Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Lífið RANNSÓKNARBORANIR VIÐ ELDVÖRP, GRINDAVÍKURBÆ Drög að tillögu að matsáætlun HS Orka hf. kynnir drög að tillögu að matsáætlun vegna rannsóknarborana á háhitasvæði við Eldvörp í sveitarfélaginu Grindavíkurbæ. Tilgangur rann- sóknarborana er að auka við þekkingu á umfangi og eðli jarðhitakerfisins, meta tengslin við jarð- hitakerfið í Svartsengi og skera úr um hæfi svæði- sins til virkjunar. Í drögunum er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum sem felast í gerð fimm borplana, borun allt að fimm borhola og afkastaprófunum borhola. Þar er einnig fjallað um þá umhverfis- þætti sem fjallað verður um í frummatsskýrslu og rannsóknum sem ráðast á í vegna mats á umhverfisáhrifum. Drögin eru aðgengileg á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is. Hægt er að senda ábendingar og athuga- semdir um drögin á netfangið bjornh@vso.is. Frestur til að senda inn ábendingar er til 22. nóvember n.k. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 7.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns - þilofn Turbo með yfirhita - vari 3 stillingar 2000w 4.490 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995 Saumako na óskast til starfa. Allar nánari upplýsingar veitir Snædís í síma 847 5758 Spilakvöld Virkjunar í kvöld Í kvöld, 8. nóvember verður haldið spilakvöld Virkjunar og mun allur ágóði kvöldsins renna til styrktar hópastarfi Virkjunar. Spiluð verður félagsvist. Stórglæsilegir og fjölbreyttir vinningar í boði. Spilaspjaldið kostar 500 kr. og allir eru velkomnir. Spilakvöldið sem hefst kl. 20:00 verður haldið í húsnæði Virkjunar, Flugvallarbraut 740. Spilað verður til kl. 22:00. Virkjun vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fyrir- tækja sem styrkja Virkjun með vinningum fyrir spilakvöldið. Hlutfall kvenna á Suðurnesjum sem eru með stúdentspróf sem hæstu námsgráðu er vel yfir landsmeðaltali og það hæsta sem greint er eftir 8 landshlutum. Þá er iðnmenntun karla á Suður- nesjum vel yfir landsmeðaltali. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri könnun sem Byggða- stofnun fékk Capacent til að taka saman um mennt- unarstig landsmanna árið 2011-2012. Í könnuninni kemur þó fram að heildarhlutfall karla og kvenna sem hafa súdentspróf er undir landsmeðal- tali þar sem karlar eru greinilegir eftirbátar kvenna í stúdentsprófinu. Þeir bæta það upp með því að iðnmenntun karla á Suðurnesjum er vel yfir landsmeðaltali og þriðja hæsta af 8 landshlutum. Enn er hátt hlutfall íbúa sem hafa einvörðungu lokið grunnskólaprófi. „Heildar niðurstöður sýna að menntunarstig á Suður- nesjum er í heildina ekki lengur hið lægsta á landinu eins og fyrri vísbendingar hafa gefið til kynna. Breytt viðhorf íbúa til gildis menntunar og öflugir skólar eins og Fjölbrautaskóli Suðurnesja og hinn ungi skóli Keilir, eiga án efa stærstan þátt í að hafa breytt þessari stöðu. Og við erum hvergi hætt námi,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri. n Suðurnesin styrkja menntastöðu sína Það er ísköld en frábær stemmning á Blue Lagoon Chill viðburðinum sem haldinn var í Bláa Lóninu í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina. DJ Margeir kom fram ásamt Daníel Ágúst og Sísý Ey en það eru dætur Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnarssonar. Eins og myndirnar bera með sér létu gestirnir ekki kulda og norðanrok stoppa sig. DJ Margeir sagði að stemningin hefði verið afar góð og veðrið bara gert viðburðinn eftirminnilegri. Ísköld Airwaves stemmning í Bláa lóninu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.