Víkurfréttir - 09.02.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012
AUGLÝSING FRÁ MENNINGARRÁÐI SUÐURNESJA
Menningarráð Suðurnesja hefur ákveðið að gefa út kynningarbók um fjölbreytta menningu á Suðurnesjum.
Gert er ráð fyrir að í bókinni verði kynning á einstaklingum sem starfa við hönnun, handverk, listiðnað, myndlist, ljósmyndun og
ýmislegt annað. Allir einstaklingar sem telja sig tilheyra þessum hópi og eru með list sína í sölu allt árið annað hvort á vinnustofu
eða öðrum sölustöðum, geta sótt um skráningu í bókinni. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar. Fagleg valnefnd fer yfir umsóknir.
Hver einstaklingur er kynntur á einni blaðsíðu í bókinni með mynd af einu verki og ítarlegum upplýsingum. Hver síða er einnig
prentuð á kortapappír til afnota fyrir listamanninn. Kostnaður við þátttöku í verkefninu er kr. 32.000.-
Allar nánari upplýsingar um verkefnið og skilagögn ásamt umsóknareyðublaði er að finna
á www.menning.sss.is eða hjá undirritaðri.
Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri
Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja
bjork@heklan.is
sími: 894-1116 421-3280
SAMBAND
SVEITARFÉLAGA Á
SUÐURNESJUM
VORUM AÐ TAKA
UPP NÝJAR VÖRUR
20% AUKA AFSLÁTTUR
AF ÚTSÖLUVÖRUM
Ekkert verður af
landakaupum
Það er mat bæjarfull-
trúa í Garði
að möguleg
fjármögnun
vegna fyrir-
hugaðra kaupa
á landi Gerða í Sveitarfélaginu
Garði var ekki hagstæð og því
verður ekki af kaupunum.
Bæjarstjóra Garðs hafði seint á
síðasta ári verið falið að kanna
með fjármögnun vegna mögulegra
kaupa á Gerðalandi. Um var
að ræða yfir 70 hektara lands
sem er í eigu þeirra Bergþórs
Baldvinssonar, Finnboga Björns-
sonar og Bjargar Björnsdóttur.
Siglingastofnun
bæti veikleika í
sjóvörnum í Garði
Árið 2010 var gerð skýrsla af Verkfræðistofu Suður-
nesja og send Siglingastofnun
þar sem bent er á þá veikleika
sem eru í sjóvörnum í Garði.
Uppbygging göngustíga með
ströndinni á næstu árum er að
stórum hluta undir því komin
að sjóvarnir verði í lagi, segir í
gögnum bæjarráðs Sveitarfélags-
ins Garðs. Því skorar bæjarráð á
Siglingastofnun að skoða þann
möguleika að viðgerð fari fram
sem fyrst svo ekki komi til að það
tefji gerð göngustíga með strönd-
inni frá Garðskaga að Útskálum.
Bæjarráð hefur jafnframt
falið bæjarstjóra að senda
bréf til Siglingastofnunar
með ofangreindri áskorun.
Einar Mikael töframaður hefur verið duglegur að skemmta
landanum að undanförnu og á
dögunum hélt hann sýningu í
Austurbæ sem vakti stormandi
lukku. Einar er einn færasti töfra-
maður landsins en hann er út-
skrifaður úr Hogwarts School of
Witchcraft and Wizardy og er að
taka masterinn í fjarnámi þessa
stundina. Einar Mikael á fjölda
sýninga að baki og hefur kennt
tæplega 2000 börnum töfrabrögð
nú á þessu ári.
Á laugardag ætlar Einar að halda
fjölskylduskemmtun í Frumleikhús-
inu í Reykjanesbæ þar sem fram-
kvæmd verða töfrabrögð á heims-
mælikvarða. Sýningin sem hefst kl.
15:00 verður 90 mínútna löng og er
ætlum öllum aldurshópum. Aðeins
kostar 1200 krónur inn og mun
allur aðgangseyrir renna óskiptur
til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Einar
Mikael kíkti í vikunni í heimsókn
á leikskólann Gimli í Njarðvík þar
sem hann skemmti börnunum á
Útgarði en þau voru dugleg að að-
stoða töframanninn og skemmtu
sér konunglega. Myndband með
nokkrum töfrabrögðum sem Einar
Mikael sýndi á Gimli verður komið
á vf.is síðar í dag.
Sýnir töfrabrögð á heims-
mælikvarða til styrktar
Velferðarsjóði Suðurnesja