Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Enginn kemst í gegnum lífið án þess að takast á við erfiðleika eða áföll. Umræðan sem snýr að sorg og áföllum hefur frekar verið tengd þeim neikvæðu afleiðingum sem slíkt hefur í för með sér en ekki má útiloka að í mörgum tilvikum er um að ræða jákvæðan þroska í kjölfar missis, þó maður mundi gjarnan vilja vera án þeirrar erfiðu reynslu sem kallar fram slíkan þroska. Til að gefa dæmi um þann þroska sem fólk dregur af áföllum má nefna breytta skynjun á sjálfan sig, en það er ekki óalgengt að fólk upplifi nýjar hliðar á sér, verði jafnvel sterkara á ákveðnum sviðum og þakklátara fyrir vissa hluti sem það hefur þurft að láta reyna á. Sú til- finning að viðkomandi sé orðinn sterkari og geti þolað næstum hvað sem er eftir að hafa farið í gegnum áfall, er algeng. Fólk talar gjarnan um að það eigi í dýpri og merkingar- bærari samböndum við aðra eftir áföll og það geri sér betur grein fyrir hvað það er sem skiptir máli í sam- skiptum og hvaða sambönd beri að rækta. Þá virðist fólk eiga betur með að setja sig í spor annarra og sýna meiri samúð og samkennd en áður. Þá tala þeir sem hafa lent í erfiðum áföllum um að þeir eigi auðveldara með að tjá tilfinningar sínar. Þá hafa margir talað um breytta lífsskoðun og þá vísað til þess að þeir öðlist nýja sýn á lífið í kjölfar áfalla og verði ýmist mjög trúaðir eða finni nýjan tilgang með lífinu. Fyrir suma er breytingin á lífinu svo mikil að þeir tala um „fyrir og eftir“ atburðinn sem breytti öllu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að sorgin er einstaklingsbundin og þar af leiðandi úrvinnsla hennar líka. Þegar einstaklingur fer í gegnum þetta ferli skiptir miklu máli að viðkomandi vinni í sorgarferlinu en ekki síður að taka það í smá skömmtum og sinna öðrum verkefnum meðfram því. Þá er leitast eftir ákveðnu jafnvægi milli þess að takast á við íþyngjandi verk- efni sorgarinnar og þess að eiga stundir sem ekki eru markaðar af sorginni, þannig að jákvæðir og neikvæðir þættir kallist á. Þannig er hægt að líta á þetta ferli sem mikilvægan þátt í enduruppbyggingu einstaklingsins sem vegna áfallsins getur stigið upp sterkari aðili sem lifði af en nýtti sér á sama tíma, erfiða reynslu til að skapa sér betra líf. En í lífi okkar geta líka komið fyrir augnablik eða að- stæður sem breyta okkur á þann veg að viðhorf okkar til lífsins breytast í kjölfarið þrátt fyrir að ekki sé um persónulegan missi eða áfall að ræða. Þannig er eins og lífið sé að undirbúa okkur á einhvern hátt undir það óumflýjanlega og ef við tökum á móti þá getur sú reynsla nýst okkur á erfiðum tímum. Til þess að missa ekki af þessum augnablikum þurfum við að vera opin fyrir umhverfinu og hugsa meira út fyrir okkur sjálf og þægindahringinn okkar, vera vakandi þegar við kynn- umst nýju fólki og aðstæðum, og hlusta á hvað aðrir hafa að segja. Lífið sjálft og okkar innri maður er í sífelldri endurnýjun – svo framarlega sem við leyfum því gerast! Lífið er nú einu sinni þannig að öll þurfum við einhvern tímann að þjást og þó við getum ekki haft áhrif á þær aðstæður sem valda þjáningunni kunnum við hins vegar að geta haft áhrif á afstöðu okkar til þjáningarinnar. Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér http://www.facebook.com/Hamingjuhornid Að vera reynslunni ríkari! Fisktækniskólinn Icelandic College of Fisheries Víkurbraut 56 240 Grindavík Sími: 412 5968 www.fiskt.is www.facebook.com/fisktaekniskoli info@fiskt.is Fisktækniskólinn býður upp á stutt, skemmtilegt og hagnýtt einingabært nám sem opnar þér ölda möguleika í vel launuð störf í sjávarútvegi auk möguleika á framhaldsnámi að loknu grunnnámi. Námið er til tveggja ára og með mikla áherslu á tengingu við atvinnulífið og vinnustaðaþjálfun. Námsárið skiptist í eina önn í skóla með áherslu á faggreinar og eina önn á vinnustað undir leiðsögn tilsjónarmanns. Fólk sem vill hasla sér völl í þeim greinum sem skólinn býður upp á fær því gott tækifæri að mynda góðar tengingar út í atvinnulífið auk þess að búa sig undir frekara nám. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi. Fisktækniskólinn býður upp á nám í: Fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi og netagerð Samstarfsaðilar Fisktækniskólans eru: Einhamar ehf, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Stakkavík ehf, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkakýðsfélag Grindavíkur, Vísir ehf, Þorbjörn ehf, Þróttur ehf Getum bætt við okkur nemendum á haustönn Fisktækniskóli Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 10.450,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) Aðalfundur Systrafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 11. september 2012 kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Innri-Njarðvík. Allir velkomnir. Systrafélagið „En í lífi okkar geta líka komið fyrir augnablik eða aðstæður sem breyta okkur á þann veg að viðhorf okkar til lífsins breytast í kjölfarið þrátt fyrir að ekki sé um persónulegan missi eða áfall að ræða.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.