Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst er eftir verkefnum á sviði: Atvinnuþróunar og byggðamála Velferðar- og vinnumarkaðsmála Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013. Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra. Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012 Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni: www.byggdastofnun.is/ipa ➤ ➤ ➤ Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum á næstunni: Grand hóteli Reykjavík 10. september kl. 13-17.30 Háskólanum á Akureyri 11. september kl. 13-17.30 Hótel Héraði á Egilsstöðum 12. september kl. 13-17.30 Hægt verður að fylgjast með fundinum þann 11. september á vefsíðu Byggðastofnunar. Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Tilkynna þarf um þátttöku á netfangið ipa@byggdastofnun.is með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Við í árgangi ´56 höfum flest náð því að verða 56 ára á árinu. Jósefína varð 56 ára 30. ágúst sl. Hún dó dag- inn eftir. Hetjuleg bar- átta fyrir lífinu endaði með sigri dauðans. Við kynntumst árið 1973, fyrir 39 árum, þá 17 ára nemendur í Héraðsskólanum í Reykholti. Systa úr Axarfirði í norðri, ég frá Eyjum í suðri að flýja eldgos í heimabyggðinni. Bæði ættuð frá Arnarhól í okkar heimabyggð. Ég komst að því síðar að þetta ár kynntist hún Magnúsi Torfa- syni frá Miðhúsum í Garði sem reynist vera frændi minn. Svona er margbreytileiki lífsins, ýmist leikur eða daður sem endaði með ævitrúnaði og ást þeirra tveggja. Í Ásbyrgi um sumarið var tónninn gefinn. Ævintýrin héldu áfram í þessari miklu náttúru, hóffari Sleipnis sem varð þeirra sælu- reitur. Markaði upphaf á traustu og góðu sambandi við rauðgló- andi geisla röðulsins sem seig í sæ við ysta haf Axarfjarðar og fyrstu ástarblossarnir geisluðu inn í líf þeirra. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Við Systa hittum aftur eftir 35 ár, vorið 2009 þegar við Sigga fluttum í Garðinn. Við rifjuðum upp góðar minningar, vökvuðum vináttuna og fundum hvað það var gott að hittast aftur. Hún færði mér á skrifstofuna handunnið tré í litlum potti. Hún vildi færa mér lífsins tré sem ég gæti skýlt mér við í stormum lífsins og ég notið um leið fágaðs handbragðs skólasystur minnar og gott að líta upp úr erli dagsins. Við áttum samleið í stjórn DS en hún vann lengst af á Garðvangi og var fulltrúi starfs- fólksins í stjórninni. Þar fann ég heiðar- leika hennar og um- hyggju fyrir því starfi sem hún sinnti. Fyrir gamla fólkinu sem hún gaf allt af sér svo það gæti átt ánægju- legt ævikvöld í ná- vist hennar. Seinna ætlaði hún að njóta þess sama með Magga, barnabörnunum og fjölskyldu. Það varð ekki og nú hefur þessi heilsteypta kona bundið bagga hildar og kvatt okkur á besta ævi- skeiði lífs síns. Þau áttu lengst af heima við Sunnubraut 12 í Garði, Systa og Maggi. Snyrtimennskan þeim báðum í brjóst borin og við innganginn blasti við hand- málaður steinn. Hér búa Systa, Maggi og Jóhann Daði. Steinum og gróðri raðað snyrtilega upp, allt hafið sinn stað. Húsið, garðurinn og heimilið látlaust og hógvært, í stíl við húsmóðurina sem byggði fjölskyldunni fallegt heimili. Þau voru samtaka hjón og gerðu hlutina saman. Lífið og ævikvöldið sem þau ætluðu að lifa saman beið eftir þeim með þeirri rómantík sem það hófst á. Þau hófu samleiðina í Ásbyrgi á fögru sumarkvöldi og kveðjast nú hinstu kveðju eftir sólríkt sumar. Blómin eru að gefa eftir en minn- ingin lifir um góðan lífsförunaut. Ég leiði þig í lundinn minn, mín ljúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm. Mín eina rós ert þú. Nú skilja leiðir en minningin um Systu lifir. Við söknum góðs vinar og vottum Magnúsi og börnum þeirra samúð. Ásmundur Friðriksson Sigríður Magnúsdóttir Þegar sumri lýkur fara far-fuglarnir að hefja sig til flugs og það sama má segja um söng- fuglana í Kvennakór Suðurnesja. Kórkonur eru reyndar aðeins búnar að hita upp fyrir veturinn með söng á Ljósanótt en kórinn tók þátt í tónlistardagskrá í Duus- húsum. Kvennakór Suðurnesja hefur tekið þátt í hátíðinni frá upphafi enda er þetta frábær vettvangur fyrir menningarstarf og skemmtileg leið til að kveðja sumarið og hefja vetrarstarfið. Kvennakórinn tók líka þátt í Sandgerðisdögum en þar sáu kórkonur um kósýkvöld kvenna sem var haldið í sundlauginni í Sandgerði og tókst það frábær- lega. Góð mæting var enda flott dagskrá í boði. Bláa lónið var með kynningu á vörum sínum, lesið var úr bókum frá bókaútgáfunni Lesstofunni, glæsilegt happdrætti með flottum vinningum, söngur og tískusýning þar sem kórkonur brugðu sér í hlutverk fyrirsætna og sýndu föt frá hönnuðum af Suðurnesjum. Vetrarstarfið hefst síðan af fullum krafti mánudaginn 10. september en þá verður haldin opin æfing í Listasmiðjunni, Keilisbraut 773 á Ásbrú en þar er kórinn með æf- ingaaðstöðu. Kvennakórinn hvetur allar konur sem hafa áhuga á söng til að kíkja við því þó það séu margar skemmtilegar og söngelskar konur í kórnum er nóg pláss fyrir fleiri. Kórkonur ætla líka að slá upp Pá- línuboði og verður eflaust ýmislegt girnilegt á borðum. Æfingin hefst kl. 20. Kvennakór Suðurnesja er elsti starf- andi kvennakór á landinu en hann var stofnaður 22. febrúar 1968 og verður því 45 ára í vetur. Dagskrá vetrarins er ekki fullmótuð en gert er ráð fyrir að kórinn komi fram á tónleikum fyrir jólin auk þess sem haldnir verða vortónleikar. Í febrúar fara kórkonur í æfingabúðir í Skál- holti. Ýmislegt fleira skemmtilegt er á döfinni sem verður nánar kynnt síðar. Kórinn æfir á mánudögum kl. 20 og raddæfingar eru á miðvikudögum á sama tíma. Þessa hvolpa vantar heimili strax Tveir fallegir hvolpar, sem eru blanda af border collie og labrador, leita nú að nýju heimili sem allra fyrst. Hvolparnir eru þriggja mánaða, fæddir 10. júní sl. Um er að ræða tvær tíkur. Þeir sem geta komið þessum hvolpum á nýtt heimili sem allra fyrst eru hvattir til að hafa samband í síma 846 2525. Jósefína Arnbjörnsdóttir minning Opin æfing hjá Kvennakór Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.