Víkurfréttir - 26.01.2012, Síða 12
12 FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Ýmsar stærðir og gerðir af
herbergjum, með eða án húsgagna,
með sameiginlegu eldhúsi og
baðherbergi eða sér eldhús og bað,
með eða án húsgagna. Aðgangur
að gufubaði og borðtennisborði.
Internet og orka innifalin og allur
sameiginlegur kostnaður.
Góð staðsetning og hagstætt
leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og
860 8909.
Til leigu stúdíóíbúð miðsvæðis
í Keflavík, hagstæð leiga. S. 895
8230 og 860 8909.
Gisting Amaró.
Gisting í skemmtilegum íbúðum
við göngugötuna Akureyri. Gott
verð. Sjá www.gistingamaro.is
S: 461 5403
Herbergi með baði til leigu í
Heiðarholti, sérinngangur.Upp
lýsingar í síma 869 5544 eftir kl 20.
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 26. jan. - 2. febr. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leir-
námskeið • Handavinna
• Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga
á boltum • Hádegismatur •
Síðdegis kaffi • Tölvuklúbbur FEBS
Léttur föstudagur
27. janúar kl. 14:00
dagskrá FEBS: Tónlistar-
skóli RNB, kaffihús opið.
Nánari upplýsingar
í síma 420 3400
Kirkjur og samkomur:
Hjálpræðisherinn,
Flugvallarbraut 730, Ásbrú.
Föstudaginn 27. jan. „Herbúðir
unga fólksins“ kl. 19:30.
Sunnudaginn 29. jan. Samkoma kl.
11:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
ÓSKAST
Ungt par óskar eftir íbúð til leigu í
Reykjanesbæ, allt kemur til greina.
Uppl. í síma 771 8211.
Óska eftir geymsluhúsnæði með
breiðri hurð til leigu í ca. 1 2
mánuði. Uppl. í síma 862 0322.
ÝMISLEGT
Búslóðaflutningar og allur al-
mennur flutningur. Er með 20
rúmmetra sendibíl/kassabíl með
lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
Kjólaleigan Celía Sól
Leiga á stuttum kjólum kr. 4.000.
Leiga á síðum kjólum, þorratilboð
kr. 5.500.
Öll mál í cm inni á síðunni. Sendi
út um allt land. Frí póstsending
aðra leið. Er á Facebook kjola
leiga@gmail.com
BARNAGÆSLA
Amma óskast til leigu
Barngóð manneskja óskast til að
gæta tveggja stúlkna (6 og 1 árs)
annað slagið frá eftirmiðdegi fram
að kvöldverði eða eftir samkomu
lagi. Þarf helst að vera með bílpróf
og reyklaus. Áhugasamir hafi sam
band í s. 8689427 eða á dunna@
hss.is
www.vf.IS
NÚ GETUR ÞÚ SENT
VÍKURFRÉTTUM
SMÁAUGLÝSINGAR
Á VEFNUM
www.vf.IS
TIL SÖLU
Verslun til sölu
Verslun okkar er til sölu. Frábært
tækifæri fyrir réttan aðila. Miklir
möguleikar! Skoðum skipti. uppl. í
síma 771 1449.
Tvær handfærarúllur og sökkur á
handfæri. Uppl. í síma 849 4086.
fJALLAHJÓL TIL SÖLU
af gerðinni GT Aggressor,
keypti það nýtt í mars 2011 og
hef aðeins notað það nokkrum
sinnum síðastliðið sumar.
verð: kr. 50.000,-
Upplýsingar í síma
868 8023 eða á netfangið
steini230@gmail.com
Vertu í góðu sambandi
við Víkurfréttir!
Auglýsingadeild í síma 421 0001
Fréttadeild í síma 421 0002
Afgreiðsla í síma 421 0000
Heimsóknavinir eru eitt af áhersluverkefnum Rauða
krossins, og um land allt fær fjöldi
fólks heimsóknavin frá Rauða
krossinum til sín. Í Reykjanesbæ
hafa heimsóknavinir verið starf-
andi um langt árabil, og nú vill
deildin efla verkefnið og auglýsir
því eftir sjálfboðaliðum til starfa.
Margir íbúar á starfssvæði deildar-
innar bíða eftir að fá heimsóknavin
til sín, en eflaust eru ennþá fleiri
sem vilja gjarnan fá heimsóknir en
hafa ekki leitað eftir því. Það væri
því gaman ef hægt væri að fjölga í
báðum hópum. Heimsóknavinir
geta verið konur og karlar á öllum
aldri, og einnig þeir gestgjafar sem
fá heimsóknina. Þeir sem áhuga
hafa á að fá heimsóknavin geta haft
samband við deildina.
Hlutverk heimsóknavina er að
veita góðan félagsskap, nærveru og
hlýju. Það fer svolítið eftir áhuga-
málum og aðstæðum þess sem
heimsóttur er, hvernig gestgjafi og
heimsóknavinur verja tímanum
saman. Yfirleitt eru þetta vikulegar
heimsóknir, klukkustund í senn, en
geta verið sjaldnar, ef það hentar
betur.
Heimsóknir eru yfirleitt á heimili
fólks, dvalarheimili eða sambýli.
Heimsóknavinur þarf að hafa
gaman af því að umgangast fólk,
vera traustur og áreiðanlegur og
hafa vilja til að láta gott af sér leiða.
