Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 9 Samfylkingarfólk og skráðir stuðningsmenn Veljum Oddnýju G. Harðardóttur í 1. sætið í forvalinu 16. - 17. nóvember. Hollari matarinnkaup Góð næring byrjar með gó ðum á kvörðunum í matvörubúðinni. Ég hef orðið þess vör að sumir eiga stundum erfitt með að átta sig á hvað og hvar eigi að velja það sem er hollt í búðinni þegar verslað er í matinn. Ég hef reyndar í einstaka tilfellum farið með hópa af fólki í matvörubúðina og gefið þeim hug- myndir um hvaða fæðutegundir séu hollari kostur og það kemur fólki gjarnan á óvart að það er fullt af hollri fæðu á víð og dreif um búð- ina. Við erum stundum svo vana- föst þegar kemur að því að kaupa í matinn sem getur orðið til þess að við borðum einhæfa fæðu en fjöl- breytileiki er svo gott krydd í tilveruna. Hvernig væri nú að prófa t.d. nýjan ávöxt eða nýtt grænmeti reglulega og prófa nýja uppskrift einu sinni í viku? Við sem neyt- endur þurfum að vera mun meðvitaðri um hvað ratar ofan í matarkörfuna okkar og vera vakandi fyrir því hvað er í matnum okkar. Hérna koma nokkur góð ráð sem stuðla að hollari matarinnkaupum. Lesið innihaldslýsingar þegar við á. Ef listinn yfir innihaldsefni er langur er líklegt að varan sé töluvert unnin. Reynið að sneiða hjá aukaefnum eins og gervisætuefnum (aspar- tame E651, acesulfame-K, MSG E321 eða monosodium gluta- mate og fleiri kemískum bragð- og litarefnum). Reynum að velja fæðu sem er næst sínu náttúrulega formi og velja fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokkum. Dæmi um gott hráefni: grænmeti og ávextir, fræ, hnetur, baunir, gróft kornmeti, mjólkur- vörur án viðbætts sykurs, egg, kjöt, fiskur, kjúkingur, hollar kaldpressaðar olíur. Gott er eiga dósamat í hollari kantinum til að grípa í við matargerð eins og hakkaða tóm- ata í dós, túnfisk, ólífur, sólþurrkaða tómata, kókósmjólk, o.fl. Sniðugt að skipuleggja máltíðir fyrir vikuna, a.m.k. 5 fyrirfram ákveðnar máltíðir. Gerðu lista yfir það sem þarf að kaupa og haltu þig við listann. Grænmeti og ávextir ættu að taka mesta plássið á listanum, munið 5-9 skammta á dag! Má líka nota frosna ávexti og grænmeti á móti fersku. Svo má auðvitað þreifa sig áfram og nota stundum lífræna fæðu eins og hægt er og prófa t.d. ‘hollustu’ sætindi úr heilsudeildinni í stað hinna til tilbreytingar. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasalæknir skrifar heIlsUhoRnIð 100 kalla útsala á notuðum fatnaði dagana 19. - 30. nóv. verður útsala hjá Hertex nytjamarkaði, Hafnargötu 50, keflavík. Mikið af góðum fatnaði selst á 100 kr. stykkið! Ekki missa af þessu. Takk fyrir allan stuðninginn, Hjálpræðisherinn. framt er að sjálfsögðu boðið upp á ýmsa möguleika í stækkunum og römmum fyrir myndir. Það eru ekki bara stærri mynda- tökur sem Sólveig fæst við eins og fram kemur hér að framan, því daglega koma margir við á ljós- myndastofunni við Iðavelli 7a til að fá teknar af sér myndir í skírteini ýmiskonar eða bara til að láta fylgja með starfsumsóknum. Gömlu góðu passamyndirnar eru orðnar staf- rænar eins og allt annað og nú getur fólk valið passamyndirnar sínar sjálft áður en þær eru prentaðar út. Í tilefni af 30 ára afmæli Nýmyndar var haldinn skemmtilegur leikur sem auglýstur var í Víkurfréttum í síðustu viku. Dregið hefur verið í leiknum og eru úrslitin eftirfar- andi: 1. Verðlaun: Myndataka kr. 39.500. - Svava Agnarsdóttir 2. Verðlaun: Myndataka kr. 27.400. - Paulina Pudlik 3. Verðlaun: Myndataka kr. 27.400. - Önundur Haraldsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.