Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR22 SPORTIÐ Stu tta r Hnefaleikakapparnir Björn Snævar Björnsson og Elvar Sturluson héldu til Svíþjóðar á dögunum þar sem þeir kepptu fyrir hönd HFR í hinu árlega ACBC boxmóti, sem er eitt það stærsta í heiminum. Var þetta í fyrsta sinn sem þessir kappar keppa á alþjóðavettvangi en Björn fór þó utan í sumar þar sem hann æfði við topp aðstæður í Las Ve- gas í Bandaríkjunum. Á mótinu í Svíþjóð voru rúmlega 600 kepp- endur, þ.á.m. 25 Íslendingar, en mótið er meðal þeirra stærstu sem haldin eru í heiminum fyrir áhugahnefaleikara. Það er óhætt að segja að strákunum hafi gengið prýðilega en Elvar náði í sigur í sínum fyrsta bardaga, sem jafnframt var hans allra fyrsti bar- dagi á ferlinum, en mátti sætta sig við tap í þeim seinni eftir hetjulega baráttu. Elvar sem hóf að stunda hnefaleika af krafti fyrir tæpu ári síðan var virkilega ánægður með mótið og sagði í samtali við Víkur- fréttir að reynslan væri ómetanleg. „Nú er bara að bæta sig enn frekar og mæta öflugur til leiks að ári liðnu, en stefnan er að fara aftur og keppa þá jafnvel í B-flokk,“ segir Elvar sem nú keppti í C-flokki í léttþungavikt þeirra sem einungis hafa 5 eða færri bardaga að baki. Elvar vann eins og áður segir sinn fyrsta bardaga en það dugði til þess að tryggja honum silfurverðlaun. „Gullið kemur þá bara næst,“ segir Elvar léttur í bragði. Björn Snævar sem keppti í A-flokki í 69 kg veltivigt, eða efsta styrk- leikaflokki, drógst á móti gríðarlega öflugum andstæðingi en sá er Sví- þjóðarmeistari og mikill reynslu- bolti. Birni gekk vel í bardaganum og tapaði naumlega. „Þar mætti ég einum erfiðasta andstæðingi sem ég hef átt við og hlaut ósigur eftir þrjár langar og annríkar lotur. Í lok mótsins fagnaði þessi svíi sigri á mótinu fjórða árið í röð,“ svo það er ljóst að Björn var ekki að etja kappi við neinn aukvisa. Björn er einnig þjálfari Elvars og var hann gríðarlega stoltur af frammistöðu hans. „Ég er gríðarlega stoltur þjálfari eftir þessa helgi. Elvar átti tvo hörkubardaga þar sem hann sýndi hreint frábæra takta, hann þurfti að sætta sig við nauman ósigur í seinni bardaganum en ekki mátti miklu muna,“ sagði Björn. Hnefa- leikafélag Reykjaness stefnir að sjálfsögðu til Gautaborgar að ári enda mikilvæg reynsla sem fæst af mótum af þessari stærðargráðu. „Það munum við klárlega gera og þá með ennþá stærra lið heldur en í ár. Við erum með góða, upp- rennandi unglinga sem eiga eftir að koma sér vel fyrir í hringnum þarna.“ ALMENNAR RAFLAGNIR Viðhald og breytingar á raflögnum Nýlagnir og endurnýjun raflagna Rafmagnstöflur Tölvu- og símalagnir Sjónvarpslagnir Dyrasímar Ekkert sem tilheyrir raflögnum og rafmagni er okkur óviðkomandi. Við leggjum áherslu á fagmannleg vinnubrögð og góða umgengni. Við komum á staðinn, gerum úttekt á raflögnum og ástandi þeirra og veitum ráðleggingar um framhaldið. Brekkustíg 16 - Reykjanesbæ - S: 612-5552, 611-5552 og 421-4426 Kæru viðskiptavinir, Þar sem ég er að nýju flutt aftur heim, mun ég hefja störf á ný, þann 3. desember á NÝJA CARINO í Krossmóa 4 og eru því allir velkomnir, bæði nýir sem gamlir viðskiptavinir. Hlakka til að sjá sem flesta Tímapantanir í síma 421 2488 Með bestu kveðju, Maggý Sjúkraflutningar í Grindavík voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar en áður hafði verið fjallað um málið í bæjarráði. Sig- ríður Snæbjörnsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Jón Guðlaugsson slökkvi- stjóri Brunavarna Suðurnesja komu á 1301. fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á sjúkraflutningum í Grindavík, sem fela í sér að ábyrgð á flutningunum færast frá HSS til BS. Sjúkraflutningamenn verða þá starfsmenn BS í stað HSS. Sjúkraflutningamennirnir Páll Jó- hannesson, Gunnar Baldursson, Örn Sigurðsson, Sigurður Karls- son og Bogi Adolfsson komu á 1302. fund og gerðu grein fyrir sjónarmiðum starfsmanna varð- andi fyrirhugaðar breytingar á rekstri sjúkraflutninga. Bæjarstjórn telur að þjónusta sjúkraflutninga í Grindavík sé góð og er ekki sannfærð um að þjónusta og viðbragð muni aukast með þeim breytingum sem fyrir- hugaðar eru. Bæjarstjórn óttast