Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 06.09.2012, Qupperneq 12
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Svipmyndir frá Ljósanótt 2012 Fornbílar óku í halarófu niður Hafnargötuna á laugardeginum. Skólamatur bauð 5000 manns upp á rjúkandi heita kjötsúpu. Gróa Hreins var að mynda son sinn, Sigurð Guðmundsson, á símann en Sigurður heiðraði minningu Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna. Glæsileg dagskrá var á stórtónleikum á hátíðarsviðinu á laugardagskvöldinu. Þar var minning þeirra Ellýar og Vilhjálms heiðruð með vandaðri söngdagskrá. Árgangar safnast saman við hátíðarsviðið við Ægisgötu en þúsundir tóku þátt í árgangagöngunni sem fór niður Hafnargötuna. Elsti göngugarpurinn er fæddur 1922 og því níræður á árinu. Um 20.000 manns voru á stórtónleikum Ljósanætur sem fóru fram á laugardagskvöldið. Tónleikarnir náðu svo hápunkti þegar glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes var á ellefta tímanum. Taekwondo-deild Keflavíkur sýndi bardagalist í miðbæ Keflavíkur á laugardeginum... ... og á sama tíma tróðu fjölmargir tónlistarmenn upp við Rokkheima Rúnars Júlíussonar við Skólaveg. Listakonan Halla Har hefur tekið þátt í Ljósanótt frá upp- hafi og ávallt sýnt sín nýjustu verk. Árgangur 1962 skipaði sérstakan sess í árgangagöngu Ljósanætur þetta árið. Hér er fyrirliði árgangsins. Danssýningar voru víða um bæinn þar sem dansskólarnir sýndu það sem nemendur þeirra eru að vinna að. Yfir 2000 blöðrum var sleppt á setningarhátíð Ljósanætur sem ávallt fer fram við Myllubakkaskóla í Keflavík. Skemmtileg keppni milli bæjar- félaga fór fram á Flughóteli þar sem m.a. voru smíðuð farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilraunir með egg. - Sjá nánar á vf.is. Ýmis íþróttaafrek voru unnin á Ljósanótt. Sundkrakkar frá ÍRB syntu áheitasund frá Innri Njarðvík til Keflavíkur og þá fór fram aflraunakeppnin Sterkasti maður Suðurnesja. Ljósanótt 2012 var haldin há-tíðleg um nýliðna helgi. Þetta var 13. Ljósanæturhátíðin. Dag- skrárliðir skiptu hundruðum. Ljósmyndarar Víkurfrétta voru á ferðinni með myndavélar og fönguðu stemmninguna. Hér er lítið brot af myndum en á vef Vík- urfrétta má sjá hundruð mynda í fjölmörgum myndasöfnum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.