Víkurfréttir - 15.11.2012, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 11
Jóhann Ein-varðsson
var fyrsti
bæjarstjór-
inn sem ég
starfaði með á
mínum starfs-
ferli í Keflavík,
Njarðvík og
Reykjanesbæ.
Jóhann var sterkur leiðtogi,
góður bæjarstjóri og samstarfs-
maður. Við störfuðum saman í
10 ár eða þangað til hann tók sæti
á Alþingi. Samstarf okkar hélt
áfram í Framsóknarflokknum
en eftir að við hættum bæði af-
skiptum af stjórnmálum hafa
samskiptin minnkað. Vinátta
okkar var þó með þeim hætti að
þegar við hittumst var ávallt eins
og við hefðum síðast hist í gær.
Jóhann var vandaður maður,
sýndi samstarfsfólki sínu virðingu
og traust. Hann hafði sérstakan
húmor sem hann fór vel með. Ég
er afar þakklát fyrir þau ár sem
ég hafði hann sem lærimeistara
og ég segi gjarnan að það búi ekki
allir svo vel að hafa notið hand-
leiðslu átta frábærra bæjarstjóra
í háskóla lífsins. Ég lít gjarnan á
Jóhann sem rektor í þeim hópi.
Ég votta Guðnýju og fjölskyldunni
allri innilegrar samúðar.
Hjördís Árnadóttir
Jóhann Einvarðsson félagi okkar í
Lionsklúbbi Keflavíkur er látinn.
Jóhann gekk upphaflega í Lions-
klúbb Ísafjarðar árið 1967 er
hann var þar bæjarstjóri.
Árið 1970 tók hann við sem bæjar-
stjóri í Keflavík og færði sig þá
yfir í Lionsklúbb Keflavíkur.
Jóhann gegndi fjölda embætta á
vegum Lionshreyfingarinnar. Hann
var verkefnafulltrúi fjölumdæmisins
1991-1992. Hann var framkvæmda-
stjóri landssöfnunar Rauðu
fjaðrarinnar 1991. Jóhann var
fjölumdæmisgjaldkeri 1992-1993 og
umdæmisstjóri var hann 1994-1995.
Þá gegndi hann einnig embættum
fyrir klúbbinn sinn: Hann var
ritari klúbbsins 1975-1976, for-
maður 1986-1987 og aftur
2005-2006. Þá var hann stallari
klúbbsins 2009-2010. Jóhann var
aftur ritari klúbbsins 2012-2013.
Jóhann var gerður að Melvin
Jones félaga árið 2005 en það er
æðsta viðurkenning sem klúbbur
getur veitt félaga sínum.
Upptalning þessi segir okkur
auðvitað að Jóhann Einvarðs-
son eyddi drjúgum tíma sínum
í starf fyrir Lionshreyfinguna.
Hann var góður félagi og það var
gott að vinna með honum. Ég
minnist þess fyrir margt löngu
þegar við félagar gengum í hús
og seldum ljósaperur. Hann var
drjúgur sölumaður, kannski
drýgstur okkar allra enda þekkti
hann hver einasti maður í Keflavík.
Síðar breyttust áherslur okkar í sölu-
mennskunni en alltaf tók Jóhann
fullan þátt í öllu okkar starfi eins og
kostur var þrátt fyrir miklar annir
en hann sat á Alþingi um árabil.
En umfram allt var Jóhann ein-
staklega góður félagi og vinur
sem gott var að leita til. Hann
var skemmtilegur, hress og
léttur, átti auðvelt með að létta
mönnum lund með skemmtilegum
sögum og leggja gott til mála.
En nú söknum við vinar í stað.
Starfið mun breytast þegar svo
sterkur einstaklingur hverfur
af vettvangi. Hafðu þökk vinur
fyrir sérlega ljúft samstarf.
Ég votta fjölskyldu Jóhanns
samúð mína, börnum hans og
fjölskyldum þeirra og alveg sér-
staklega Guðnýju eiginkonu hans.
Ég geri mér grein fyrir þeirri til-
finningu sem grípur hjartað er sá
tapast sem alls ekki má missa, þegar
sá hverfur sem gefið hefur lífinu
stóran hluta af tilgangi sínum.
f.h. Lionsklúbbs Keflavíkur
Gylfi Guðmundsson
formaður
BJÖRGVIN
HEFUR STAÐIÐ MEÐ OKKUR –
NÚ STÖNDUM VIÐ MEÐ HONUM!
Björgvin G. Sigurðsson 1. þingmaður Suðurkjördæmis hefur barist af miklum
krafti fyrir uppbyggingu á Suðurnesjum.
Tryggjum öflugum baráttumanni örugga kosningu í 1. sæti.
Meðal þeirra mála sem Björgvin hefur barist fyrir eru:
Stuðningsmenn Björgvins G. Sigurðssonar.
- Álver í Helguvík
- Gagnaver á Ásbrú
- Aukin fjárframlög til Keilis
- Samningsgerð við Fisktækniskólann í Grindavík
- Aukin framlög til FS
- Kísilver í Helguvík
- Orkunýting á Suðurnesjum
- Auknar fjárveitingar til HSS
- Lagning Suðurstrandavegar
FÉLAGS- OG
FAGGREINAFUNDUR
verður haldinn í sal Kaffi Duus Grófinni
Reykjanesbæ, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Kjaramál
2. Lífeyrissjóðsmál
3. Önnur mál
Kaffiveitingar
Stjórnin
Jósebína Gunnlaugsdóttir,
Gunnlaugur Gunnlaugsson, Kristjana Sigurðardóttir,
Hafdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Svavarsson,
Karl Hólm Gunnlaugsson, Sigurveig Þorsteinsdóttir,
Sævar Gunnlaugsson, Selma Kristjánsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Guðmunda Sumarliðadóttir,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Faxabraut 13,
Reykjanesbæ, 11. nóvember sl. Jarðsungið verður frá
Ytri Njarðvíkurkirkju mánudaginn 19. nóv. nk. og hefst athöfnin kl. 13:00.
Starfsfólki Hlévangs viljum við senda okkar bestu þakkir fyrir
frábæra umönnun og sérstaka hlýju þann tíma sem Munda bjó hjá ykkur.
Jóhann Einvarðsson – minning
fæddur 10.8.1938 – dáinn 3.11.2012
MINNING
Útför Jóhanns Einvarðssonar fór fram frá Njarðvíkurkirkju á mánudag.
Sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng. Oddfellowbræður úr stúkunni nr. 13 Nirði
báru kistu Jóhanns. F.v.: Árni Þ. Þorgrímsson, Hilmar Pétursson, Elías
Jóhannsson, Björn Bjarnason, Skúli Þ. Skúlason, Páll Ketilsson, Kjartan
Már Kjartansson og Gunnar Kristjánsson.