Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 Kjötsúpa gefur kraft í kroppinn! Þegar kuldinn fer að gera vart við sig sækjum við gjarnan meira í fæðu sem er orkurík og gefur hita í líkamann. Kjötsúpa er þjóðarsúpa okkar Ís- lendinga og stendur ávallt fyrir sínu en kjöt- súpa er einmitt frábær leið til að koma meir af grænmeti ofan í mannskapinn og svo ekki sé talað um íslenska lamba- kjötið sem er mikilvægur þáttur í þessari kraftmiklu súpu. Það má leika sér með grænmeti að vild eftir smekk hvers og eins en algengt er að blanda saman blaðlauk, gulrótum, rófum, kartöflum og jafnvel sætum kartöflum. Ef okkur langar að vera enn þjóðlegri getum við bætt ís- lenskum jurtum út í súpuna eins og þurrk- uðum hvannarfræjum, birki og blóðbergi en allar þessar jurtir eru ónæmisstyrkjandi og eru góð forvörn gegn kvefpestum. Læt fylgja með uppskrift að einfaldri og sað- samri kjötsúpu. 1,5 kg lambasúpukjöt 1 blaðlaukur saxaður 250 g gulrætur í bitum 1-2 msk súpujurtir 1-2 msk þurrkaðar jurtir ef vill Smá sjávarsalt 2 L vatn Smá pipar ef vill 1 stór rófa í bitum ½ sæt kartafla 3-4 kartöflur -setja kjöt og vatn í pott og láta suðuna koma upp, lækka aðeins hitann -fleyta ofan af og bæta grænmeti út í ásamt salti og súpujurtum -láta malla saman undir loki í 45-60 mín eða þar til kjöt og grænmeti er orðið meyrt;) Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasalæKnir sKrifar heIlsUhoRnIð heilsa - félagslíf Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Á góðu verði í eldhúsið Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Töfrasproti – Blandari 2.690,- Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.990,- Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 3.990,- Blandari og matvinnsluvél 4.990,- FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, heldur fræðslu- og upplýsinga- fund í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 14. nóvember nk. Fundurinn sem hefst kl. 17.00 verður haldinn í þjónustu- miðstöðinni Nesvöllum, Njarðarvöllum 4. Dagskrá: „Af hverju lætur hún mamma svona?“ Allir áhugasamir eru velkomnir. Bestu kveðjur Stjórn FAAS LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF   Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein, verkamann eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is „Við hjónin höfum hannað og fram- leitt jólaóróa úr við og plexígleri síðan 2004. Nýr jólaórói er búinn til á hverju ári og sá nýjasti fyrir 2012 köllum við Jólasnjór,“ segir Hulda Sveinsdóttir hjá Raven Design. Hulda og Hrafn Jónsson, eigin- maður hennar, hafa nýverið flutt fyrirtæki sitt í frumkvöðlasetrið í Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ. Áður voru þau með framleiðsluna inni á heimili sínu en fannst tímabært að flytja framleiðsluna út af heim- ilinu. Þau Hulda og Hrafn framleiða mikið af minjagripum ýmiskonar og eru í fjölbreyttu handverki. Nú er hins vegar jólavertíðin hafin og jólasveinar og jólaóróar eiga hug þeirra allan. „Það eru alltaf miklar vangaveltur eða saga á bak við hvern jólaóróa. Til dæmis vorum við með 2009 Vonarstjörnu árið 2009 til að benda fólki á að horfa fram á við, Ást og englar voru fyrir 2010 til að minna okkur á ástvinina allt um kring. Kærleikur var í fyrra, hvatning til að gefa frekar en að þiggja og í ár er það Jólasnjór. Hvert snjókorn er einstakt, fallegt og spennandi, ekkert snjókorn er eins í heiminum líkt og við mannfólkið, öll erum við sérstök eins og Snjókorn,“ segir Hulda í samtali við Víkurfréttir. Jólaóróarnir eru fáanlegir í við og í plexígleri, með eða án ártals. Nýtt í ár hjá Raven Design eru jóla- sveinarnir, þrettán talsins, Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn. „Þetta er tveggja ára undirbúningur sem kemur saman í þesari hönnun. Vinkona okkar, hún Anja, teiknaði þá eftir okkar hugmyndum. Grýla er svolítið ógnandi, Leppalúði töffarinn og Jólakötturinn sérlega illkvittinn að sjá,“ segir Hulda. Þau Hulda og Hrafn framleiða fjöl- Jólin byrjuð hjá Huldu og Hrafni n raven design hreiðrar um sig á Ásbrú í reykjanesbæ: margt annað í vinnustofu sinni í Frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þau taka samt hluta af vinnunni með sér heim og klára og ganga frá vörunni heima hjá sér í 100 ára gömlu fjósi sem þau eru að gera upp og búa í í Njarðvík. „Við hjónin byrjuðum í handverki 1999 en fyrirtækið Raven Design var formlega stofnað 2009. Við sækjum okkar innblástur aðal- lega til lögunar Íslands og búum til glasabakka, ostabakka, kertastjaka og servíettuhringi, allt í lögun landsins. Að auki gerum við skart úr plexígleri, svo sem hrafnaháls- men, armbönd úr leðri og fleira skemmtilegt,“ segir Hulda. Vefsíða þeirra er www.ravendesign. is og svo er líka hægt að finna fyrirtækið á www.facebook.com/ ravendesign. n ÞaRFTU að aUglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.