Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.2012, Page 11

Víkurfréttir - 26.01.2012, Page 11
11VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 ›› Sandgerði: HJÁLPRÆÐISHERINN Í REYKJANESBÆ Sönggleði fyrir börn ! Þriðjudagar: „Gospelkrakkar“ (1.- 3. bekkur) kl. 15:30 „Gospelkrakkar“ (4. - 8. bekkur) kl. 17:00 Fimmtudagar: Ungbarnatrall (3ja mán. - 1 1/2 árs) kl. 14:30 Krakkatrall (2 ára og eldri) kl. 16:15 Nánari upplýsingar hjá ester@herinn.is eða í síma 6943146 Hjálpræðisherinn, Flugvallarbraut 730, Ásbrú ÍAV ÞJÓNUSTA Vegna aukinna verkefna leitar ÍAV Þjónusta ehf að dugmiklu og ábyrgu starfsfólki til að vinna við hin ýmsu verkefni á starfsstöðvum félagsins. Við leitum að: · Rafvirkjum · Pípulagningamönnum · Smiðum · Byggingaverkamönnum Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2012. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Pétursson í tölvupósti gummip@iav.is Sækja skal um rafrænt á www.iav.is ATVINNA Við hjá ELKO leggjum áherslu á góðan starfsanda, mikla þjónustulipurð og skemmtilegan vinnustað. Laus er til umsóknar staða sölumanna við sumarafleysingar. Unnið er á vöktum í verslun ELKO í Fríhöfn. Helsta starfssvið sölufólks • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina ELKO • Umsjón með útliti og vörum verslunar Hæfniskröfur • 20 ára eða eldri • Þekking á raftækjum er kostur • Nákvæm vinnubrögð og stundvísi • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Viðkomandi þarf að geta hafið störf í maí Sótt er um á vef ELKO, www.elkodutyfree.is og www.elko.is Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Sölumenn óSkaSt í SumarafleySingar Skuldir Sandgerðisbæjar hafa áttfaldast á tíu árum. Þær voru 666 milljónir króna árið 2002 en eru 5.400 milljónir í dag. Á sama tíma á Sandgerðisbær handbært fé í banka upp á 1119 milljónir króna, upphæð sem myndi duga til að greiða upp fimmtung af skuldum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn Sandgerðis boðaði til borgarafundar um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sl. fimmtudags- kvöld. Þar var gerð grein fyrir fjár- hagsstöðunni. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, sagði stöðuna alvarlega og ekki yrði hjá því kom- ist að hækka álögur á bæjarbúa og nýta tekjustofna til fullnustu. Það væru þung skref að stíga, en ekki yrði komist hjá hækkunum. Á fundinum kom fram að skuldir bæjarfélagsins eru í dag 456% en mega vera 150%. Það geti tekið nokkur ár að koma stöðu sveitar- félagsins í ásættanlegt horf. Vefur- inn 245.is í Sandgerði vitnar í Har- ald Líndal Haraldsson hagfræðing sem unnið hefur að skoðun fjár- mála og gerð fjárhagsáætlunar. Á fundinum sagði hann að taka yrði á öllum rekstrar- og framkvæmda- liðum fjárhagsáætlunar. Það gæti orðið þungbært en hjá því verði ekki komist að koma fjármálum bæjarins í lag. Í sömu umfjöllun um fundinn segir að bæjaryfirvöld hafi í samráði við eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga unnið að lausn á fjárhagsvanda Sandgerðisbæjar. Þar er m.a. horft til peningalegrar eignar Sandgerðis- bæjar, sem á 1119 milljónir í hand- bæru fé í banka. Þessar milljónir verða væntanlega notaðar til að lækka skuldastöðuna en fjárhæðin gæti dugað til að lækka skuldir um fimmtung. Hækka álögur á bæjarbúa – og nýta skattstofna í topp Þorrablót í Garðinum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.