Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR16 Tekin með 29 skammta af amfetamíni Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fimm manns sem voru á leið í Reykja- nesbæ með um 30 grömm af amfetamíni meðferðis. Lögreglu- menn stöðvuðu bifreið á Reykja- nesbraut sem fólkið, fjórir karl- menn og ein kona, voru í. Einn mannanna henti þá strax frá sér kúlu sem innihélt fíkniefni. Við leit fundust svo tuttugu og átta pakkningar til viðbótar, samtals um þrjátíu grömm, eins og áður sagði. Fólkið var fært á lögreglu- stöð, þar sem það var yfirheyrt og sleppt að því loknu. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu í Reykjanesbæ. Á ofsahraða innanbæjar Lögreglumenn voru við hefð-bundið eftirlit í Keflavík á dögunum þegar þeir heyrðu gríðarlegan vélarhávaða nálgast. Skömmu síðar kom bifreið í ljós, sem ekið var á mikilli ferð, langt umfram leyfilegan ökuhraða, í þéttbýlinu. Ökumaður, rúmlega tvítugur karlmaður, var stöðv- aður og honum tilkynnt að skýrsla yrði rituð um athæfi hans. Þá var annar ökumaður, tæplega tvítug kona, staðin að ölvun við akstur. Þriðji ökumaðurinn, rúmlega þrítugur karlmaður, var staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum var félagi hans, sem játaði við yfirheyrslur að hafa brotist inn í bifreið, með því að brjóta rúðu í henni, og stolið úr henni veski. Eggin gleymdust á eldavél Lögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt þriðjudags tilkynning um að mikil reykjar- lykt væri í stigagangi fjölbýlishúss í umdæminu. Þegar lögreglu- menn komu á staðinn var mikil brunalykt þar og reyndist hana leggja frá potti á eldavél í einni af íbúðunum. Húsráðandi hafði verið að sjóða sér egg og sofnað út frá eldamennskunni með þeim afleiðingum að eggin brunnu við. Hann kvaðst sjálfur myndu reyk- ræsta íbúð sína. Ók fjórhjóli fram af hengju og slas- aðist alvarlega Ökumaður slasaðist alvarlega eftir að hann ók fjórhjóli fram af hengju og hafnaði ofan í malarnámu. Hann hafði ekið eftir slóða sem lá að námunni í nágrenni við Suðurstrandarveg þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala. Dráttarbíll var fenginn til að fjarlægja fjórhjólið. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. ›› FRÉTTIR ‹‹ „Ég byrjaði að æfa aflraunir af krafti fyrir keppnina í fyrra,“ segir Hannes sem hefur þegar tekið þátt í nokkrum af stærri keppnunum í kraftaheiminum á Íslandi, m.a. Vestfjarðarvíkingnum, Austfjarðar- tröllinu og keppninni um Sterk- asta mann Íslands sem fram fór í Grindavík í ár. Hannes sem er uppalinn í Garð- inum segist hafa byrjað að fikta við lyftingar um 19 ára aldur. Hann hafði ekkert sérstaklega gaman af því að hanga yfir lóðunum í lyftingasalnum en fann sig síðar í aflraunum. „Ég tók þátt í keppn- inni Sterkasti maður Suðurnesja árið 2009 og þá kviknaði áhug- inn á aflraunum fyrir alvöru.“ Um síðastliðna helgi atti Hannes kappi við John Russell í keppninni sem fer jafnan fram á Ljósanótt. Á fyrri degi keppninnar vann Russell fyrstu tvær greinarnar, þannig að seinni daginn var að duga eða drepast fyrir Hannes. Hann tók til sinna ráða og vann allar þrjár greinarnar þann daginn og tryggði sér sigur annað árið í röð eins og fyrr segir. „Það var komin spenna í þetta þegar við vorum orðnir jafnir fyrir lokagreinina. Það vildi svo heppilega til að ég fékk að fara á eftir honum og vissi því upp á hár hvað ég þyrfti að gera til að vinna.“ Greinin var náttúrusteinahleðsla og það er grein sem Hannes hefur æft mikið og er hvað sterkastur í. Undir manni sjálfum komið Hannes æfir yfirleitt fimm sinnum í viku en hann segir að hér á svæðinu sé ekki ýkja góð aðstaða fyrir þá sem ætla sér að ná langt í aflraunum. Hann æfir því töluvert í Reykjavík þar sem hann hefur verið undir handleiðslu Stefáns Sölva Péturs- sonar sem hefur unnið til fjölda titla í aflraunum. „Að vera þarna með svona öflugum mönnum gefur manni óneitanlega svolítið spark í rassinn. Maður stefnir því alltaf á það að verða jafn sterkur og þeir.