Víkurfréttir - 26.01.2012, Qupperneq 6
6 FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar
berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á
fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.
Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur
frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur
auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar
birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu
greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent
efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum
Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
Leiðari Víkurfrétta
PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI
Nú í byrjun febrúar mun fyrsta
fyrirtækið úr „óvissuatvinnu-
tækifæra“-pakkanum form-
lega hefja rekstur þegar Verne
Global gagnaverið á Ásbrú
verður gangsett. Undirbúningur þess
hefur staðið yfir í nokkur ár og hafa for-
ráðamenn þess þurft að stíga yfir nokkra
þröskulda á leiðinni. Fleiri fyrirtæki
eru í lokaundirbúningi fyrir formlega
opnun, m.a. fiskeldi á Reykjanesi, kísilver
og síðustu fréttir af samningaviðræðum
Norðuráls og HS-Orku lofa góðu fyrir
álverið í Helguvík. Framkvæmdir við eins
og hálfs milljarðs hjúkrunarheimili við
Nesvelli í Reykjanesbæ fara í gang með
vorinu auk fleiri verkefna. Þetta mun allt
skapa ný störf auk þess sem átak í vinnu-
miðlun fyrir atvinnulausa í samvinnu
ríkis, sveitarfélaga og verkalýðsfélaga er
einnig að fara í gang. Þá eru ótalin aukn-
ing í ferðaþjónustu og störfum tengdum
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öll þessi atriði
munu skapa mörg störf og mun vonandi
ýta okkur upp úr hjólförunum. Enda
ekki vanþörf á þegar 1500 manns eru
atvinnulausir á Suðurnesjum, þar af eru
rúmlega þúsund búsettir í Reykjanesbæ,
samkvæmt tölum Vinnumálstofnunar frá
því í nóvember síðastliðnum. Við ættum
því að geta horft með örlítilli bjartsýni til
framtíðar og bætt smá brosi við í gegnum
tárin. Þetta er að koma.
Í þessu sambandi er vert að rifja aðeins
upp í fáum orðum þau risastóru áföll sem
hafa dunið yfir svæðið á undanförnum
örfáum árum. Þar er hægt að nefna
„fernuna“ sem var undirstaða atvinnulífs
með tilheyrandi áhrifum sem hún hafði
með styrkjum til íþróttalífs og menningar
á svæðinu. Þessi ferna er farin en hana
skipuðu fjórir risastórir aðilar sem við
þekkjum öll eða réttara sagt þekktum:
Varnarliðið í herstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli sem skapaði yfir þúsund störf
í hálfa öld, Íslenskir aðalverktakar og
Keflavíkurverktakar sem höfðu einnig
mikinn fjölda starfsmanna í vinnu auk
þess sem allir þessir þrír aðilar skiptu
við mörg fyrirtæki á Suðurnesjum og
sköpuðu þannig óbeint mörg störf. Fjórði
aðilinn í fernunni er svo auðvitað Spari-
sjóðurinn í Keflavík, hornsteinn í héraði,
sem lifði í rétt rúma öld og hafði gríðar-
lega mikil áhrif á uppbyggingu samfélags-
ins á Suðurnesjum. Var lengst af með yfir
50% markaðshlutdeild á Suðurnesjum
og lét gott af sér leiða með því að styrkja
betur en nokkur annar aðili menningu
og íþróttalíf á svæðinu. Þessi ferna hefur
horfið af spilaborði okkar Suðurnesja-
manna á síðustu fimm til sex árum. Ótrú-
legt nokk en þessir aðilar náðu allir háum
aldri en sá síðasti, Keflavíkurverktakar,
sem hétu síðast Atafl, urðu gjaldþrota
nýlega. Það skal því engan undra þó það
hrikti í stoðum samfélagsins hér á Suður-
nesjum með tilheyrandi erfiðleikum í
atvinnulífi og samfélagi. Þessir fjórir að-
ilar voru vissulega hornsteinn alls hér.
Við sjáum það nú þegar þeir eru horfnir.
Blessuð sé minning fernunnar. Hennar er
sárt saknað.
Það er oft sagt að í áföllum felist tækifæri.
Þegar einn gluggi lokist opnist annar. Við
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 2. febrúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Fernan sem fór
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
›› FRÉTTIR ‹‹
Miðstö ð símenntunar á Suðurnesjum er sjálfs-
eignastofnun sem hefur sem
markmið að efla sí- og endur-
menntun Suðurnesjamanna.
Starfsemi MSS er margþætt en
rauði þráðurinn er að hjálpa ein-
staklingum að bæta við sig þekk-
ingu og hjálpa þeim fyrstu skrefin
í átt að meiri menntun. Starfsfólk
MSS kappkostar að veita ráðgjöf
og persónulega þjónustu til íbúa
svæðisins og skapa umhverfi til
náms þar sem einstaklingum
líður vel.
Starfsemi MSS er hægt að skipta í
nokkra þætti:
Námskeiðahald
MSS heldur fjöldann allan af nám-
skeiðum á hverju ári. Fjölbreytt
úrval tómstundanámskeiða eru
í boði og eru námskeið í boði í
öllum sveitarfélögunum á Suður-
nesjum. Lengri námsleiðir skipa
mjög stóran sess í starfsemi MSS og
margar námsleiðir hafa sannað til-
gang sinn og eru í boði á hverri önn.
Má þar m.a. nefna Menntastoðir
sem er undirbúningsnám fyrir þá
sem vilja fara í Háskólabrú Keilis
eða frumgreinadeildir háskólanna.
