Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 13 N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800 FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ = = = BEIKONBORGARI Franskar kartöflur og ½ l gos í plasti 1.195 kr. TVÖFALDUR OSTBORGARI ½ l gos í plasti 1.195 kr. STEIKARSAMLOKA Franskar kartöflur og ½ l gos í plasti 1.495 kr. + +eða + +eða +eða Fré ttir Rithöfundarnir Hildur Enóla og Sirrý Sig. voru að senda frá sér sína fyrstu sameiginlegu rafbók sem ber heitið Eitt leiðir af öðru. Þær stöllur kynntust í gegnum Rithringinn og hafa verið að skrifa saman síðan árið 2009. Sirrý Sig. rithöfundur lauk prófi í grafískri miðlun frá Tækniskólanum árið 2008 og nýtir sér það nám við hönnun og frágang á skrif- unum. Sirrý Sig. vinnur hjá N1 og er alltaf á fullu en tekst samt að finna tíma til að sinna stórfjölskyldunni og skrifunum. Hún býr í Reykjanesbæ og hélt utan um skapandi skrif hóp í Virkjun árin 2009 og 2010. Þá skrifaði Sirrý Sig. barna- og unglingabókina ,,Gegnum rifurnar” sem Tindur bókaútgáfa gaf út árið 2007. Þetta sama ár vann hún þriðju verðlaun í tímaritinu Nýju lífi fyrir smásögu sína. Auk þessa hafa verið birtar eftir hana nokkrar smá- sögur. Smásögurnar hennar spanna breitt svið, allt frá hröðum spennu-, glæpa- og gaman- sögum yfir í hægari gír fantasíu og drama. Sirrý Sig. á fullt af hálfkláruðu efni því hug- myndaflugið fer langt upp fyrir skriftarhrað- ann ef svo má að orði komast, en hjá útgefanda eru handrit að tveimur barnasögum sem bíða svars. Hildur Enóla rithöfundur er sjúkraliði að mennt og starfar og skrifar í Danmörku. En hún fluttist þangað árið 2010. Fantasíur eru ofarlega á lista Hildar Enólu þegar kemur að skrifum en hún hefur líka sýnt og sannað að hæfileikar hennar liggja líka í gerð smásagna. Hildur Enóla vann fyrstu verðlaun í ástar- sagnakeppni tímaritsins Vikunnar í byrjun ágúst þessa árs. Að baki liggur ein útgefin bók í litlu upplagi um, ,,Gneistan Gráfeld.” Í skúff- unni er nánast fullbúið handrit að ,,young adult” fantasíu um lífshlaup geimveru sem hún er búin að dútla að í 6 ár. Hildur Enóla og Sirrý Sig. kynntust í gegnum rithringinn, www.rithringur.is ásamt fullt af öðrum frambærilegum höfundum sem gagn- rýna hver fyrir annan og hafa sumir unnið mikið saman. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem Hildur Enóla og Sirrý Sig. prufuðu að skrifa saman sem varð eins konar áskorun sem lýsir sér fyrst og fremst í fjölbreyttum stíl, frá- sagnargerð, söguþræði og markhópi. Þær hafa grætt heilmikið á þessari samvinnu að þeirra sögn. Hildur Enóla er meira í fantasíum og lýsingum en Sirrý Sig. drífur sögurnar áfram og jarðbindur þær, þannig að úr verða, að þeirra mati, þéttar og góðar sögur. Þær hafa bara einu sinni sest niður saman og skrifað en annars vinna þær allt í gegnum netið og kasta sögunum þar á milli sín. Bókina Eitt leiðir af öðru má finna á www.emma.is og í enskri út- gáfu á www.amazon.com. n Kasta sögum í gegnum netið n RithöfundaRniR hilduR Enóla og SiRRý Sig. RithöfunduRinn SiRRý Sig. MENNING Sandgerðingar taka undir með SÁÁ Bæjarrráð Sandgerðisbæjar tekur undir þau sjónarmið SÁÁ að meira fjármagn þurfi til meðferðarmála barna á ís- landi. Þá telur ráðið ekki síður mikilvægt að efla forvarnir. Bæjarráð telur hins vegar ekki rétt að fara þá leið að skilyrða ákveðinn hluta af áfengisgjald- inu til málaflokksins. SÁÁ hefur óskað eftir stuðningi við það baráttumál sitt að 10% af áfengisgjaldinu sem ríkið innheimtir verði varið til þess að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans nauðsynlega þjónustu. Farið er fram á stuðn- ingsyfirlýsingu sveitarfélagsins og aðstoð við öflun undirskrifta í erindi sem sent hefur verið m.a. til allra bæjarstjórna á Suður- nesjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.