Allir heimsóknavinir þurfa að
sækja undirbúningsnámskeið áður
en þeir hefja heimsóknir.
Suðurnesjadeild Rauða krossins
mun á næstunni halda námskeið
fyrir heimsóknavini. Námskeiðið
verður haldið í húsnæði deildar-
innar, að Smiðjuvöllum 8 í Reykja-
nesbæ miðvikudaginn 1. febrúar
og hefst kl. 20:00. Nánari upp-
lýsingar og skráning er í síma 420
4700 eða á heimasíðu Rauða kross-
ins www.raudikrossinn.is Heim-
sóknavinum bjóðast síðan ýmiss
gagnleg námskeið t.d. í skyndihjálp
og sálrænum stuðningi.
RKÍ Suðurnesjadeild
Sími 420-4700, 896-0433
sudredcross@sudredcross.is
›› GARÐUR ‹‹
›› VF.IS ‹‹
Garður skrifar
undir þjónustu-
samning
Bæjarstjórar Sveitarfélagsins Garðs og Reykjanesbæjar
hafa endurnýjað þjónustu-
samning Garðs við Reykjanesbæ.
Undanfarin ár hefur Garður
keypt af Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar ráðgjöf sem
felur í sér rekstrarráðgjöf til
skóla og sérfræðiþjónustu
fyrir leik- og grunnskóla.
Nýi samningurinn nær einnig
til þátttöku í verkefni um fram-
tíðarsýn í skólamálum. Verkefninu
er ætlað að bæta námsárangur
á Suðurnesjum. Framtíðarsýnin
felur meðal annars í sér aukna
samvinnu leikskóla, grunnskóla
og foreldra. Þjónustusamningur
þessi er tímabundinn til fimm
ára og tekur gildi 1. janúar 2012.
Ferðamanna-
vegur frá
Ósabotnum að
Garðskaga
Minnisblað vegna „Ferða-mannavegar á Reykjanesi“
var lagt fyrir bæjarráð Sveitar-
félagsins Garðs á dögunum.
Ásmundur Friðriksson, bæjar-
stjóri, kynnti verkefnið og fór yfir
þær hugmyndir sem unnið er
eftir. Ferðamannavegurinn verður
í fyrsta áfanga frá Ósabotnum að
Garðskaga og verður upplifun
fyrir ferðamenn og gesti svæðisins
að ferðast um vel merkta og
skemmtilega ferðamannaleið.
Handbært fé til
tölvukaupa
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að veita 450
þúsund krónum til tölvukaupa
í Gerðaskóla. Tillagan var
samþykkt samhljóða en upp-
hæðin fyrir tölvunum verður
tekin af liðnum handbært fé.
Skipuð í stjórn
menningarseturs
Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Garðs hefur
verið skipaður fulltrúi Garðs
í stjórn Menningarseturs að
Útskálum ásamt bæjarfulltrú-
anum Davíð Ásgeirssyni.
Varamaður þeirra í stjórninni
er Kolfinna S. Magnúsdóttir.
Vilji til sam-
starfs en engar
fjárveitingar
Beiðni Ara Trausta Guðmunds-sonar f.h. Lífsmyndar ehf.
um stuðning við gerð sjónvarps-
þáttaraðarinnar „Land verður til“
var tekin fyrir í bæjarráði Sand-
gerðis á dögunum. Þáttaröðin er
heimildamynd fyrir sjónvarp um
náttúru og sögu Reykjanessskaga.
Í erindi til Sandgerðisbæjar er farið
fram á stuðning með samvinnu
og fjárframlögum sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Sveitarfélögunum
verður frjálst að nýta efni þáttanna
til kennslu, gjafa og á hvern þann
hátt sem getur orðið þeim til hags-
muna. Bæjarráð Sandgerðis fagnar
frumkvæði Lífsmyndar og lýsir
yfir vilja til samstarfs vegna verk-
efnisins. Um beinar fjárveitingar
vegna verkefnisins verður þó ekki
að ræða.
Bæjarráð skipar Reyni Sveinsson
sem tengilið bæjarfélagsins við
verkefnið.
Viðræður við
HSS varðandi
þjónustu í
Sandgerði
Minnisblað viðræðuhóps Sandgerðisbæjar við full-
trúa Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja var lagt fyrir fund bæjarráðs
Sandgerðis á dögunum. Bæjarráð
fagnar því góða samstarfi sem
hefur verið við HSS síðustu miss-
eri á tímum þar sem stjórnendur
Heilbrigðisstofnunarinnar þurfa
að vinna undir ströngum sparn-
aðarkröfum.
Bæjarráðið lýsir þó yfir áhyggjum
af fyrirséðum læknaskorti á Suður-
nesjum sem hefur áhrif til hins verra
í heilbrigðismálum á svæðinu.
Þá lýsir bæjarráð Sandgerðis yfir
vilja til samstarfs við stjórnendur
HSS til að tryggja reglubundna við-
veru læknis í Sandgerði einkum í
ljósi þess að ekki hefur verið haldið
úti lögbundinni heilsugæsluþjón-
ustu í sveitarfélaginu frá árinu
2008.
Vilt þú verða heimsókna-
vinur Rauða krossins?
Hönnun og prewTökum að okkur allt
Upplýsingar í síma 421 0000
prentverk og hönnun!
vf.is