Grunnmenntaskólinn hentar vel
fyrir þá sem vilja efla sig áður en
þeir fara í framhaldsnám og Aftur í
nám sem er nám fyrir lesblinda sem
vilja styrkja sig. Fjölbreytt úrval
er einnig af starfstengdu námi s.s.
fyrir skrifstofufólk, ferðaþjónustu,
starfsfólk á leikskólum, umönnun,
Svæðisbundið leiðsögunám, tölvu-
nám o.s.frv.
MSS hefur á undanförnum árum
komið reglulega með nýtt náms-
tilboð og það nýjasta eru svo kall-
aðar smiðjur. Smiðjurnar eru allar
120 kest. að lengd en innihaldið
er misjafnt. Þær smiðjur sem eru
í boði núna eru Grafísk hönnun,
Hljóðsmiðja sem unnin er í sam-
starfi við Geimstein, Kvikmynda-
smiðja unnin í samstarfi við Studio
List og Umhverfissmiðja í sam-
starfi við Landbúnaðarháskóla Ís-
lands. Smiðjurnar eru verklegar
og henta því vel þeim sem vilja
síður fara í bóklegt nám. Einnig
eru fleiri smiðjur í boði í samstarfi
við Vinnumálastofnun s.s. Textíl-
smiðja, Matarsmiðja, Gólfefn-
asmiðja, Járn- og trésmiðja og Kaffi
og barþjónanámskeið.
Náms- og starfsráðgjöf
MSS býður upp á náms- og starfs-
ráðgjöf fyrir einstaklinga. Þessi
þjónusta stendur öllum opin og án
kostnaðar. Þeir sem eru að velta
fyrir sér hvert þeir eigi að stefna
eru sérstaklega hvattir til að panta
sér tíma.
Náms- og starfsráðgjafi getur veitt:
- upplýsingar um nám og störf
- aðstoð við að kanna áhugasvið
og hæfni (áhugasviðsgreining)
- upplýsingar um mögulegar
námsleiðir og styrki
- aðstoð við að setja mark-
mið og útbúa námsáætlun
- tækifæri til að setjast niður
með hlutlausum aðila og
skoða stöðu sína almennt
Þjónusta við fyrirtæki
MSS býður fyrirtækjum og stofn-
unum upp á þjónustu í málefnum
sem tengjast starfsþróun starfs-
manna þeirra. Haft er að leiðarljósi
að sníða þjónustuna að þörfum
hvers og eins. Sem dæmi um þjón-
ustu má nefna:
- Skipulagning á styttri og
lengri námskeiðum fyrir
stofnanir og fyrirtæki.
- Þarfagreining meðal starfs-
manna fyrirtækis/stofnunar.
Þjónusta við útlendinga
MSS býður upp á íslenskunám-
skeið I-V fyrir útlendinga. Einnig
er boðið upp á Landnemaskóla þar
sem kennd er íslenska, tölvu- og
upplýsingatækni og samfélags-
fræðsla. Einnig er öflug ráðgjöf
fyrir Pólverja og í boði nokkur
námskeið á pólsku.
Fjarnám á háskólastigi
Fjarnám er vinsæll kostur þegar
einstaklingar ákveða að fara í nám.
Hægt er að stunda fjarnám við ýmsa
háskóla og framhaldsskóla. MSS
býður fjarnámsnemendum upp á
góða aðstöðu til náms. Fjölmargir
fjarnemar útskrifast á hverju ári frá
Háskólanum á Akureyri í hjúkr-
unarfræði, viðskiptafræði, leik- og
grunnskólafræði o.s.frv.
Fríir fyrirlestrar og allir velkomnir
MSS býður reglulega upp á fría fyrir-
lestra og sem dæmi er fyrirhugað
námskeið í markmiðasetningu í
Reykjanesbæ og fyrirlestur með
Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur í
Grindavík. Starfsfólk hvetur alla til
að kíkja við hjá MSS í Krossmóa
eða á Víkurbrautinni í Grindavík
og kynna sér starfsemina.
Guðjónína Sæmundsdóttir
forstöðumaður Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er sjálfseignastofnun sem
hefur sem markmið að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjamanna.
Tilboðsvika á
Hertex poka-
markaði að
Hafnargötu 50
Dagana 23. - 27. jan. er hægt að fylla plastpoka með not-
uðum fatnað fyrir aðeins 500
krónur.
Einnig er tekið á móti vel með
förnum fatnaði í búðinni. Kaffi og
ókeypis súpa í boði Velferðarsjóðs
Suðurnesja. Allir velkomnir.
Dæmi um námsleiðir:
Svæðisbundið leiðsögunám
Kvikmyndasmiðja
Grafísk hönnun
Hljóðsmiðja
Skrifstofuskólinn
Tölvunám
Fjölmennt á fundi
um skólamál
Margir Suðurnesjamenn mættu á fund um skóla-
mál sem haldinn
var í Fjölbrauta-
s k ó l a S u ð u r -
nesja þriðjudag-
inn 17.janúar.
Fundurinn var
á vegum Suður-
nesjavaktarinnar, Fræðsluskrif-
stofu og FFGÍR.
Fundurinn snerist um nýja reglu-
gerð menntamálaráðuneytisins
„Reglugerð um ábyrgð og skyldur
aðila skólasamfélagsins í grunn-
skólum.“ 2011/1040. En þar kennir
ýmissa grasa og má segja að reglu-
gerðin fjalli um allt „vesenið“ sem
getur gerst í skólanum.
Kynning á reglugerðinni var í
höndum Guðna Olgeirssonar, sér-
fræðings í menntamálaráðuneyt-
inu. Hann fór yfir helstu atriði
í reglugerðinni og sýndi fundar-
gestum í leiðinni fallegar myndir úr
náttúru Íslands.
Guðni og Védís Grönvold, sérfræð-
ingur í ráðuneytinu sátu síðan fyrir
svörum.