Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Síða 19

Víkurfréttir - 06.09.2012, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 19 Menningarráð Suðurnesja hefur ákveðið að efna til samkeppni um auðkennismerki (logo). Merkið verður notað í kynningarstarfi Menningarráðs í auglýsingar, á bréfsefni, á vefsíðu og annað hefðbundið markaðs- og kynningarefni. Öllum er frjálst að taka þátt í samkeppninni. Engin skilyrði eru sett við hönnun merkisins önnur en þau að merkið þarf að geta gengið í einum lit. Með tillögum á að fylgja stutt lýsing á hugmyndinni að auðkennismerkinu. Einnig skal fylgja tillögunni í lokuðu umslagi, helstu upplýsingar um eiganda tillögunnar s.s. nafn, símanúmer og netfang. Skilafrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 21. september 2012 og skal tillögum skilað á skrifstofu Heklunnar, Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ, merktar „lógó“. Sveitarfélögin á Suðurnesjum standa að Menningarráði Suðurnesja í samræmi við gildandi samstarfssamning sveitarfélaganna. Hlutverk Menningarráðs er meðal annars að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á Suðurnesjum, standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum og nýsköpun sem meðal annars styðji við menningartengda ferðaþjónustu. DÓMNEFND VELUR Á MILLI HUGMYNDA Veitt verða 50.000 króna verðlaun fyrir vinningstillöguna og verður merkið þá eign Menningarráðs. Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Menningarráðs Suðurnesja, Björk Guðjónsdóttir s. 420-3288/894-1116 – netfang: bjork@heklan.is SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR MENNINGARRÁÐ SUÐURNESJA EFNIR TIL SAMKEPPNI UM AUÐKENNISMERKI http://menning.sss.is Ný námskeið í Gargandi snilld Nánari upplýsingar veitir Guðný Kristjánsdóttir í síma 8691006 eftir kl.16.00 alla daga. Kennt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ. Námskeiðið er fyrir öll hress börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára. Kennsla hefst mánudaginn 17.september. Skráning fer fram á www.gargandisnilld.is Nú eru að heast ný námskeið í leiklist, söng og tjáningu hjá Gargandi snilld. Eins og áður verða tímarnir byggðir upp á hópei, leikjum og hinum ýmsu leiklistarængum með það að markmiði að byggja upp og auka sjálfstraust þátttakenda. Auk þess verður farið í undirstöðuatriði í söng, notkun hljóðnema, framkomu á sviði o. Innifalið í námskeiðsverðinu er einn tími í hljóðveri þar sem þátttakendur fá að syngja lag að eigin vali inn á disk sem þeir fá til eignar í lok námskeiðsins. Unnið er í fámennum hópum, einu sinni í viku á mánudögum eða miðvikudögum, klukkustund í senn. Framhalds og byrjendarhópar.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.