Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 19 Meira í leiðinni GERÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN FYRSTA FLOKKS VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI OG FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA WWW.DEKK.IS Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA DEKKIN GEGN VÆGUGJALDI HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT SÍMI 440 1372 FÓLK OG FRÉTTIR Njála landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Þjónustustjóri fyrirtækja Laust er til umsóknar starf Þjónustustjóra fyrirtækja í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ. Helstu verkefni » Móttaka og þjónusta við viðskipta- vini er lítur að fyrirtækjaþjónustu » Dagleg verkstjórn með fyrirtækja- þjónustu í samráði við útibússtjóra » Umsjón með daglegum samskipt- um við fyrirtæki í samstarfi við sérfræðinga og þjónustufulltrúa » Öflun nýrra viðskiptasambanda » Innra eftirlit og verklagseftirlit, tryggja að unnið sé eftir gildandi ferlum og gátlistum » Umsjón með lánafundum útibúsins Hæfniskröfur og eiginleikar » Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða haldgóð reynsla af bankastörfum » Þægilegt viðmót og færni í samskiptum » Skipulagshæfni og færni í að miðla upplýsingum og leiðbeina » Markviss og sjálfstæð vinnubrögð L a n d s b a n k i n n , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Nánari upplýsingar veita Berglind Ingvarsdóttir hjá Mannauði í s: 410 7914 og Einar Hannesson útibússtjóri í Keflavík í s: 410 8181. Umsókn merkt „Þjónustustjóri fyrirtækja“ fyllist út á vef bankans. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember nk. Á myndinni má sjá hluta hópsins og fremstan kennarann sjálfan, Þorvald Sigurðsson. Sveik Hallgerður Gunnar? Nú var að ljúka 7 vikna Njálunámskeiði á Bókasafni Reykjanes-bæjar en bókasafnið hefur undanfarin ár staðið fyrir ýmsum bók- menntauppákomum, m.a. fornsögunámskeiðum. Íslenskukennarinn góðkunni, Þorvaldur Sigurðsson var fenginn til að leiða námskeiðin og hafa þau vakið mikla lukku. Á fyrsta námskeiðinu var lesin Lax- dæla, síðan var Egla lesin og nú síðast Njála. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og síðasta námskeið sprengdi í raun utan af sér húsnæði bókasafnsins þegar rúmlega 40 manns mættu og vildu lesa Njálu með Þorvaldi. Og nú spyr fólk, hvaða saga verður tekin næst fyrir? Kveikt var í ruslatunnu, sem stóð við timburskjólvegg við íbúðar-húsnæði í Reykjanesbæ. Svo virðist sem einhvers konar spreybrúsi hafi sprungið í brunanum og voru leifar hans við hlið tunnunnar þegar að var komið. Snarráður maður og félagi hans, sem voru að vinna við hús í nágrenninu, hlupu til og slökktu eldinn áður en tjón hlaust af. Ruslatunnan var þá að mestu brunnin. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem athæfi af þessu tagi er til- kynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum, því fyrr í mánuðinum voru tvær ruslatunnur teknar af hefðbundnum stað framan við íbúðarhús og settar upp við vegg fyrir aftan það. Þar var kveikt í þeim og munaði minnstu að illa færi. Lögregla rannsakar málin. Enn kveikt í rusla- tunnu við íbúðarhús

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.