Víkurfréttir - 09.02.2012, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012
Vilt þú spennandi og líflegt
sumarstarf í ferðaþjónustu?
ALP bílaleiga leitar að fólki með drifkraft og metnað til starfa á Keflavíkur-
flugvelli. Leitað er eftir einstaklingum með ríka þjónustulund og áhuga á
ferðaþjónustu.
Umsóknir sendist á atvinna@alp.is. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2012.
Leitað er eftir bæði konum og körlum. Starfstími er áætlaður frá lok maí til loka ágúst. Reynsla og áhugi á
ferðaþjónustu og bílum er kostur. Launakjör eru samkvæmt samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur og
Eflingar-stéttarfélags. Alp er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi. AVIS og BUDGET starfa á heimsvísu, með
starfsstöðvar í yfir 160 löndum.
AFGREIÐSLA
Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum.
Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.
HELStu vERKEFnI:
• Afhending og móttaka bílaleigubíla
• Gerð leigusamninga
• Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini
• Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina
ÞRIF Á BÍLuM
Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum.
Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.
HELStu vERKEFnI:
• Þrif á bílum – að innan og utan
• Yfirferð yfir ástand bíls
• Akstur
ALMEnnAR HæFnISKRöFuR:
• Bílpróf er skilyrði
• Hreint sakavottorð
• Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund
• Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður
• Snyrtimennska
• 20 ára lágmarksaldur
ALMEnnAR HæFnISKRöFuR:
• Bílpróf er skilyrði
• Tungumálaþekking er skilyrði (helst 2 tungumál)
• Hreint sakavottorð
• Tölvuþekking
• Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund
• Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður
• Snyrtimennska
• 20 ára lágmarksaldur
EN
N
EM
M
/
SI
A
/ N
M
41
36
1
Knarrarvogur 2 • 104 Reykjavík • Sími 591 4000 • avis.is
Hið virta tímarit National Geographic telur Bláa lónið
vera eitt af undrum veraldar.
Umfjöllun blaðsins er skipt í þrjá
hluta eftir því hvort staðirnir
tengjast lofti, láði eða legi. National
Geographic lýsir Bláa lóninu sem
paradís jarðvarmans staðsett í um-
hverfi sem minnir á tunglið.
Magnea Guðmundsdóttir, kynn-
ingarstjóri Bláa lónsins, segir til-
nefninguna vera mjög þýðingar-
mikla fyrir Bláa lónið.
„Náttúruundrin sem eru á lista
National Geographic eru einstök
– hvert á sinn hátt. Margir af mark-
verðustu stöðum og fyrirbærum
heims eru á listanum t.d. Regn-
skógarnir í Borneó, norðurljósin
við Norðurheimsskautið, Sahara
eyðimörkin og Kristalhellarnir í
Mexíkó. Í umsögn National Geog-
raphic kemur fram að öll eiga þessi
undur veraldar það sameiginlegt
að vera afsprengi náttúruafla og líf-
fræðilegra aðstæðna.
Í umsögn National Geographic
kemur fram að Bláa lónið er „gjöf
jarðvarmans til okkar“.
Magnea segir umsögnina eiga vel
við þar sem gestir Bláa lónsins njóti
vellíðunar og lækningamáttar Bláa
lónsins á degi hverjum.
National Geographic
velur Bláa lónið sem eitt
af 25 undrum veraldar