Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 FRÉTTIR VIKUNNAR n Jarðvangur stofnaður á Reykjanesi: Stu tta r LISTA- MANNSLEIÐSÖGN Þorbjörg Höskuldsdóttir tekur á móti gestum sunnudaginn 18. nóvember kl. 15:00 og leiðir þá í gegnum sýningu sína Ásýnd fjarskans, í sýningarsal listasafnsins í Duushúsum. Allir velkomnir – heitt á könnunni. MENNINGAR- VERÐLAUN REYKJANESBÆJAR Föstudaginn 16. nóv. kl. 17.00 verða menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent í Listasal Duushúsa. Styrktaraðilar Ljósanætur, stjórnir menningarhópa og aðrir velunnarar menningarlífs bæjarins eru velkomnir. ATVINNUMAÐUR Í KNATTSPYRNU? Norræna bókasafnavikan verður í ár helguð ungum knattspyrnuiðkendum. Í kvöld, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 19:30 verður dagskrá á Bókasafninu helguð atvinnumennsku í knattspyrnu. Lesið verður úr ævisögu Zlatan Ibrahimović og knattspyrnumennirnir Jóhann B. Guðmundsson og Ómar Jóhannsson segja frá atvinnumennsku og kynnum sínum af Zlatan. Léttar veitingar í boði. ÓKEYPIS FJÖLSKYLDUTÓN- LEIKAR Í STAPA Laugardaginn 17. nóv. kl. 14:00 verða ókeypis fjölskyldutónleikar í Stapa, einkum ætlaðir börnum 6-12 ára. Á efnisskránni eru Pétur og úlfurinn eftir S. Prokofiev og Sagan af tréblásturshljóðfærunum eftir R.Goldfaden. Verkin eru flutt af hljóðfæraleikurum og sögumanni. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Tónlistarskólans, Tónlistarfélagsins, menningarsviðs og Félags íslenskra tónlistarmanna. Geopark Bíll VAlT mIllI AKBRAUTA á ReyKjANesBRAUT Mikil mildi þykir, að ekki skyldi verða slys á fólki, þegar jepplingur með bílstjóra og þrjá farþega valt við Kúagerði á Reykjanesbraut á mánudags- kvöld. Fólkið var að koma úr Bláa lóninu þegar óhappið varð. Afturendi bílsins, sem ekið var á hægri akrein, rann til og við það missti ökumaður stjórn á honum. Bíllinn fór yfir vinstri akrein og þaðan yfir hvilftina og upp á veg hinum megin, í veg fyrir umferð sem kom úr gagnstæðri átt. Öku- maðurinn sá bifreið koma á móti sér og reyndi að beygja aftur til baka með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á hliðina. Öku- maður bifreiðarinnar sem kom úr gagnstæðri átt, náði að hægja ferðina og beygja út á vegöxl til að koma í veg fyrir árekstur. Nokkur atvik af svipuðu tagi hafa orðið á þessum vegarkafla á undanförnum árum, en á honum eru engin vegrið milli akbrauta. Starfssvið: • Framleiðsla á brauði, sætabrauði, kökum o.fl. • Starfsemi hefst kl. 5:30. • 100% starf og aukavinna í boði. Hæfniskröfur: • Reynsla af matvælavinnslu. • Þarf að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. • Þarf að geta unnið sjálfstætt Góð laun og afkastahvetjandi launakerfi. Umsækjendur þurfa að tala íslensku eða góða ensku. Upplýsingar veitir: Ásmundur í síma 659-3001 Valgeirsbakarí Hólagötu 17, Njarðvík. BAKARI ÓSKAST TIL STARFA Sjálfseignarstofnun um jarð-vang á Reykjanesi var form- lega stofnuð í Bláa lóninu á þriðju- dag. Lengi hefur verið unnið að stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umsókn um aðild að Samtökum evrópskra jarð- vanga (European Geoparks Net- work) sem er hluti sambærilegs nets alþjóðlegra jarðvanga undir verndarvæng UNESCO. Í undirbúningshópi verkefnisins hafa átt sæti fulltrúar sveitarfélag- anna á Suðurnesjum, þ.e. Grinda- víkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sand- gerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Þá hafa komið að verkefninu fulltrúar fræða- og atvinnulífs á svæðinu, þ.e. Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Bláa lónsins, HS Orku, Keilis - mið- stöðvar vísinda, fræða og atvinnu- lífs auk Heklunnar - atvinnuþró- unarfélags Suðurnesja. Áhersla jarðvangsins er á að byggja upp vandaða ferðaþjónustu og fræðslu tengt einkennum svæðis- ins, einkum jarðfræðinni, í sam- vinnu við hagsmunaaðila. Þá mun jarðvangurinn verða öflugt tæki í markaðssetningu á svæðinu. Í stjórn Jarðvangs á Reykjanesi eru Róbert Ragnarsson frá Grindavík, Guðlaugur H. Sigurjónsson frá Reykjanesbæ og þeir Magnús Stef- ánsson og Helgi Haraldsson fyrir Sandgerði, Garð og Voga. Þá eru þau Berglind Kristinsdóttir, Júlíus J. Jónsson og Kristján Pálsson einnig í stjórninni fyrir aðra aðila sem eiga í jarðvanginum. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Hausttónleikar Lúðrasveitarinnar BÍóTónleIKaR Hausttónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar verða haldnir þriðjudaginn 20. nóvember nk. kl.19.30 í Stapa, Hljómahöllinni. Fram koma yngsta, mið og elsta sveit. Það kennir ýmissa grasa í efnis- skrá sveitanna á þessum tónleikum, en þó einkennast þeir af ríkjandi þema, sem er kvikmyndatónlist. Jafnframt verða sýnd myndskeið úr viðkomandi kvikmyndum. Búast má við skemmtilegri stemmningu og líflegum tónleikum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Allir áhugasamir eru ein- dregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Fjölskyldutón- leikar í Stapa Tónlistarskóli Reykjanes-bæjar, Tónlistarfélag Reykja- nesbæjar og Menningarsvið Reykjanesbæjar standa að fjöl- skyldutónleikum laugardaginn 17. nóvember nk. í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna, FÍT. Á tónleikunum kemur fram Kammerhópurinn Shehérazade sem er blásarakvintett, ásamt Sigurþóri Heimissyni leikara, sem er sögumaður á tónleik- unum. Tónleikarnir verða í Stapa kl.14.00 og eru u.þ.b. 50 mínútna langir. Á efnisskrá tónleikanna verða verkin „Saga tréblásturshljóðfær- anna“ eftir Goldfaden og „Pétur og úlfurinn“ eftir Prokofiev. Allir eru velkomnir á tónleikana. Aðgangur er ókeypis. - Ítarlegri útgáfa af tilkynningunni er á vf.is Bílabúð Benna og Nesdekk í Re ykjanesbæ t a k a v e tu r i n n með trompi og b j ó ð a S u ð u r - n e s j a - b ú u m á langan bíladag laugardaginn 17. nóvember. Margt áhugavert verður í gangi, að Njarðargötu 9, allan daginn: 1000 lítra kaupaukar með nýjum Chevrolet Cruze, kjarakaup á bílaleigubílum í ábyrgð, sértil- boð á notuðum bílum, afsláttur af vetrardekkjum og umfelgunum ásamt sértilboði á rúðuþurrkum og -vökva. Auk þess verður á staðnum ókeypis léttþrif á bílum sýningargesta. Þeir sem reynsluaka Chevrolet í nóvember lenda í verðlaunapotti og geta unnið 100 lítra af bensíni. Kaffi og með því verður á boð- stólum. Allir hjartanlega velkomnir á Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ. langur bíladagur hjá Bíla- búð Benna og Nesdekkjum Áhersla jarðvangsins er á að byggja upp vand- aða ferðaþjónustu Frá undirritun stofnsamnings um jarðvang á Reykjanesi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.