Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 21 Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA? Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 6 8 6 Opið kl. 8-17 virka daga 18% afslát tur af sko ðuna rgjald i í tilef ni af 1 8 ára afmæ li Aðals koðu nar Ef þú kemur með bílinn í skoðun fyrir hádegi í september færðu 18% afmælisafslátt. ÚTBOÐ HJÚKRUNARHEIMILIÐ REYKJANESBÆ Stærð hússins er 4.338 m². Helstu magntölur eru: Mót 13.000 m² Steypa 1.700 m³ Steypustyrktarstál 180 tonn Flísaklæðning 2.234 m² Viðsnúið þak 1.380 m² Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. október 2013. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Á. Ágústsson karl@thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 13:00 mánudaginn 3. september n.k. á skrifstofu THG Arkitekta Faxafeni 9, 108 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ mánudaginn 24. september nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjanesbær, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili að Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ. Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingar að innan. Sátt í pólitík og pólitískri umræðu var ákall forseta vors við innsetningu hans í embætti. Skila- boð sem eiga rétt á sér þar sem heiðarleiki ríkir en sátt næst ekki þar sem svik á svik ofan eru vinnubrögð nýs meiri- hluta í Garði. Bæjarfulltrúar D-listans hafa sýnt vilja til að vinna í sátt og standa við sín loforð gagnvart kjósendum. Þeir hafa lagt sig fram við að trúverðug- leiki einkenni störf þeirra fyrir íbúa Garðs. Að baki þeim stendur allur D-listinn og 70% bæjarbúa. En hvernig getur orðið sátt ef þeir sem rændu völdunum og kenna sig við íbúalýðræði en hafa sam- kvæmt skoðanakönnunum aðeins 30% bæjarbúa að baki sér. Hvernig getur sú sátt litið út þegar þeir sem stjórna hafa ekki umboð til þess frá kjósendum. Hvenær skiptir íbúa- lýðræðið máli sem N- og L-listar kenna sig við? Kolfinna S. Magnúsdóttir rauf samstarfið án allra skýringa fyrir samstarfsfólki sínu og kjósendum D-listans. Kolfinna seldi umboð sitt og æru sem bæjarfulltrúi D- listans og 55% kjósenda hans fyrir persónulega hagsmuni sína. Þar er algjörlega gengið framhjá hags- munum annarra íbúa Garðs, meðan hún skarar eld að eigin köku með stuðningi L- og N-lista. Það verður engin sátt fyrr en Kol- finna S. Magnúsdóttir hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og skýrt út fyrir íbúum Garðs á íbúafundi hverjar voru hinar raunverulegu ástæður brotthvarfs hennar úr meirihluta D-lista. Sú staðhæfing að ágreiningur í málefnum skólans sé orsökin er uppspuni og á ekki við rök að styðjast. Það vita bæjar- fulltrúar L- og N-lista. Nú hefur meirihlutinn svikið það loforð bæjarstjórnar Garðs að farið verði að ábendingum um úrbætur sem fram komu í úttekt um starf- semi Gerðaskóla í nýlegri skýrslu Mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. Það var kveðið á um að nýtt stjórnunarteymi kæmi að skólanum. Sömu stjórnendur hafa verið endurráðnir og nýr skólastjóri fellur á fyrsta prófinu. Gera má ráð fyrir að á næstunni birtist greinar um sannleikann í því máli. Þetta eru alvarlegustu svik Kolfinnu S. Magnúsdóttur og meirihlutans við nemendur Gerðaskóla og foreldra þeirra. Við allt samfélagið í Garði. Skoðanamunur kjörinna fulltrúa er eðlilegur og mikilvægt að sem flestar skoðanir fái umræðu og þær virtar. Að rökræða og rýna til gagns er merki um þroska stjórnmála- manna án ósættis eða persónu- legrar hagsmunagæslu. Þar skilur í milli bæjarfulltrúa D-listans og meirihlutans í Garði. Þar sannast máltækið að hver uppsker eins og hann sáir. Að reita illgresið í sínum eigin garði og henda því yfir í garð nágrannans verður ekki til þess að rósaskrúði vaxi og dafni. Illgresið leitar alltaf upprunans og kemur upp um eigandann að lokum og svartir hrafnar kætast. Ef það verða þau vinnubrögð sem nýr meirihluti í Garði ætlar áfram að vinna eftir verður engin sátt. Ef heiðarleg umræða, niðurstaða löglegs meirihluta fær ráðið í Garð- inum mun D-listinn vinna í sátt að hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess eins og ákall forseta vors benti svo réttilega á. Ásmundur Friðriksson. Fv. bæjarstjóri í Garði. ›› Ásmundur Friðriksson skrifar: Getur orðið sátt? Slípirokkur hljóp í hönd Slípirokkur hljóp í hönd manns sem var við vinnu sína í íþrótta- húsi í Reykjanesbæ. Maðurinn var að skera stálbita þegar óhappið varð. Hann hlaut skurð á hendi og fór á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja til aðhlynningar. Þaðan fór hann á Landspítala þar sem áverk- arnir voru rannsakaðir nánar. Innbrot í golfskála Brotist var inn í golfskálann í Grindavík á dögunum. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang mátti sjá að gluggi hafði verið spenntur upp með spýtu, sem lá fyrir neðan hann. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort einhverju var stolið, en lög- regla rannsakar málið. Áfengisþjófur tekinn Þjófnaður á áfengi var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Karlmaður hafði komið inn í vínbúðina í Njarðvík, tekið þar áfengispela og látið sig hverfa án þess að borga. Lýsing á manninum lá fyrir og fann lögregla hann skömmu síðar. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem tekin var af honum skýrsla, og honum síðan sleppt. ›› FRÉTTIR ‹‹ Daglegar fréttir www.vf.is Fimmtudagskvöldið 13. september ætla frumkvöðlar og hönnuðir í Eldey á Ásbrú að bjóða til Kaffihúsakvölds frá kl 20-22. Kl 20.15 mun Brynja Aðalbergsdóttir leikskólastjóri segja frá masters- vegkefni sínu „Viltu biðja jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?" en þar segir af „kanamenningu" í Keflavík og samfélagslegum áhrifum af setu varnarliðsins á Miðnesheiði á menningu og daglegt líf. Frumkvöðlar og hönnuðir sýna verk sín og eru vinnustofur opnar að fyrir- lestri loknum. Kaffi og heimabakað á staðnum gegn frjálsu framlagi. Kaffihúsakvöld í Eldey eftir viku

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.