetursins og undirbúa breyt- ingar sem stofnun þess hefur í för með sér. Bæjarráð skipar 3ja manna vinnu- hóp til þess að vinna að nauðsyn- legum verkefnum sem stofnun Þekkingarseturs Suðurnesja í Sand- gerði hefur í för með sér. Hópinn skipa: Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, Sigrún Árnadóttir og Guðmundur Skúlason. Leitað verði eftir því að forstöðumenn þeirra stofnana sem starfa á Garðvegi 1, Fræðasetur, Náttúrustofa Reykjaness, Rann- sóknarsetur Háskóla Íslands og BioIce, taki þátt í þessari vinnu. Þá verði jafnframt haft samráð við fulltrúa menntastofnana á svæð- inu eftir því sem við á og fulltrúa sveitarfélaganna. ›› Breytingar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Neyðarlínan tekur yfir símsvörun á nóttunni en læknisþjónusta óbreytt Fimmtán milljónir króna til Þekkingarseturs Suðurnesja Frá og með 1. febrúar nk. breyt-ist opnunartími í móttöku og afgreiðslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Fram til þessa hefur móttakan verið opin allan sólar- hringinn en frá og með 1. febrúar verður móttakan opin alla virka daga frá kl. 07.30 – kl. 20.00. Móttakan er opin allar helgar og helgidaga frá kl. 10.00 - kl. 19.00. Áfram er tekið er á móti neyðar- tilfellum allan sólarhringinn. Öll starfsemi heilsugæslunnar og sjúkrahússins er óbreytt. Vakt- læknir er í húsinu allan sólarhring- inn. Einnig verður vakthjúkrunar- fræðingur í húsinu til kl. 21.30 alla virka daga. Fólk er beðið um að hringja í 112 ef það þarf á læknisað- stoð að halda utan opnunartíma. Ef um neyðartilfelli er að ræða og fólk er komið að húsnæði Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja og er ekki með síma meðferðis, þá má hringja á dyrabjöllu Legudeildar/ Ljósmæðravaktar. Bjallan hefur verið sett upp við inngang elstu byggingar sjúkrahússins/sjúkra- bifreiðarinngang. Milliliðum að bráðþjónustu fækkað „Við erum í raun og veru að gera þær breytingar að við erum að sleppa konunni sem verið hefur í afgreiðslunni á nóttunni og verið tengiliður íbúanna við deildirnar og vaktlækni. Þá hefur hún einnig verið tengiliður vegna viðbragð- sáætlunar almannavarna. Það er verið að leggja niður þessa vakt og loka skiptiborðinu á kvöldin og um nætur en önnur þjónusta breytist ekki neitt. Með þessari breytingu erum við að stytta og einfalda boð- leiðir. Nú hefur fólk samband við 112 og Neyðarlínan er beintengd við vaktlækninn og gefur samband við hann,“ segir Þórunn Benedikts- dóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir. Í takt við tímann Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur til langs tíma verið eina heil- brigðisstofnunin með sólarhrings- vakt í móttöku utan Landsspítalans í Reykjavík. Aðrar heilbrigðisstofn- anir hafa verið með það fyrirkomu- lag sem nú er verið að taka upp hér, að Neyðarlínan annast símsvörun eftir lokun afgreiðslunnar. Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsu- gæslu HSS, segir í samtali við Víkur- fréttir að þrír til fimm einstaklingar séu að koma á HSS milli kl. 23:00 til 08:00 virka daga en aðeins fleiri um helgar. Í sumum tilvikum eru þau tilvik sem koma upp þess eðlis að þau mega bíða þar til daginn eftir. Starfsmanni í móttöku er hins vegar ófær um að meta ástand þeirra sem koma. Því mun nýja fyrirkomu- lagið þar sem 112 tekur við símtal- inu og gefur svo beint samband á vaktlækni eiga eftir að vera til bóta. Nýja fyrirkomulagið á einnig eftir að stytta boðleiðir í samskiptum lækna á HSS og sjúkraflutninga- og lögreglumanna. Heimsóknir aðstandenda á Legudeild og Ljósmæðravakt Lokun á móttöku Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja mun hafa áhrif á heimsóknir aðstandenda á Legu- deild stofnunarinnar á þann hátt að aðgengi aðstandenda eftir lokun afgreiðslu verður við inngang elstu byggingar sjúkrahússins/sjúkra- bifreiðarinngang. Þar verður dyra- bjalla svo fólk geti gert starfsfólkinu viðvart um komu sína. Þórunn leggur á það áherslu að helst séu það aðstandendur deyjandi sjúk- linga sem séu að koma og fara á öllum tímum sólarhrings. Húsinu sé ekki lokað fyrir þessu fólki en að- standendur eiga að vera í sambandi við starfsfólk Legudeildar varðandi komur sínar. Sama á við um það fólk sem þarf að komast á Ljós- mæðravaktina (fæðingardeildina) utan hefðbundins opnunartíma. Þau Þórunn og Snorri leggja áherslu á að á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja er rekin slysa- og neyðarvakt allan sólarhringinn. Það er því engin ástæða til að óttast að fólk í neyð komist ekki undir læknis- hendur þó svo að skiptiborðið sé lokað að næturþeli. hilmar@vf.is Snorri Björnsson yfirlæknir heilsugæslu HSS og Þórunn Benedikts- dóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja framan við innganginn á A-álmunni þar sem sett verður upp dyra- símakerfi þar sem ná má sambandi við vaktlækna. Hafa selt yfir 20.000 plötur Of Monsters and Men-stutt-skífan Into The Woods, sem kom út í netmiðlum og -búðum í Bandaríkjunum 20. desember á vegum Universal, hefur selst vel. Að sögn Soundscan hefur skífan núna selst í 20.160 eintökum sem er glæsilegur árangur. Hljóm- sveitin hefur átt lygilega góðu gengi að fagna síðastliðið ár eða svo og slegið gjörsamlega í gegn. Næst á dagskrá hjá krökkunum er svo að fylgja eftir þessari vel- gengni erlendis en nýverið samdi hljómsveitin við Universal út- gáfurisann. Vísir bætir við línuskipi Vísir hf. í Grindavík hefur keypt nótaskipið Steinunni frá Vestmannaeyjum en það var í eigu eins af bönkunum. Skipinu var siglt frá Eyjum í skipasmíðastöðina í Njarðvík í síðustu viku þar sem það verður gert klárt til línuveiða. Ekki fylgja veiðiheimildir með Steinunni. En til að byrja með verður skipið svokallað skipti- skip til þess að koma í veg fyrir hráefnisstopp þegar eitthvert af Vísisskipunum fimm þarf að fara í slipp vegna viðhalds. Mun Stein- unn því leysa hin skipin af. Jafn- framt er vonast til þess að skipið fái fleiri verkefni þegar fram líða stundir. AÐALFUNDUR KVENFÉLAGS KEFLAVÍKUR Verður haldinn mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 20:00 í Rauðakrosshúsinu Smiðjuvöllum 8 Allar kvenfélagskonur eru hvattar til að mæta og eiga góða stund saman. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.