Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 ›› FRÉTTIR ‹‹ HEILSULEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir að ráða leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 90-100% stöðu sem fyrst. Einnig leitum við að starfsmanni í skilastöðu frá 15:00-16:15. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Heiðarsels í síma 4203131, eða á netfangið heidarsel@reykjanesbaer.is Umsóknarfrestur er til 20. september. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar. UPPSKERUHÁTÍÐ SUMARLESTURS Um leið og við þökkum þeim tæplega 300 börnum sem tóku þátt í sumarlestri Bókasafnsins í sumar, bjóðum við til uppskeruhátíðar á alþjóðlegum degi læsis, laugardaginn 8. september kl. 13:30. Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur les brot úr nýrri bók og allir sem mæta verða leystir út með góðri gjöf. Heppnir fiskar sem veiddir verða úr búrinu fá sérstaka viðurkenningu. Við minnum á að laugardagar eru fjölskyldudagar á Bókasafninu. Opið á laugardögum kl. 10:00 til 16:00 í vetur. NESVELLIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER KL 14:00 Kynning á tómstundastarfi fyrir eldri borgara Allir hjartanlega velkomnir LAUGARDAGS- FUNDUR Fyrsti laugardagsfundur vetrarins verður haldinn þann 8. september kl. 10:30 í félagsheimili Framsóknar, Hafnargötu 62. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjanesbæjar. Í vímu hjólaði á ljósastaur Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist þegar hann hjólaði á ljósastaur í Reykjanesbæ um helgina. Hann tjáði lögreglunni á Suður- nesjum að hann hefði verið eitt- hvað ryðgaður í kollinum eftir grasreykingar og því hafnað á staurnum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans. Þau munu vera minni háttar. Þá var lögreglu tilkynnt um að ekið hefði verið á ljósastaur í Sand- gerði. Sá sem það gerði lét sig hverfa af vettvangi, án þess að gera viðvart um ákeyrsluna. Tveimur loft- pressum stolið Lögreglunni á Suðurnesjum barst á mánudag tilkynning um innbrot í áhalda- húsið í Vogum. Þaðan hafði tveimur loft- pressum verið stolið úr áhalda- geymslu golfklúbbsins á Vatns- leysuströnd. Þá hafði bensínorfi einnig verið stolið. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu brotið niður hurð á vesturhlið hússins og komist inn með þeim hætti. Lögregla beinir þeim til- mælum til þeirra sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband í síma 420-1800. Fundu tvo fíkniefnapoka Tveimur pokum með kannabisefnum var komið til lögreglunnar á Suðurnesjum í byrjun vikunnar. Annar pokanna fannst fyrir utan skemmtistað í umdæminu, þegar starfsmenn staðarins voru að vinna þar við þrif. Hinn pokinn fannst innan dyra á öðrum skemmtistað. Þar voru starfsmenn einnig við þrif þegar þeir fundu hann undir borði. Báðir pokarnir innihéldu lítið magn af efnum. Landsbankinn hefur ákveðið að sameina útibú bankans í Reykjanesbæ og afgreiðslur hans í Garði og Vogum á einn stað frá og með 14. september. Sameinuð starfsemi verður í húsnæði bank- ans við Tjarnargötu 12 í Reykja- nesbæ fyrst um sinn, en verður flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Krossmóa 4a í hjarta bæjarins síðar á þessu ári. Við þann flutn- ing verður afgreiðsla bankans að Grundarvegi 23 í Reykjanesbæ einnig sameinuð útibúinu. Áfram verður rekin afgreiðsla í Sand- gerði. Ekki verður um neinar uppsagnir að ræða þar sem þeim starfs- mönnum sem nú starfa í Garði, Vogum og afgreiðslu í Reykjanesbæ verður boðið starf í útibúinu eða í afgreiðslunni í Sandgerði. Óhjákvæmilegt er að við þetta verði nokkur breyting á starfsemi Landsbankans á Reykjanesi en mikil áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist eins lítið og unnt er. Starfsfólk bankans mun leggja sig fram um að halda þeim óþægindum sem skapast í lágmarki. Engar breytingar verða á reikningsnúmerum og ekki er þörf á endurnýjun greiðslukorta. Hraðbanki verður áfram í Garði og settur verður upp hraðbanki í Vogum. Útibúið í Reykjanesbæ verður að breytingum loknum enn öflugra og hagkvæmara en það hefur verið og þjónusta þess mun eflast. Um 45 manns munu starfa í samein- uðu útibúi en að auki sinna um 20 starfsmenn í Reykjanesbæ bak- vinnsluverkefnum fyrir bankann í heild og þar verður áfram stærsti vinnustaður Landsbankans utan Reykjavíkur. Landsbankinn rekur einnig útibú í Grindavík og af- greiðslu í Leifsstöð og samanlagt starfa tæplega 100 manns hjá bank- anum á Reykjanesi þegar allt er talið. Líkt og ítrekað hefur komið fram er rekstur Landsbankans til stöðugrar skoðunar með það fyrir augum að hagræða þar sem því verður við komið og leggja niður óhagkvæmar einingar ef þarf. Þessar aðgerðir fylgja þeirri stefnu en nauðsynlegt er að draga frekar úr kostnaði við reksturinn. Þá hefur tæknilausnum í bankaþjónustu fleygt gríðarlega fram, heimsóknum í útibú og af- greiðslur fer hratt fækkandi af þeim sökum og samgöngur verða æ betri. Fækkun afgreiðslustaða er því í senn eðlileg og óhjákvæmileg. Reiknað er með að Landsbankinn spari tæplega 150 milljónir króna á ári í rekstri sínum með þeim breyt- ingum sem hér eru kynntar. Fækkun útibúa og afgreiðslustaða banka nú er hluti af þróun sem staðið hefur um langa hríð. Frá árinu 1998 hefur afgreiðslustöðum Landsbankans t.a.m. fækkað úr 64 í 38 (fjölgaði tímabundið árið 2011 vegna samruna við Spkef) og verða eftir þessar breytingar 35. Útibúum Landsbankans og Spkef hefur samanlagt fækkað um tæplega þriðjung á síðustu tveimur árum, segir í tilkynningu frá bankanum. Landsbankinn lokar í Garði og Vogum - nýtt sameinað útibú opnar í Krossmóa síðar á árinu Daglegar fréttir www.vf.is Landsbankinn lokar útibúi sínu í Garði þann 14. september nk. Hér opnar Landsbankinn nýtt sameinað útibú í Reykjanesbæ síðar á árinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.