Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Side 10

Víkurfréttir - 06.09.2012, Side 10
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Bolafæti 1 Njarðvík - Sími 421 8808 - www.bilahusid.is Frumsýnum ISUZU D-MAX nk. laugardag frá kl. 12:00 - 16:00 að Bolafæti 1 Njarðvík BÍLAHÚSIÐ HEFUR FLUTT AÐ BOLAFÆTI 1 NJARÐVÍK Bílasala og þjónustuverkstæði NÝR OG SPARNEYTNARI Styrkjum úr Menntasjóði Sveitarfélagsins Voga hefur nú verið úthlutað í fyrsta sinn. Úthlutunin fór fram á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 29. ágúst 2012. Alls hlutu 13 nem- endur viðurkenningu úr sjóðnum að þessu sinni, 10 nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla og þeir þrír nem- endur sem náðu bestum árangri í 10. bekk í Stóru-Vogaskóla vorið 2012. Nemendur eða fulltrúar þeirra mættu á fund bæjar- stjórnar og tóku við viðurkenn- ingarskjali og peningaverð- launum úr hendi Ingu Sigrúnar Atladóttur, forseta bæjarstjórnar. Nemendur sem lokið hafa námi á öðru ári í framhalds- skóla hlutu viðurkenningu: Eyþrúður Ragnheiðardóttir Berglind Káradóttir Guðmunda Birta Jónsdóttir Hekla Eir Bergsdóttir Magnea Guðríður Frandsen Marta S. Alexdóttir Steinar Freyr Hafsteinsson Sævar Sigurjón Ríkharðsson Tomas Barichon Valgerður Kristín Kjartansdóttir Eftirtaldir nemendur sem luku grunnskólaprófi frá Stóru-Vogaskóla vorið 2012 og voru með bestan námsár- angur fengu viðurkenningar: Anna Kristín Baldursdóttir: 9,7 Aníta Ósk Drzymkowska: 9,5 Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir: 9,4 Vogar afhenda styrki úr Menntasjóði ›› Reykjanesbær: Viðbygging við sérdeildina Ösp, í Njarðvíkur-skóla, tekin formlega í notkun við hátíðlega athöfn í liðinni viku, en deildin var sett á laggirnar haustið 2003. Byggt var við deildina vegna þess fötl- uðum börnum hefur fjölgað í samræmi við fjölgun íbúa í Reykjanesbæ. Þegar deildin var stofnuð var talið mikilvægt að fötluð börn, sem búsett eru í Reykjanesbæ, ættu kost á skólagöngu í heimabyggð sinni eins og önnur börn. Frá upphafi var markið sett hátt og hugmyndafræðin um skóla án aðgrein- ingar höfð að leiðarljósi. Námið er einstaklingsmiðað og hver nemandi stundar nám í bekk í skólanum, með jafnöldrum, eins og hæfni hans og geta leyfa ásamt því að fá sérkennslu og þjálfun við hæfi í Öspinni. Þetta hefur gefist vel og starfar deildin enn eftir þessum grunngildum. Deildin og Njarðvíkurskóli njóta virðingar hjá samstarfsaðilum og þykir starfið vera til fyrirmyndar. Í upphafi hófu fjórir nemendur nám í deildinni en þeim hefur fjölgað og var orðið mjög þröngt um starfsemina. Öspin er heilsdagsskóli og starfar frá kl. 8 til 16 og nú eru tólf nemendur í deildinni úr Reykjanesbæ, Garði, Grindavík og Sandgerði. Viðbygging Asparinnar tekin í notkun Mánaskin á Stakksfirði Ljósmynd: Einar Guðberg Bílahúsið færir sig um set Bílahúsið, bílasala og þjónustuverkstæði hefur söðlað um og flutt starfsemi sína að Bolafæti 1 í Njarðvík. Áður var Bílahúsið staðsett við Njarðarbraut 1. Bílahúsið er umboðsaðili BL á Reykjanesi og sér fyrirtækið einnig um AB varahluti sem munu von bráðar vera undir sama þaki á Gónhól. Víðir Ingimarsson, Petrína Sigurðardóttir og Guðni Daníelsson fyrir framan nýja húsnæðið.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.