Víkurfréttir - 09.02.2012, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012
ÞEKKING
ÁRANGUR
REYNSLA
METNAÐUR
Keilir leiðandi
aðili í notkun
iPad í kennslu
Flugakademía Keilis hefur nýtt rafrænar kennslu-
bækur í iPad spjaldtölvum
síðan haustið 2011. Nokkur
umræða hefur verið undan-
farið um skóla sem eru að taka
spjaldtölvur í sína þjónustu og
skipta þeim út fyrir hefðbundnar
kennslubækur. Þannig hyggst
Vogaskóli í Reykjavík hafa allar
kennslubækur fyrir heilan árgang
nemenda geymdar í Kindle.
Kostir þess að nýta slíkan búnað
fyrir rafrænar kennslubækur eru
margvíslegir, til að mynda léttir
þetta fyrirkomulag þungan burð
skólabóka. Þá býður Kindle upp
á að nemendur geta stækkað
letur textans að þörfum, nokkuð
sem ekki verður gert með hefð-
bundnum kennslubókum. Fleiri
aðilar hafa séð notkunarmögu-
leika spjaldtölva, en Margrét
Pála Ólafsdóttir hefur tilkynnt
að iPad spjaldtölvur verði í fram-
tíðinni nýttar í grunnskólum
Hjallastefnunnar. Frá þessu er
greint á vefsíðu Keilis, keilir.net.
Síðastliðið haust tóku kenn-
arar í Flugakademíu Keilis af
skarið og afhentu nemendum
í bóklegu námi til atvinnuflugs
iPad á fyrsta skóladegi með
kennslugögnum innanborðs.
Verður þessi leið þróuð í vetur
og býr Keilir sig undir að stíga
alvöru skref inn á þessar brautir.
„Við sjáum fyrir okkur að innan
skamms verði allir nemendur
Keilis með iPad eða sambærilegar
spjaldtölvur. Við teljum að með
því móti megi gera kennslu til
muna skilvirkari og mæta þörfum
hvers og eins mun betur en í hefð-
bundnu formi. Spjaldtölvur opna
möguleika fyrir markvissa notkun
myndbanda, lifandi fyrirlestra,
gagnvirks sambands nemanda
og kennara, o.s.frv. Við teljum
að skóli framtíðar hljóti að nýta
sér þessa tækni til hagsbóta fyrir
nemendur,“ segir á vef Keilis.
Fróðlegt verður að fylgjast með
nýtingu rafrænna kennslubóka
í framtíðinni og vill Keilir vera
leiðandi aðili í þeirri þróun.
Rytmíska deild Tónlistarskóla Reykja-nesbæjar stendur fyrir tónleikum í
Frumleikhúsinu við Vesturbraut á morgun,
föstudaginn 10. febrúar kl. 20.00.
Á tónleikunum koma fram tvær hljómsveitir
innan rytmísku deildarinnar, sem leika rokk-,
popp- og blústónlist og svo Léttsveit Tón-
listarskólans. Stjórnendur á tónleikunum
eru Eyþór Ingi Kolbeins og Karen Janine
Sturlaugsson.
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
hefur þegið boð um að halda þrenna tón-
leika á næstu ISME ráðstefnu, sem haldin
verður í borginni Þessaloniki á Grikklandi,
dagana 15. – 20. júlí nk. ISME, eða Inter-
national Society of Music Education, eru
ein elstu og virtustu alþjóðasamtök um tón-
listarmenntun og tónlistarkennslu í heimi.
Samtökin, sem voru stofnuð árið 1953 af
UNESCO, standa reglulega fyrir menntaráð-
stefnum og eru þær ávallt fjölsóttar af tón-
listarkennurum, skólastjórum og öðrum sem
vinna að eða tengjast menntamálum í tónlist
á einhvern hátt. Fáir íslenskir tónlistarskólar
eða skólahópar hafa í gegnum tíðina fengið
boð um tónleikahald á ISME ráðstefnu og
þetta boð er því afar mikill heiður fyrir Tón-
listarskólann og bæjarfélagið okkar.
Efnisskrá tónleikanna í Frumleikhúsinu á
morgun, verður afar fjölbreytt og spenn-
andi.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
›› vf.is ‹‹
Tónleikar á þorra
›› Tónlistarskóli Reykjanesbæjar:
- í Frumleikhúsinu á morgun kl. 20:00