Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.01.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 26.01.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 Holtsgata 56, Reykjanesbæ, sími 421 2000. Atvinna Starfskraftur óskast til ræstistarfa á leikskóla Vinnutími frá kl. 13:00 til 17:00 Starfskröfur: Einhver reynsla af vinnu við ræstingar Aldur: 25 ára eða eldri Tungumál: Íslenska Umsóknum skal skilað á heimasíðu allthreint.is undir liðnum störf í boði fyrir 1. febrúar nk. „Ég útskrifaðist úr lyfjafræðinni árið 1988 með Masterspróf og hef verið að vinna í apótekum hér og þar síðan,“ segir Sigríður hress í bragði er blaðamaður hitti hana á kaffistofu Lyfju í Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir útskrift fluttist hún vestur á Ísafjörð þar sem hún starfaði í apóteki en þaðan eru foreldrar hennar ætt- aðir. Sigríður, eða Sigga Palla eins og hún er jafnan kölluð er engu að síður uppalin á Holts- götunni í Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla alla sína skólagöngu. Hún hóf að reka sitt eigið apótek á Hellu og Hvolsvelli eftir stutt stopp fyrir vestan. Hún kunni vel við sig á Suðurlandi og líkaði vel við sveitina. Um þetta leyti fóru apótekakeðjurnar að myndast og keyptu upp einkareknu apótekin og þá fór hún að vinna sem lyfsali hjá keðj- unum. Hún var um tíma formaður lyfjafræð- ingafélagsins og ferðaðist töluvert vegna starfa sinna þar og þá aðallega um Norðurlöndin. Þá fannst henni ekki nógu gaman að geta ekki tjáð sig og rifist á einhverju norrænu tungumáli þannig að næst á dagskrá var að ráða sig til starfa í Noregi. Það var árið 2004 og hefur Sig- ríður síðan verið meira og minna með annan fótinn þar ytra. Þar kynntist hún nýjum stefnum og straumum. „Norðmennirnir eru framarlega í endur- menntun og lyfjafræðilegri ráðgjöf, þar eru lyfjafræðingarnir frammi með viðskiptavin- inum „direkt reseptur“ en ekki baka til eins og algengast er hér. Við Íslendingar erum þó mjög framarlega á merinni og ég hef tekið eftir því að Lyfja er mikill frumkvöðull í samanburði við mörg Evrópulönd, þá aðallega í sambandi við hjúkrunarþjónustu og samvinnu heilbrigðis- stétta,“ en Sigríður var ávallt stolt af þeim ár- angri Íslendinga þegar hún bjó í Noregi. „Við erum svo flott hérna á Íslandi. Tölvukerfið og allt sem því tengist er til fyrirmyndar hérna á meðan Norðmenn eru varla búnir að gera þetta rafrænt ennþá.“ Sigríður segist vera alveg í skýjunum með það að vera komin á heimaslóðir en hún hefur starfað hjá Lyfju í Reykjanesbæ síðan í haust eins og áður segir. „Ég elska það að vera komin heim eftir um 30 ára fjarveru. Þegar maður fer að eldast þá kitlar að snúa aftur í heimahagana þar sem fjölskyldan og vinirnir eru,“ segir Sigríður sem flutti til Njarðvíkur ásamt tveimur börnum sínum, en það var fyrir algera tilviljun að Sig- ríði bauðst starf hérna. Mikið hefur breyst síðan Sigríður bjó hér fyrir 30 árum en hún segist kunna afar vel við sig í Krossmóanum þar sem Lyfja er til húsa. Hana langar til að breyta og bæta ýmislegt og hefur margar hugmyndir. Hún vill bæta samstarf við heimahjúkrun og lækna af öllum toga. Hana langar m.a. að bjóða upp á aukna lyfjafræðilega ráðgjöf, en hún felst í því að fólk geti leitað til apótekanna varðandi lyfin sem það er að taka. „Á þessum tímum tel ég mikilvægt að við séum hluti af aðgengilegri heilbrigðisþjónustu og um leið að spara peninga með því að bjóða upp á betri þjónustu frá apótekunum.“ Sigríður segir mikilvægt að fólk taki lyfin sín með réttum hætti. Þau bjargi jú mannslífum og hjálpi fólki mikið. „Það er ekki eðlilegt að vera með verki en auðvitað er best að lifa heilbrigðu lífi og ef að hjá því er komist að taka lyf þá er það hið besta mál.