Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 09.02.2012, Blaðsíða 10
10 FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Hlutverk: • Mótun og framfylgd starfsmannastefnu • Greining á mannaflaþörf og umsjón með ráðningum í samráði við aðra stjórnendur • Endurskoðun á núverandi vaktakerfi • Gerð ráðningasamninga og samræming verkferla • Endurskoðun á frammistöðumati starfsmanna og bónusa- og fríðindakerfum • Móttaka nýrra starfsmanna og umsjón með þjálfun þeirra • Umsjón með starfsþróun, innri vef og fræðslumálum DREYMIR ÞIG UM AÐ LEIKSTÝRA EINU AF UNDRUM VERALDAR? MANNAUÐSSTJÓRI Bláa Lónið hefur margsinnis verið valið einn besti spa staður á heimsvísu sem byggir á einstakri upplifun gesta þar sem frammistaða starfsmanna skiptir höfuðmáli. Staðurinn er einstakur að því leiti að við tökumst á við fullt af óvæntum uppákomum á degi hverjum, búum yfir mikilli lífsgleði og orku. Við leitum því að metnaðarfullum og úrræðagóðum mannauðsstjóra sem laðar fram það besta í hverjum og einum starfsmanni. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði 160-220 starfsmenn. Frekari upplýsingar veitir Dagný H. Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, netfang dagny@bluelagoon.is. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og eru umsækjendur beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Bláa Lónsins: www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Atvinna/Atvinnuumsokn/ Persóna: • Menntun á sviði mannauðsmála • Reynsla af sambærilegum störfum nauðsynleg • Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileikar • Frumkvæði og hæfni til að innleiða breytingar og vinna í teymi • Reynsla af stjórnun vaktavinnustaða æskileg • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli • Mjög góð tölvukunnátta OPINN FUNDUR UM ATVINNU- OG EFNAHAGSMÁL Á RÁNNI FIMMTUDAGINN 9. FEBRÚAR KL. 20 FRUMMÆLENDUR ODDNÝ G HARÐARDÓTTIR, FJÁRMÁLARÁÐHERRA MAGNÚS ORRI SCHRAM, ÞINGFLOKKSFORMAÐUR ALLIR VELKOMNIR KLÁRUM MÁLIN Sandgerðingar á heimavelli Sandgerðingar voru á heima- velli þegar þeir skrifuðu undir samning um björgunar- og slökkviþjónustu við Isavia í flugstöð Leifs Eiríkssonar sl. föstudag. Að lokinni undir- skrift hlustuðu bæjarfulltrúar Sandgerðinga á kynningu Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia. Þar sem flugstöðin er að mestu í landi Sandgerðis þá gladdi for- stjórinn Sandgerðinga þegar þeir sáu upphafssíðuna á kynn- ingunni en þar stóð: Kynning fyrir bæjarstjórn Sandgerðisbæjar á SANDGERÐISFLUGVELLI… Gerðist ekkert í Keflavík? Í umræðum um að gera sögu Reykjanesbæjar skil á einhvern hátt á tuttugu ára afmælinu eftir tvö ár kom fram hjá Eysteini Eyjólfssyni, Samfylkingu, á bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag að það vantaði síðasta kaflann í söguritun Keflavíkur en lokið væri við ritun sögu Njarðvíkur. Gunnar Þórar- insson, Sjálfstæðisflokki og Njarð- víkingur, sagði það kannski rétt að sögu Njarðvíkur hafi verið lokið en það væri í raun óþarfi að skrifa restina af sögu Keflavíkur því það hefði ekkert gerst. Bæjarstjóri kom upp og bað bæjarfulltrúa að sleppa hverfaríg í þessari umræðu en brosti út í annað enda hlógu menn að kommenti Gunnars. Njarðvíkurskógar Meira um hverfaríg. Í Framtíðarsýn Reykjanes- bæjar til ársins 2015 var fyrir seinni umræðu bætt inn í umhverfis- og skipulags- verkefni lið um Njarðvíkurskóga frá fulltrúa Framsóknarflokks. Þar er lagt til að hefja skógrækt milli Grænáss og Bolafótar að Melavegi og þar í framtíðinni gerð útivist- arparadís í líkingu við Kjarnaskóg á Akureyri. Gunnar Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að það væri kannski ekki rétt að vera að skíra nýja skóga eftir hverfum. Kannski af því að hann var nýbúinn á bæjarstjórnarfundinum að gera grín að Keflvíkingunum. Verk- efnið væri hins vegar mjög gott… Ný bókunardrottning Silja Dögg Gunnars- dóttir, vara- bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ leysti Kristin Jakobs- son, oddvita flokksins af hólmi á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Hún stóð upp og flutti einar fjórar bókanir við hin ýmsu mál en afar óalgengt er að bæjarfulltrúar flytji bókanir í löngum bunum. Silja sagði í pontu brosandi eftir flutning síðustu bókunarinnar í afsökunartón að hún vildi nota tækifærið þegar hún fengi að koma á bæjarstjórnarfund í þessi fáu skipti, að láta í sér heyra. Silja fetar í fótspor annarar framsóknard(r)ífu en Drífa Sigfúsdóttir, oddviti Fram- sóknar og forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, fyrir um tuttugu árum síðan fékk einmitt þetta viðurnefni; bókunardrottning.. Óveður raskaði flugi Óveður setti strik í reikninginn hjá mörg hundruð ferða-mönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll á þriðjudag- inn. Um 450 farþegar sátu fastir um borð í þotum Icelandair á flughlöðum í allt að 3 klukkustundir þar sem ekki viðraði til að taka vélarnar upp að landgöngum flugstöðvarinnar. Ekki grétu þó allir veðrið á Keflavíkurflugvelli því Boeing- verksmiðjurnar sendu hingað Dreamlinerþotu og gerðu á henni tilraunir í snörpum hliðarvindi, enda sló í 30 metra á sekúndu á vellinum þegar verst lét.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.