“ Til þess þarf hann augljóslega að innbyrða heil ósköp af mat en það er ekkert grín að fæða svona skrokk. „Fæðubótarefnin vega upp á móti fæðinu þannig að maður þarf ekki alveg að vera að borða öllum stundum sem maður er vak- andi,“ segir Hannes léttur í bragði. „Alveg frá því að maður sá Jón Pál Sigmarsson í sjónvarpinu í gamla daga hefur maður haft gaman af því að vera að lyfta steinum og þess háttar,“ segir Hannes en markmiðin eru háleit hjá honum og ætlar hann sér að ná langt. „Maður stefnir alltaf á það að verða sterkari en sá sterk- asti. Það er eini hugsunarhátturinn sem er hægt að temja sér í þessu. Maður vonast bara til þess að slasa sig ekkert á leiðinni,“ en meiðsli eru algeng í þessari íþrótt og álagið er mikið á líkamann. „Oft á tíðum snýst þetta hreinlega um það hversu vel þú þolir sársaukann.“ Á sínum yngri árum stundaði Hannes knattspyrnu en hann fann sig ekki alveg þar. „Maður var alltaf að hugsa um að slasa ekki neinn þar sem maður var svo miklu stærri en allir aðrir. Þetta var ekki alveg mín íþrótt en mér finnst mikið um það í hópíþróttum að menn séu að kenna hver öðrum um það sem illa fer. Í einstaklingsíþróttum er þetta allt undir manni sjálfum komið.“ En hvað er svona skemmtilegt við þetta sport? „Það er gríðarlega mikil samheldni HannEs ÞorsTEinsson er 25 ára kraftajötunn. Hann varð sterkasti maður suðurnesja annað árið í röð núna á Ljósanótt. Hannes er rétt tæpir tveir metrar á hæð og vegur u.þ.b. 150 kíló. Hann ætlar sér að ná langt í heimi aflrauna og er aðeins rétt að byrja. Alltaf verið með hálfgerða kraftadellu á milli keppenda. Það er alveg sama hver á í hlut, það eru allir að hvetja hvern annan áfram. Alltaf er verið að ýta mönnum áfram til þess að gera betur. Menn eru einbeittir þegar þeir eru t.d. í ákveðinni grein og þá er keppnisskapið til staðar. En um leið og sú grein er búin þá eru allir orðnir bestu vinir aftur,“ félagsskapurinn er því það sem Hannes sækist hvað helst í. Fær fisk og kjöt frá fjölskyldunni Um helgar sinnir Hannes dyragæslu á skemmtistöðum og það segir hann hjálpa til við aflraunirnar. Hann hefur því nokkkuð sveigjan- lega dagskrá á virkum dögum sem gerir honum kleift að æfa mikið. Hann fær mikinn stuðning og hjálp frá sínum nánustu og m.a. hefur hann verið að fá gefins fisk og kjöt frá ættingjum sem vinna í slíkum iðnaði, sem hann segir hjálpa sér mikið. Hann segir stemninguna í keppnum eins og Vestfjarðarvíkingnum vera einstaka en allir keppendur ferðast saman í rútu á milli bæjarfélaga á Vestfjörðum. „Þar er maður að keppa gegn ansi öflugum mönnum. Þar á meðal mönnum eins og Hafþóri Júlíusi Björnssyni og Stefáni Sölva sem eru orðnir heimsklassa menn í afl- raunum,“ segir Hannes. „Ef maður ætlar sér að ná langt í aflraunum þá verður maður að æfa þessar greinar sem keppt er í, það er ekki nóg að lyfta bara stönginni í ræktinni.“ Sumarið er tíminn sem flestar aflaraunakeppnir fara fram og því mun Hannes nýta veturinn vel til æfinga. Hann ætlar sér að koma enn öflugri inn í næsta sumar og refsa lóðunum þangað til. Hvernig er hópurinn sem er að stunda aflraunir á Suðurnesj- unum? „Þetta er frekar lítill hópur. Hann mætti alveg vera stærri því hér er hellingur að öflugum strákum sem gæti reynt fyrir sér í þessu. Maður er þó alltaf að reyna að draga fleiri með sér á æfingar og margir hverjir eru hrifnari af aflraununum en lyftingum. Í þessu reynir oft meira á úthald en í almennum kraftlyft- ingum, það er aðeins meira „action“ í gangi í þessu,“ segir þessi efnilegi aflraunamaður að lokum. Texti: Eyþór Sæmundsson • Ljósmyndir: Hörður Birkisson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.