að með breytingunum verði rekstrar- grunni sjúkrabíls í Grindavík ógnað, sem geti leitt til þess að í framtíðinni verði ekki sjúkrabíll staðsettur í Grindavík. Slík þróun væri algerlega óásættanleg fyrir um 3.000 manna sveitarfélag með öfl- uga útgerð og ferðaþjónustu, en um Grindavík og Grindavíkurhöfn fara árlega hundruðir þúsunda gesta. Bæjarstjórn leggst því alfarið gegn breytingunum. Leggjast gegn breytingum á sjúkraflutningum Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður míns, Árna Jakobs Óskarssonar, Framnesvegi 20, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðný Óskarsdóttir. - Á einu stærsta áhugahnefaleikamóti heims Silfur í Gautaborg Björn Snævar þjálfari, Elvar Sturluson og Arnór Már Grímsson frá Akranesi. Sjö SIguRLeIkIR í RöÐ hjá kefLa- víkuRSTúLkum Kvennalið Keflavíkur hefur fjögurra stiga forystu í efsta sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik. Liðið hefur unnið alla sjö leiki sína á leiktíðinni til þessa og er með fullt hús stiga eða 14 stig. Kefla- vík lagði Fjölni að velli í fram- lengdum leik í Toyota-höllinni á þriðjudag. Lokatölur urðu 79-69 fyrir Keflavík. Jessica Jenkins skoraði 25 stig fyrir heimakonur og Pálína Gunn- laugsdóttir kom næst með 23 stig. Fyrir leikinn var Keflavík í efsta sæti en Fjölnir í því neðsta og því kom á óvart að leikurinn hafi verið svona jafn. „Þetta var slakur leikur hjá okkur og vonandi lærum við af honum. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en svo er eins og við mætum ekki í seinni hálfleikinn. Við vinnum ekki leik á 20 mínútum,“ sagði Pálína í viðtali eftir leikinn. Liðið hefur nú unnið alla sína leiki í deildinni. Pálína segir mikilvægt að missa ekki einbeitinguna. „Við hugsum bara um einn leik í einu og næsti leikur er á móti Haukum. Þar skiptir engu máli hversu marga leikið við höfum unnið í röð.“ gunnaR áfRam hjá njaRÐvík Gunnar Magnús Jónsson skrifaði undir fram- lengingu á samning sínum við knattspyrnudeild Njarðvíkur og mun hann því áfram þjálfa meistaraflokk karla hjá fé- laginu. Gunnar var fyrst ráðinn haustið 2010 til tveggja ára og hefur verið mikil ánægja með störf hans. Æfingar og undir- búningur fyrir næsta keppnis- tímabil hefjast í dag. Liðið leikur í 2. deild þar sem liðið hafnaði um miðja deild síðast- liðið sumar. njaRÐvík SemuR vIÐ mOORe Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur samið við Bandaríkjamanninn Nigel Moore um að spila með félaginu að því er fram kemur á vef félagsins. Moore er fenginn til að fylla skarð Jeron Belin en samningi hans við félagið var rift í síðasta mánuði þar sem hann þótti ekki standa undir væntingum. Moore er 31 árs gamall og þykir fjölhæfur leikmaður. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og Finnlandi. Bandaríkjamaðurinn leikur sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum á morgun þegar þeir sækja KR- inga heim. Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, var í síðustu viku ráðinn nýr þjálfari Reynis Sandgerðis en liðið leikur í 2. deild. Segja má að ráðning Atla sé nokkur hvalreki fyrir Sand- gerðinga enda er Atli sigur- sæll þjálfari og hefur mikla menntun í faginu. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum árið 1999 og tók í kjölfarið við ís- lenska landsliðinu. Atli þjálfaði síðast Val sumarið 2009. „Eftir að hafa hitt Sandgerðinga og hlustað á þeirra markmið þá hugsaði ég að þetta væri tilvalið tækifæri til að koma og byggja upp,“ segir Atli í samtali við Víkurfréttir. Hann telur góðan efnivið í liði Reynis og er bjart- sýnn á gengi liðsins næsta sumar. „Við munum ekki fá til okkar fullt af leikmönnum – það er ljóst. Við erum ákveðnir í að byggja á því sem er hér fyrir. Ég tel að við séum með nógu gott lið til að fara upp um deild. Vonandi tekst mér að gera þessa leikmenn enn betri. Ég get ekki beðið eftir að byrja og trúi að þetta eigi eftir að ganga mjög vel. Klúbbur með svona góða aðstöðu eins og Reynir Sandgerði á skilið að vera ofar en í 2. deild.“ Heyra má nánar í Atla í sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is. aTLI eÐvaLdS TekuR vIÐ ReynISmönnum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.