“ Sigríður hefur verið að hjálpa fólki að hætta að reykja í fjölda ára en það hefur hún gert með námskeiðum sem hafa hópeflið að leiðarljósi. Hún segist opin fyrir því að halda slík nám- skeið hérna á Suðurnesjum enda sé henni þetta afar hugfangið. Hún starfaði einnig í stjórn sykursýkissamtak- anna í Noregi og þar fræddist hún mikið um þann sjúkdóm. Hún segist gjarnan vilja hjálpa fólki sem glímir við sykursýki en hægt er að lifa góðu lífi með sjúkdómnum ef vel er hugsað um heilsuna. Hægt er að heimsækja Sigríði í Lyfju og fá ráðgjöf um sykursýki sé þess óskað. Sigríður segir það skemmtilegasta við það að vinna í apótekum sé að taka þátt í heilbrigðis- geiranum og nú sé verið að leggja enn meiri áherslu á þetta en áður með því að bjóða upp á aukna þjónustu frá apótekunum. - Loks komin í heimahagana ›› VOGAR ‹‹ Stefnumótun um Græna hagkerfið í Vogum Greinargerð um Græna hagkerfið var lögð fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á dögunum. Bæjarráð leggur til að greinargerðin verði lögð til grundvallar umsókn Sveitarfélagsins Voga um að verða tilraunasveitar- félag í Græna hagkerfinu. Vogamenn skoða siðareglur kjör- inna fulltrúa Gerð siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Vogum voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Voga. Lagðar voru fram siðareglur kjörinna fulltrúa í nokkrum nágrannasveitarfélögum. Umræða fór fram um siða- reglur, gerð þeirra og gildissvið. Jafnframt var fjallað um hvort setja skuli samskiptareglur kjör- inna fulltrúa og starfsmanna. Bæjarráð samþykkir að unnið skuli að gerð samskiptareglna kjörinna fulltrúa og starfs- manna sveitarfélagsins. Bæjar- stjóra var falið að vinna tillögur að samskipta- og siðareglum. Vilja umsögn vegna ræktunar- leyfis í Stakksfirði Matvælastofnun hefur lagt fram beiðni um umsögn vegna ræktunarleyfis í Stakks- firði til Sveitarfélagsins Voga. Bæjarráð sveitarfélagsins leggur áherslu á að fjarlægðarmörk séu virt og að tryggt sé að fyrirhuguð ræktunarstaðsetning trufli ekki siglingarleið úr og í Vogahöfn. Jafnframt bendir bæjarráð á mikilvægi þess að ræktunar- svæðið fari ekki inn á skilgreint akkerissvæði í Stakksfirði. ›› VF.IS ‹‹ Sigríður Pálína Arnardóttir lyfjafræðingur tók við stöðu lyfsöluleyfishafa í Lyfju Kefla- vík þann 1. október síðast- liðinn. Sigríður er uppalin í Njarðvík og hefur kappkostað við að veita íbúum á Suður- nesjunum sem besta þjónustu síðan hún kom til starfa. Sigríður yfirgaf Njarðvík í kringum tvítugt en hún er alsæl með það að vera komin aftur heim. Lífsglaði lyfsalinn & atvinnulíf Umsjón: Eyþór Sæmundsson / eythor@vf.is „Ég hef tekið eftir því að Lyfja er mikill frumkvöðull í samanburði við mörg Evrópu- lönd. Þá aðallega í sambandi við hjúkrununarþjónustu og samvinnu heilbrigðisstétta.“ Ungmennahreyfing Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Starfsemin er hafin aftur eftir jólafrí. Erum núna á fimmtudögum. Börn á aldrinum 10-16 ára og er skipt í tvo hópa. 5. - 7. bekkur (1999-2001) kl. 16:30 – 18:30 8. - 10. bekkur (1996-1998) kl. 19:00 – 21:00 Hlökkum til að sjá ykkur URKÍ-S Smiðjuvellir 8 230 Keflavík Sími:420-4706, 661-4775 (Gugga) Öll framtíðar- störf auglýst hjá Reykjanesbæ Hjá Reykjanesbæ eru öll framtíðarstörf auglýst. Ekki er auglýst í tímabundnar stöður og/eða afleysingar nema í undantekningartilfellum, segir í svari frá bæjarfélaginu við fyrirspurn bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar 29. des. sl. Spurt var hversu margir hafi verið ráðnir hjá Reykjanesbæ og undirstofnunum utan við afleysingar árin 2009-2011 án auglýsingar og hversu margir þeirra væru enn við störf.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.